Svona eyðir maður biðlistum

Í kosningabaráttu er oft talað um biðlista, þá oftast biðlista eftir aðgerðum og plássum á opinberar stofnanir. Fullyrt er að hundruðir, jafnvel þúsundir, einstaklinga bíði eftir þjónustu eða plássi frá ríkinu og ekkert þokist í að útrýma þeirri bið. Fullyrt er að fjárskortir þjaki hið opinbera kerfi, og tregða til að bjóða upp á meiri þjónustu eða fleiri pláss sé mikil, og sé vitaskuld núverandi stjórnvöldum um að kenna.

Nú ætla ég ekki að véfengja þá sem hæst hafa um biðlista hins opinbera. Í raun kæmi mér á óvart ef biðlistar þessir væru ekki til staðar. Um er að ræða niðurgreidda þjónustu og niðurgreidd pláss, og yfirleitt þegar kostnaði er varpað á aðra en notendur verður til eftirspurn sem er framboðinu meiri. Biðlistar í ríkisrekstrinum eru ekki annað en rökrétt afleiðing þess að niðurgreiða þjónustu eða varning á fjárframlögum sem eru takmörkuð.

Á frjálsum markaði eru biðlistar ekki vandamál. Komi í ljós að eftirspurn eftir einhverju er meiri en framboðið eru yfirleitt til einkaaðilar sem taka að sér að sinna þeirri eftirspurn. Biðlistar á frjálsum markaði eru merki um að svigrúm sé til útvíkkun á starfsemi, annaðhvort hjá þeim fyrirtækjum sem fyrir eru eða með aðkomu nýrra aðila.

Ef Íslendingar vilja útrýma biðlistum eftir aðgerðum og plássum á leikskóla og hjúkrunarheimili er lausnin því einföld: Afnema einokun ríkisins á viðkomandi rekstri, einkavæða veitendur þjónustu sem bið er eftir, lækka skatta og horfa á biðlistana hverfa einn af öðrum. Þeir sem hafa áhyggjur af fátækum og efnalitlum geta veitt styrki úr eigin vasa og beðið aðra um að gera slíkt hið sama, enda fjárhagslegt ráðrúm til þess aukið stórkostlega þegar ríkiskassinn slakar á fjárþorsta sínum, og ljóst að margir vilja veita ríkulega aðstoð við þá sem virkilega þurfa á henni að halda.

Það sem virkar ekki ef hinn eilífi eltingarleikur við launatekjur landsmanna. 

Spurning dagsins: Hve oft hefur umræða um biðlista eftir heyrnatækjum komið upp síðan einkaaðilum var leyft að bjóða upp á slíkan búnað? 


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Bravó! Auðvitað er þetta eina leiðin til að eyða biðlistunum. Meiri niðurgreiðslur kalla á lengri biðlista. Svo er líka hægt að færa til vandann: Gjaldfrjáls þjónusta, umframeftirspurn, meiri kostnaður við húsrými, minna svigrúm til að borga laun = T.d. leikskólavandinn í hnotskurn. = R lista stjórnun

Örvar Már Marteinsson, 29.4.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka fyrir öll innlegg en minni á að þau sem útlista ekkert nema persónulega skoðun án útskýringar ("ég er ósammála") eru ekki mjög gagnleg ef mér á að takast að snúa lesendum!

Geir Ágústsson, 1.5.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband