Fylgir öllu gamni alvara?

Ekki eru þær sérstaklega vinalegar kveðjurnar sem ég fæ í kjölfar örlítilla skrifa minna á Ósýnilegu höndina, þar sem ég óska Íslendingum til hamingju með að geta haldið frídag 1. maí til að hitta mann og annan og njóta ávaxta kapítalismans. Hildur Edda Einarsdóttir gengur manna (og kvenna) lengst: "Vill ekki einhver gera okkur öllum þann stóra greiða að skjóta alla frjálshyggjumenn?"

Auðvitað meinar stúlkan þetta ekki bókstaflega (geri ég ráð fyrir), en hið dapurlega er samt að nákvæmlega þetta viðhorf ríkir ennþá hjá rauðliðum (ekki bara á Íslandi) þótt draumur alræðisríkisins sé nú að martröð (m.a. með falli Járntjaldsins). Í Danmörku og Þýskalandi ganga rauðliðar um með kyndla og kveikja í og ráðast á eignir, fólk og lögreglu. Á Kúbu og í Norður-Kóreu eru andstæðingar hins pólitískt viðtekna skotnir, pyntaðir eða sviptir öllu frelsi. Í Sovétríkjunum sálugu földu menn skoðanir sínar ef þær voru of frjálslyndar að mati yfirvalda, einfaldlega vegna þess að annars yrði Hildum þess tíma að ósk sinni!

Hvernig stendur á því að gagnrýni á þrúgandi ríkisvaldið og lepphunda þess (verkalýðsfélög meðal annars) er svona óvinsæl í eyrum vinstrimanna? Þykir þeim sárt að vita til þess að án hins frjálsa markaðar (frjáls = frjáls frá ríkinu) væri lítið um það sem við köllum lífsgæði, frítími og ráðrúm til að sitja heima í góðum stól og nota háþróaða tölvutækni til að skrifa um aftökur á frjálshyggjumönnum?

Hildur böðull bendir samt réttilega á að frjálshyggjumenn eru ekki hrifnir af því að ríkisvaldið afvopni almenning og einoki möguleikann á að verja eignir og einstaklinga fyrir árásum og ofbeldi. Þeir sem vilja kynna sér þetta viðhorf ættu að skella sér hingað. Þeir sem vilja ekki kynna sér þetta viðhorf geta látið sér íslenska dægurmálaumræðu og Hildir hennar nægja.

Já og úr því ég er staddur á hinni ágætu vefsíðu, Mises.org, er e.t.v. rétt að endurtaka lokaorðin úr ágætri grein þar um 1. maí ("Why Not Capital Day?"):

We are blessed to live in this time and place, since the American Dream is truly within reach. Of course, the dream itself is as far away as it has always been. It's just that the expansion of capital allows us to get there faster and easier than ever before. It's time we ended this misnamed celebration of labor day, and recognized what it is that truly makes our life easier: capital.

Happy Capital Day! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þakka umfjöllunina félagi Geir!

hee (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband