Hvað gerist þegar dópið er tekið af fíklinum?

Nú stefnir kannski í að straumur ókeypis peninga til Grikklands sé að þorna upp. Þetta veldur auðvitað miklu uppnámi í Grikklandi. 

Hvað gerist þegar dópið er tekið af fíklinum? Hann verður vitaskuld vitstola af fíkn og líkami hans fer í allskonar ástand afvötnunar og afeitrunar. Hið sama þarf að gerast fyrir hinn gríska líkama. Hann þarf að læra að bjarga sér án innspýtingar. En hvernig?

Við blasir að evran hrynji, annaðhvort með brotthvarfi Grikklands eða með einhverjum öðrum hætti. Menn ættu að byrja að undirbúa það.

Við blasir að Grikkland verði lýst formlega gjaldþrota. Menn ættu líka að byrja undirbúa sig undir það.

Við Grikkjum blasir að stokka algjörlega upp hjá sér: Smækka ríkisvaldið, einkavæða allt, selja allar ríkiseigur, borga skuldir og byggja upp hagkerfi sem þrífst á verðmætasköpun en ekki lánum. Lífeyriskerfinu þarf að henda. Gamalt fólk þarf að byrja leita sér að lífsviðurværi. Ungt fólk þarf að taka á sig kjaraskerðingar. Sé þessu leyft að gerast hratt og vel mun sársaukinn líka ganga hratt yfir - jafnvel á örfáum misserum. Sé ferlið dregið á langinn mun bara bætast við sársaukann síðar meir.

En hvað með greyið Þjóðverjana og allar skuldirnar sem þeir tapa ef Grikkland fer á hausinn? Ég segi bara: Greyið þeir að hafa lánað Grikkjum út á að telja stjórnmálamenn ætla að bjarga þeim þegar fjárfesting þeirra tapaðist. 

Íslendingar gætu lært margt af Grikklandi. Á Íslandi var þar til fyrir 2 árum ríkisstjórn sem ætlaði sér að lifa á skuldasöfnun og vaxandi ríkisvaldi. Henni var sem betur fer komið frá, og þótt brotthvarf frá stefnu hennar á ýmsum sviðum gangi hægt þá mjakast samt víða í rétta átt. 

Ég vona að Grikkjum beri gæfa til að koma sér hratt og örugglega út úr slæmu ástandi. Það er líf eftir gjaldþrot, eins og einhver komst að orði. 


mbl.is Óttast upplausn í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar hraðbankarnir fóru að tæmast upplifði grískur almenningur "controlled panic" í staðinn fyrir "total chaos and breakdown of civilization". Ástæðan fyrir þessu að sögn mannsins á götunni er að fólk á ekkert eftir hvort eð er, því að hömlulausir niðurskurðir hafa átt sér stað alla tíð frá 2009 þegar kreppan þar byrjaði. Eða eins og haft er eftir einum viðtalanda: "þetta eru bara peningar".

Svo að varla er hægt að tala um "cold turkey" fyrir grískan almenning, sem taka þessu öllu með stóískri ró, þeir sem eru gripnir af panic og svita á enninu eru kröfuhafar og embættismenn hjá ESB. Ef gríska ríkið fer í þrot og fær allar skuldir afskrifaðar, tekur upp drökhmuna enn á ný, þá verða erfiðir tímar, en varla mikið erfiðari en þeir eru í dag. Kannski geta þeir fengið e.k. Marshall-hjálp.

Þannig að "fíklarnir" hljóta þá að vera grísku fjármálastofnirnar og satt að segja er flestum skítsama um þær. Ef evru-verkefnið fer í hundana af því að öll ríki Suður-Evrópu gefast upp á þessari þýzku mynt, þá verður það gleðiefni. Þegar ESB líður undir lok eftir 2-3 áratugi og verður enn á ný einfalt tollabandalag evrópskra ríkja, þá mun sigur okkar ESB-andstæðinga vera fullkomnað.

Ef þýzku kröfuhafarnir vilja fá grísku skuldirnar greiddar, geta þeir sent reikninginn til þess fjármálafyrirtækis sem aðstoðaði þáverandi grísku ríkisstjórnina að falsa lykiltölur gríska hagkerfisins sem þar af leiðandi fékk að taka upp sjálsmorðsmyntina þrátt fyrir að uppfylla engin af skilyrðunum. Og þrátt fyrir háværar aðvaranir fjölmargra viðskipta- og hagfræðinga

Og þar eð það voru mistök að koma á evrunni í staðinn fyrir fyrri þjóðlegu myntkerfin, þá geta eigendur grísku lánanna kennt sjálfum sér um. Það hefur enginn samúð með þeim nema þeir sem haldnir eru þrælslund.

Over and out.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 14:11

2 identicon

Grikkir vildu gerast stofnaðilar að evrusamstarfinu en voru svo langt frá því að uppfylla skilyrði til þess.

Að mig minnir að tvö ár hafi liðið frá evru samstarfinu að grikkir urðu þátttakendur og engar viðvörunarbjöllur klingdu í hausamótum á ESB bákninu.

Reyndar var það þannig að skömmu eftir að grikkir tóku upp evru komu svikin í ljós og að frakkar höfðu einnig falsað hagtölur. ESB báknið lét sér einungis nægja ávítur ...

Aumingja grikkir, og á bætast hriplekir handónýtir kafbátar frá Þýskalandi sem þeir þurfa að greiða fyrir ...

Mun áframhaldandi Marx/fas/ískur Kapítalismi virkilega bjarga Grikklandi?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 17:29

3 identicon

@Pétur D.

Bretton Wood samkomulagið var stofnað til að gæta jafnræðis milli ríkja í viðskiptum, svokallaður gullfótur.

Eftir að Bretton Wood samkomulagið lagðist af tók við öld kauphallarspákaupmanna ( Marx/Fas/ískur Kapítalismi ) eða spilavítisvæðing markaðsins þar sem frumskógarlögmálið ræður ríkjum.

Man einhver hrun pundsins?

Þar sem sá ríkasti og öflugasti getur ALDREI farið á kúpuna, ALGJÖRLEGA gagnstætt Kapitalískum lögmálum.

Semsagt Marx/Fas/ískur Kapitalismi.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 18:12

4 identicon

Fávitavæðingin barst svo loks til Íslands í formi EES samningsins.

Allt var gert til að Ísland gæti tekið þátt í fávitavæðingunni með glæsibrag.

Þjóðarsáttarsamningar, einkavæðing kvótakerfis og ríkisbanka með fullri náinni og góðri samvinnu lífeyrisjóðakerfis landsmanna, allt var veðsett.

Útrás íslenskra "víkinga" var þar með hafin, fámenn þjóð hóf siglingu á skútu undir alþjóðlegum Marx/fas/ískum fána, undir stjórn manna/kvenna sem er annaðhvort hampað eða hatað í dag.

Ein er svo elskuð og dáð í dag að heil bygging verður reist henni til heiðurs.

Ein sem neitaði þjóðinni um valkosti, efaðist eftir hrunið en tók það aftur til baka með þeim rökum að þjóðin ætti skilið að mennta sig ...

Manneskja sem var menntuð í evrópu, löngu fyrir upptöku EES samningsins ...

Grikkland?

Ættum að líta okkur nær ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 20:39

5 identicon

Og ekki gleyma að grikkir þurfa að greiða 40% af landsframleiðslunni sem klúbbgjald að ESB ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband