Mánudagur, 1. júní 2015
Frábær hugmynd!
"Lögleg opnun á uppskiptingu sveitarfélaga, og afnám á lagaboðum á rekstur slíkra eininga, er hugmynd sem hefur marga kosti. Hún stuðlar að samkeppni milli sveitarfélaga: Hámarksþjónusta fyrir lágmarksverð. Hámark af eftirsóttri þjónustu og lágmark af allri hinni. Þeir sem vilja borga fúlgu í útsvar og fá niðurgreidda leikskólavist geta sameinast í eitthvert sveitarfélagið sem bíður slíka snákaolíu. Þeir sem vilja niðurgreiða áfengisdrykkju atvinnulausra geta sameinast innan sveitarfélags og borgað slíkan lúxus án þess að þvinga aðra í veisluna."
Úr greininni "Í átt að smærri stjórnunareiningum", sumarhefti Þjóðmála 2014, bls. 39 (viðhengd þessari færslu).
Úr greininni "Í átt að smærri stjórnunareiningum", sumarhefti Þjóðmála 2014, bls. 39 (viðhengd þessari færslu).
Viltu að Reykjavík verði borgríki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta gæti verið sniðugt.
Svo væri líka gaman að sjá hvaða kerfi gæfist best - þó líklegast væri að jafnvel algerlega gjaldþrota einingar, þar sem allt logaði í glæpum og fátækt héldu því fram án þess að blikna að þeirra kerfi væri best.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2015 kl. 20:50
"The problem with socialisim is that you eventually run out of other people's money." Margret Thatcher
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.6.2015 kl. 21:08
Kópavogur höfuðborgin!!
Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2015 kl. 02:56
Ásmundur,
Athyglisverður punktur. Sjálfur bý ég á frekar "lélegu" svæði (á danskan mælikvarða) en það er til að geta búið stórt og haft nóg pláss fyrir gesti, og upp á heimilistekjurnar er það líka heppilegt á meðan konan er í námi. "Glæpir og fátækt" eru því tækifæri líka - tækifæri til að búa stærra en maður gæti ef allt væri í blússandi velmegun og bólustemmingu.
Geir Ágústsson, 2.6.2015 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.