Miðvikudagur, 2. september 2015
Þegar málfrelsið dó á Íslandi?
Kannski gerðist það í vikunni að málfrelsið dó á Íslandi.
Lítil skopmynd í Morgunblaðinu leiddi til þess að teiknaranum hefur verið hótað og hann fær núna símtöl og þarf að standa í viðtölum til að verja verk sitt. Sumir hafa tekið hanskann upp fyrir hann en aðrir þegja eða hreinlega bölva honum.
Ég leyfi mér að endurbirta myndina hér með og lýsi þannig yfir stuðningi við málfrelsi teiknarans og blaðsins sem birti myndina. Um leið vil ég hrósa teiknaranum fyrir hugmyndaauðgi - ekki veitir af í samfélagi þar sem keppst er um að tilheyra hópnum sem hneysklast sem mest á sem flestu.
Ekki hámark á fjölda flóttafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað segirðu, er fólk að notast við lögmál hins frjálsa markaðar til að gagnrýna hann?
Óli Gneisti Sóleyjarson (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 14:27
Folk er vissilega ad nota malfrelsid til ad hota, hneykslast, vera donalegt og areita i sima. Thad væri oskandi ad folk ræktadi adra hluti i ser en smasalina.
Geir Ágústsson, 2.9.2015 kl. 14:45
Margt er líkt með ISIS og Íslendingum.
FORNLEIFUR, 2.9.2015 kl. 15:27
Mér sýnist þú misskilja illilega lög um tjáningarfrelsi. Þar segir:
10. gr. [Tjáningarfrelsi.]
1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda.
Sjá: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html
Það er hvergi talað um að menn megi ekki hafa skoðanir á skoðunum annara. Þú ert að vísu ekki einn á báti. Hér er td. einn hæstaréttarlögmaður
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Brynjar/frodufellandi-af-reidi
Jónas Kr (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 17:32
Ég kýs að nota mitt tjáningarfrelsi til að segja að mér finnst þessi mynd afar ósmekkleg, óviðeigandi og ég get ekki séð neitt skoplegt við hana.
Dagný (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 18:13
Skopmynd Moggans er flott og segir allt sem segja þarf, oft segir mynd meira en þúsundir orða.
Skil ekki þessa glýju hjá fyrrverandi þingmanns Sjóræningja í bloggi sínu á mbl.is út af þessari skopmynd.
En auðvitað er bloggið hjá fyrrverandi þingmanni Sjóræningja að reina að þagga niður í skopmyndarteiknaranum, það skilja allir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.9.2015 kl. 20:34
Viðbrögð góða fólksins við að vísu ófyndinni skopmynd eru viðbjóðsleg. Við fáum að horfa inn í hugarheim sem er hryllilegur. Hugarheim fólks sem gæti drukkið blóðið úr þeim sem eru ekki sammála þeim í rétttrúnaðinum.
Skítapakk.
ocram (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 20:52
svona virkar tjáningarfrelsið.
Menn sem koma fram með umdeildar skoðanir, sem mörgum finnast ljótar og jafnvel rangar , hafa til þess fullt frelsi, en þeir verða þá að þola það að þeim sé svarað fullum hálsi. Frelsi fylgir jú ábyrgð.
sigmar (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 21:13
Heyr, heyr, síðuhafi!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 2.9.2015 kl. 21:36
Það er alltaf sama liðið sem afvegaleiðir alla umræðu á Íslandi og það er Icesave liðið, sem þjóðin í raun hrakti af brautinni í tvígang en það skildi það ekki og er enn við sama heygarðshornið þrátt fyrir dóm. Alltaf sama liðið og ekkert hægt að gera, eins og með menn sem beita konur ofbeldi.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.9.2015 kl. 22:12
Svo ég taki það fram þá er ég enginn sérstakur aðdáandi myndarinnar sem hér er rædd. Hún er að mörgu leyti óvirðing við raunir fjöldamanna. Ádeilan er samt góð og til merkis um að það séu ekki allir sammála öllum um allt, sem er gott. Að menn taki sig hins vegar til og hóti teiknara með símtölum og dragi persónu hans í svaðið - það er hæpinn stuðningur við opna umræðu og tjáningu og ég lít á sem dæmi um að margir séu duglegir að rækta í sér smásálina og tvískinnunginn.
Geir Ágústsson, 3.9.2015 kl. 10:57
Margt er líkt með ISIS og Íslendingum.Nei Villi það er ekkert líkt með Íslendingum og zionist ISIS ERT ÞU AÐ MEINA AÐ ÞÚ SEST SVO HEIMSKUR AÐ ÞÚ VITIR EKKI HVERNIG ISIS VARÐ TIL
ISIS leader Abu Bakr Al Baghdadi is a Jewish Mossad Agent
https://www.youtube.com/watch?v=TaH9LyYGjbk
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.