Frábær hugmynd!

"Lögleg opnun á uppskiptingu sveitarfélaga, og afnám á lagaboðum á rekstur slíkra eininga, er hugmynd sem hefur marga kosti. Hún stuðlar að samkeppni milli sveitarfélaga: Hámarksþjónusta fyrir lágmarksverð. Hámark af eftirsóttri þjónustu og lágmark af allri hinni. Þeir sem vilja borga fúlgu í útsvar og fá niðurgreidda leikskólavist geta sameinast í eitthvert sveitarfélagið sem bíður slíka snákaolíu. Þeir sem vilja niðurgreiða áfengisdrykkju atvinnulausra geta sameinast innan sveitarfélags og borgað slíkan lúxus án þess að þvinga aðra í veisluna."

Úr greininni "Í átt að smærri stjórnunareiningum", sumarhefti Þjóðmála 2014, bls. 39 (viðhengd þessari færslu).

 


mbl.is Viltu að Reykjavík verði borgríki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta gæti verið sniðugt.

Svo væri líka gaman að sjá hvaða kerfi gæfist best - þó líklegast væri að jafnvel algerlega gjaldþrota einingar, þar sem allt logaði í glæpum og fátækt héldu því fram án þess að blikna að þeirra kerfi væri best.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2015 kl. 20:50

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"The problem with socialisim is that you eventually run out of other people's money." Margret Thatcher

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.6.2015 kl. 21:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kópavogur höfuðborgin!!

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2015 kl. 02:56

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Athyglisverður punktur. Sjálfur bý ég á frekar "lélegu" svæði (á danskan mælikvarða) en það er til að geta búið stórt og haft nóg pláss fyrir gesti, og upp á heimilistekjurnar er það líka heppilegt á meðan konan er í námi. "Glæpir og fátækt" eru því tækifæri líka - tækifæri til að búa stærra en maður gæti ef allt væri í blússandi velmegun og bólustemmingu. 

Geir Ágústsson, 2.6.2015 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband