Þjóðernissósialismi

Íslandshreyfingin vill að auðlindir Íslands séu í eigu ríkisins (það er jú klárt mál enda hafa talsmenn hreyfingarinnar aldrei talað fyrir sölu ríkislands). Það er sósíalismi.

Íslandshreyfingin vill ekki að hin bölvuðu "erlendu" öfl eigi auðlindir og land á Íslandi. Þetta er þjóðernishyggja.

Þjóðernissósíalismi hlýtur þá að vera ágætt nafn á stefnu Íslandshreyfingarinnar, þótt það hafi auðvitað ekki sömu merkingu og sá gamli góði frá tímum Þriðja ríkisins.

Ef Íslandshreyfingin heldur að Ísland muni fá undanþágu frá auðlindarákvæðum Evrópusambandsins þá ætti hún að endurskoða afstöðu sína hið snarasta, því enga slíka undanþágu er að fá, nema e.t.v. tímabundið.


mbl.is Íslandshreyfingin: Auðlindir Íslands verði aldrei í umsjá erlendra afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Ég var að lesa yfirlýsingu Íslandshreyfingarinnar vegna nýútgefinnar stefnu flokksins um að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu.

Verð að viðurkenna að mér brá í brún þegar ég heyrði þetta fyrst frá talsmanni Í-listans á fundi á Selfossi í síðustu viku. En nú hefur Ómar Ragnarsson undirstrikað þetta í sunnudagsviðtalinu í Morgunblaðinu í gær með orðunum: "Við verðum að vera með í ákvarðanatökuferlinu og teljum að við þurfum strax að undirbúa aðild."

Það var ekki annað hægt en vorkenna Margrétu Sverrisdóttur í Silfri Egils í gær að sitja uppi með þessa yfirlýsingu formannsins og finna sig þar knúða til að lýsa andstöðu sinni við hana.

Síðan kemur þessi furðulega yfirlýsing á netsíðu Morgunblaðsins í dag þar sem segir að Íslandshreyfingin leggi á það höfuðáherslu að auðlindir Íslands verði aldrei í eigu eða umsjá erlendra afla. Fólk hlýtur að spyrja hvort Í-framboðið þekki ekki stafrófið í Rómarsamningum ESB. Jafnvel þótt menn teldu sig ná einhverju fram í aðildarsamningi er Evrópusdómstóllinn það vald sem hefur síðasta orðið og hann dæmir ekki eftir einhverjum samningum við þriðja aðila heldur út frá grunnsáttmálum og markmiðum Evrópusambandsins um samruna í átt að ríkisheild.

Ég held að Íslandshreyfingin sé að glata öllum trúverðugleika með þessum yfirlýsingum, að ekki sé talað um augljósan grundvallarágreining milli þeirra sem ætla sér að skipa fyrstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum.

                                                     Hjörleifur Guttormsson

Hjörleifur Guttormsson, 16.4.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslandshreyfingin er að lenda í dæmigerðum vandræðum eins-málefnis-framboðs sem þarf að flýta sér að mynda stefnu í öllum öðrum málum "on the fly" (VG og Samfylking gátu þó a.m.k. tappað af A-flokkamálunum í sinni fæðingu). Frjálslyndi flokkurinn á að sumu leyti við sömu vandræði að etja - þegar þeirra eina upphaflega málefni datt úr tísku varð nauðsynlegt að merkja sig með nýjum áherslum, og á Íslandi vantaði framboð sem tappaði atkvæði af þeim sem finnst ógn stafa af fjölgun innflytjenda á Íslandi, og þar með var ný áhersla fædd.

Geir Ágústsson, 16.4.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband