Báknið vindur upp á sig

Alþingi væri sómi í að breyta strax lögum sem þvinga sveitarfélög til að fjölga fulltrúum í sveitastjórnum. Það er engin ástæða til að raða fleiri stjórnmálamönnum á spena skattgreiðenda.

Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri á sínum tíma fækkaði hann borgarfulltrúum úr 21 í 15 og var það hluti af viðleitni til að minnka báknið. Nú á að synda í hina áttina.

Það er athyglisvert að lesa gömul ummæli um þá fækkun borgarfulltrúa. Á einum stað er t.d. bent á að ef það hefði ekki verið gert þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið fleiri menn kjörna í borgarstjórn. Ætli sveitarstjórnarmenn séu þess vegna ekki að andmæla hinum nýju lögum frá Alþingi - því þeir sjá fram á fjölmennari flokksfundi í borgarstjórn?

Miklu nær væri að fækka borgarfulltrúum enn meira svo þeir hafi ekki undan vinnuálaginu og nái síður að skipta sér af öllum sköpuðum hlutum og hvað þá keppast um að koma með nýjar hugmyndir um útgjöld fyrir hönd skattgreiðenda. 


mbl.is Borgarfulltrúar verða 23 árið 2018
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda er ég að skoða íbúðir í Kópavogi.

Þar þarf maður ekki að skammast sín fyrir þá sem ráða !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 07:21

2 identicon

Þess vegna mæna allir stjórnmálamenn leynt og ljóst á ESB.  Það þarf að búa til svo margar reglugerðir um vaska og ljósaperur.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 08:08

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Elín, ekki gleyma gúrkunum og varúðarleiðbeiningunum vegna lögskipuðu sparperanna (sem koma í stað hinna bönnuðu glópera) sem keyra nú aftur kviksilfrið inn á heimili fólks!

Ef flúrpera brotnar?

    • Ef flúrpera brotnar losnar lítið magn af kvikasilfursögnum sem þú skalt forðast að anda að þér.

    • Hafðu opinn glugga á meðan þú þrífur upp perubrotin.

    • Ekki nota kúst því hann getur dreift kvikasilfrinu enn meira um herbergið.

    • Skrapaðu frekar upp brotin með pappaspjaldi og svo má nota límband og blautan eldhúspappír til að ná smáum ögnum.

    • Gakktu frá brotunum í loftþétt ílát svo sem sultukrukku eða frystipoka og skilaðu þessu inn sem spilliefni á þína endurvinnslu- eða móttökustöð.

    • Til vonar og vara er gott að lofta vel út í 15 mínútur eftir þrifin og vera meðvitaður um að lofta aðeins aukalega næstu 14 dagana.

    Geir Ágústsson, 14.10.2015 kl. 10:29

    4 identicon

    Segðu.  Skrítið að það fylgi ekki sérstakur hlífðarfatnaður með þessum perum.  Kannski að markmiðið sé að koma á fót sérstakri löggiltri ljósaperuskiptisveit sem fólk getur kallað út þegar mikið liggur við - þ.e. ef það springur pera.

    http://www.dv.is/frettir/2015/3/25/asbestplata-fannst-fyrir-utan-glugga-sendinefndar-esb-ihuga-ad-flytja/

    Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2015 kl. 13:03

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband