Miðvikudagur, 10. júní 2015
Góðar fréttir
Skattalækkanir eru alltaf góð hugmynd. Skattalækkun er að mörgu leyti misskilin í umræðunni. Oft er talað um skattalækkanir eins og þær séu fé sem leiki lausum hala, valdi verðbólgu og sóun og nýtist illa. Það er rangur skilningur. Peningunum verður alltaf eytt, hvort sem þeir verða eftir í vasa þeirra sem öfluðu þeirra eða skríði yfir í fjárhirslur hins opinbera og þaðan út. Spurningin er bara hvor eigi að eyða verðmætunum: Þeir sem öfluðu þeirra, eða þeir sem hirtu þau í gegnum skattkerfið?
Bjarni Benediktsson er að koma sterkur til leiks þessar vikurnar. Hann svarar fyrir sig og boðar mikilvæg grundvallarmál og talar jafnvel tæpitungulaust. Haldi hann þessu áfram má búast við að fylgið við flokkinn hans byrji að skríða upp á við. Einhverjir gætu fagnað því.
Boðar skattalækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skv einföldustu hagfræðilögmálum á að hækka skatta þegar vel gengur en lækka þá þegar illa árar. Þetta var ekki gert á árunum fyrir hrun og er það talin ein af þeim alvarlegu mistökum sem þá áttu sér stað.
Nú mærir Bjarni Ben ástandið en boðar samt skattalækkanir. Er þetta hrein græðgi eða veit hann ekki að þetta er vanræksla á undirstöðuatriðum hagfræðinnar sem varð okkur að falli fyrir fáeinum árum?
Eða er þetta bara trúarbrögð þar sem skynsemi, rökhyggja og reynslu mega sín einskis? Hefur teboðshreyfingin hertekið Sjálfstæðisflokkinn?
Hvernig gengur það upp að lýsa því yfir að engir peningar séu til í hækkun launa opinberra starfsmanna næstu árin og á sama tíma að skerða tekjur ríkissjóðs með skattalækkunum?
Stendur kannski til að skerða enn frekar heilbrigðisþjónustu og auka kostnaðarhlutdeild almennings í henni? Á kannski að grafa enn frekar undan stórlöskuðu menntakerfi?
Skattalækkanir Bjarna Ben hafa allar gagnast fyrst og fremst hátekjufólki og auðmönnum, að litlu leyti millitekjufólki og alls ekki þeim tekjulægstu. Á að auka enn frekar ójöfnuðinn með sama vinnulagi?
Svo hrósar Bjarni Ben sér af auknum jöfnuði með tölum fyrir 2013 þegar áhrifa þessarar ríkisstjórnar gætti mjög lítið ef nokkuð. Tölur fyrir 2015 munu örugglega sýna stóraukinn ójöfnuð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 20:44
Þú ert að vísa á ákveðna hagfræðikenningu sem er hvorki lögmál né nothæf. Hvað heldur þú að verði um fé sem ríkisvaldið sýgur í hirslur sínar? Fer það í stóran og digran sjóð, einhvern tímann?
Ég vildi óska þess að það væru ekki bara sjóndaprir eins og ég sem geta látið keppa um mig sem sjúkling á frjálsum markaði heilbrigðisþjónustu.
Geir Ágústsson, 10.6.2015 kl. 20:55
Þetta er almennt viðurkennd hagfræðikenning sem engin hefur fært rök fyrir að standist ekki.
Auknar skatttekjur ríkissjóðs munu að sjálfsögðu koma sér vel til að bæta bágborna opinbera þjónustu sem býr við fjársvelti og til að greiða niður skuldir ríkisins og spara milljarða í vaxtagjöld.
Rannsóknir hafa sýnt að einkavædd heilbrigðisþjónusta er bæði dýrari og verri en ef hið opinbera annast hana.
Það kemur ekki á óvart því að nýr kostnaðarliður bætist við sem er hagnaður til eigendanna auk þess sem oft er farið út á ystu nöf í sparnaði til að hámarka hagnaðinn. Þannig verður þjónustan verri.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 08:31
Á einum stað segir, í bók sem margir vinstrimenn hafa lofað, í endursögn minni (Þjóðmál, sumarhefti 2013):
„Við þurfum bara að læra réttar tegundir hagfræði“ (bls. 291) segir höfundur á einum stað, og á öðrum að „enginn“ hafi séð fyrir hrunið 2008 (bls. 285-288), og hefur hann þó kynnt sér verk Þorvaldar Gíslasonar, prófessors við Háskóla Íslands (bls. 137)! Höfundur ætti e.t.v. að hugleiða að kynna sér aðra hagfræði en þá sem ekkert sér fyrir.
Bókin sem hér er rædd:
http://www.amazon.co.uk/Things-They-Dont-About-Capitalism/dp/0141047976
Mér sýnist þetta vera ábending sem þú megir alveg taka til þín.
Geir Ágústsson, 11.6.2015 kl. 11:25
Ertu að setja þín eigin orð innan gæsalappa eins og um orðrétta tilvitnun í aðra sé að ræða?
Í frjálshyggjuhagfræðinni er allt leyfilegt. Alvöruhagfræði er bara sérstök tegund af hagfræði í augum áhangenda frjálshyggjunnar.
Það er viðurkennt hagfræðilögmál meðal færustu hagfræðinga að það eigi að lækka vexti í samdrætti en hækka þá þegar betur árar.
Það er auðvelt að sjá hvers vegna ef menn eru ekki ákveðnir að loka augunum fyrir því. Almenn skynsemi nægir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 16:28
Tók nú fram ad eg væri ad vitns i sjalfan mig.
Ertu ad meina Paul Krugman?
Geir Ágústsson, 11.6.2015 kl. 21:00
Þetta var kannski svolítið óskýrt hjá mér.
Eftirfarandi er lítið brot úr grein eftir mig í sumarhefti Þjóðmála 2013 þar sem ég vitna með beinum tilvitnunum í höfund bókar sem vinstrimenn hafa margir lofað:
„Við þurfum bara að læra réttar tegundir hagfræði“ (bls. 291) segir höfundur á einum stað, og á öðrum að „enginn“ hafi séð fyrir hrunið 2008 (bls. 285-288), og hefur hann þó kynnt sér verk Þorvaldar Gíslasonar, prófessors við Háskóla Íslands (bls. 137)! Höfundur ætti e.t.v. að hugleiða að kynna sér aðra hagfræði en þá sem ekkert sér fyrir.
Bókin sem hér er rædd:
http://www.amazon.co.uk/Things-They-Dont-About-Capitalism/dp/0141047976
Höfundur boðar margt af því sem heyrist oft: Seðlabankar eiga að fá að prenta peninga til að bjarga hinu og þessu, skatta á yfirleitt allt á að hækka á allt og alla nema í einstaka undantekningartilvikum (t.d. bóluuppsveiflum), ríkisvaldið getur stillt af hagkerfi með góðu móti, og enginn sem hann þekkir til gat spáð fyrir um hrunið, en engu að síður er hagfræði höfundar góð og gild. Öll hin meintu "viðurkenndu" lögmál urðu því gagnslaus þegar á hólminn á komið, og eftir stendur að "Peter Schiff was right":
https://www.youtube.com/watch?v=tZaHNeNgrcI
(Ef menn vilja vita hvernig stendur á því þá ættu menn e.t.v. að skoða leslistann hans í stað þess að éta upp þvæluna eftir þá sem játa að þeirra hagfræði dugi ekki til að sjá neitt fyrir).
Geir Ágústsson, 12.6.2015 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.