Einhver spurning um annað?

"Í skýrslunni segir, að stór fyrirtæki og einhver sveitarfélög hafi í vaxandi mæli komið fasteignum sínum í hendur einkarekinna fasteignafélaga. Reynsla þeirra hafi sýnt, að bygginga- og rekstrarkostnaður minnkar. Þannig hafi byggingarkostnaður nokkurra skóla, sem eignarhaldsfélagið Fasteign hf. hafi byggt og rekið fyrir sveitarfélög, verið fjórðungi lægri en kostnaður vegna sambærilegra skóla hjá opinberum aðilum."

Þetta er alveg borðleggjandi mál. Ef ríkið getur létt á ríkissjóði (og þar með pyngju okkar allra) svo nemur milljörðum með því einu að selja húseignir og leigja, þá er bara að drífa í því! Einkafyrirtæki geta einbeitt sér betur að því sérhæfða hlutverki að sjá um og reka húseign og ríkið getur þá einbeitt sér að því að skipuleggja þá þjónustu sem það vill veita innan veggja húseignanna.

Menn munu auðvitað hrópa og góla yfir hugmynd sem þessari og ímynda sér að fjáraustur svo nemur milljörðum á ári sé réttlætanlegt í nafni ríkis- og sameignarinnar sjálfrar. Þessir aðilar gleyma því að króna sem fer í viðhald og yfirbyggingu fer ekki í rekstur og launagreiðslur til opinberra starfsmanna (leikskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga o.s.fr.v.). Hví ekki að auka svigrúm til launahækkana þessara hópa með því að flytja viðhald og rekstur á steypukössum til sérhæfðra einkaaðila? Er sameignarhugsjónin mikilvægari en allt annað, þar með talin góð þjónusta og eftirsótt launakjör hjá hinu opinbera?


mbl.is Segir hagkvæmt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband