Fimmtudagur, 11. júní 2015
Vona að hún hafi rétt fyrir sér
Ríkisvaldið hefur ekki áhuga að meta menntun til launa né að halda í sérfræðinga í opinberri þjónustu.
Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Samfylkingarkona, en hún er einmitt stjórnmálafræðingur að mennt og krefst væntanlega launa til samræmis við þá verðmætaskapandi þjálfun sína í skólakerfinu.
Það eina sem á að vera metið til launa er verðmætasköpun. Þetta á ríkisvaldið erfitt með að gera og á því að hafa sem fæsta í vinnu. Hvað varðar sérfræðinga í opinberri þjónustu þá eiga helst engir slíkir að finnast. Allt sem þeir gera í dag gætu þeir gert sem starfsmenn einkafyrirtækja í samkeppnisrekstri eða í einstaka tilvikum sem verktakar hjá hinu opinbera.
Ég vona að Þórunn hafi rétt fyrir sér - að það sé einlæglega enginn áhugi hjá ríkisvaldinu að meta menntun til launa og halda í sérfræðinga í opinberri þjónustu.
Ríkisvaldið hefur ekki áhuga að meta menntun til launa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er enginn grundvöllur fyrir samkeppnisrekstur í okkar mikró, klíkuriðna samfélagi. Því miður.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 08:03
Hvar hefur þú verið Geir? Sjálfstæðisflokkurinn er nýbúinn að sýna sitt rétta andlit.
http://www.hringbraut.is/frettir/bodar-einn-rikistonlistarskola
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 09:06
Haukur,
Hvað eru margir staðir í þínu hverfi sem selja nýbakað brauð? Hvað getur þú komist í margar fatahreinsanir á 10 km radíus frá þínu heimili? Hvað eru margar klippistofur í nágrenni þínu? Eða bifreiðaverkstæði í hæfilegri fjarlægð? Eða matsölustaðir?
Eftir því sem ríkisvaldið setur færri aðgangshindranir að tilteknum rekstri, því meiri samkeppni er til staðar (þótt hún sé e.t.v. ekki fólgin í öðru en að um leið og fyrirtæki í tilteknum rekstri slaka á aðhaldinu og þjónustunni þá hætta þau á að fjöldi samkeppnisaðila spretti upp úr jörðinni til að hirða viðskiptin).
Elín,
Ouch! En hvað er hið opinbera yfirleitt að brasa í fjármögnun tónlistarkennslu (ríki eða sveitarfélög)? Mætti ekki skilja þetta fé eftir í vösum skattgreiðenda og leyfa þeim sjálfum að fjármagna áhugamál sín?
Geir Ágústsson, 11.6.2015 kl. 09:25
Ein króna í vasa þrælsins er greinilega einni krónu of mikið. Þetta eru óhemju leiðinlegir menn en sem betur fer er til öflugt móteitur.
https://www.youtube.com/watch?v=VtfTLZi6ZU0
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 09:42
Hvernig viljið þið meta verðmætasköpun í heilbrigðiskerfinu?
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 12:55
Launamaðurinn ákveður hvað á að vera metið til launa. Launamenn eiga að ákveða á hvað verði þeir vilja selja sinn tíma. Verðmætasköpun er ekki hlutverk launamanna, þar liggur ábyrgðin alfarið á vinnuveitendum. Vinnuveitandi ákveður hvort launþegi búi til strigaskó eða ausi úr baðkari með botnlausri fötu. Vilji vinnuveitandi fá háskólamenntaðan mann til að ausa úr baðkarinu þá borgar hann fyrir háskólamenntaðan mann. Launamaðurinn verðleggur sinn tíma og væntanlegur kaupandi ræður svo hvort hann kaupir eða ekki. Í lok samningstímans á launamaður að birta nýja verðskrá og ekki mæta til vinnu fyrr en ákveðið hefur verið að kaupa tíma launamannsins á uppsettu verði. Seljandi ákveður verð.
Hannes (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 15:28
Sammála Hannesi, ef að launamaður vill selja sína tíma á minna en sá sem er fyrir þá á það að vera sjálfsagður hlutur.
Ef enginn vill selja sina tíma fyrir það verð sem vinnuveitandi vill borga, þá annað hvort verður vinnuveitandi að hækka verð á tíman eða hreinlega að fara á hausinn með sinn rekstur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.6.2015 kl. 02:04
Tek undir með Hannes og Jóhann. Þetta er samkvæmisdans þessi launaleikur. Launþegi vill fá sem mest, og sá sem ræður vill borga eins lítið og hann getur fyrir rétta tegund starfsmanns (ómenntaður en reyndur, óreyndur en sprenglærður, snillingur í höndunum, stærðfræðigáfur, people skills, hvaðeina).
Geir Ágústsson, 12.6.2015 kl. 07:36
Ég er búin að fá leið á því að hugsa um velferð opinberra starfsmanna Guðrún. Þeim er alveg örugglega skítsama um mína.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.