Sunnudagur, 17. maí 2015
Lausn á verkfallsdeilu BHM: Einkavæða störf BHM-meðlima
BHM er í kjaradeilu við ríkið. Lítið þokast. Verkföll BHM bitna á fjöldamörgum fyrirtækjum. Ríkissjóður er tómur. Málið er erfitt.
Lausnin blasir samt við. Ríkisstjórnin ætti að setja sér það markmið að koma öllum rekstri sem meðlimir BHM sjá um út á hinn frjálsa markað (eða leggja hann niður ef hann reynist óþarfur).
Ég tek hér af handahófi eitt dæmi af lista yfir aðildarfélög BHM:
Dýralæknafélag Íslands inniheldur dýralækna sem sjá m.a. um að taka út aðbúnað dýra og votta slátrun dýra eða svo skilst mér. Þetta er rekstur sem líkist um margt skoðun bifreiða, sem er nokkuð sem var einkavætt á Íslandi fyrir mörgum árum. Þessa starfsemi mætti hæglega einkavæða í snatri. Við tækju einkarekin vottunarfyrirtæki eins og tíðkast á ótalmörgum sviðum.
Kjaradeilur dýralækna yrðu þar með úr sögunni sem hápólitískt mál, og afkoma heilu fyrirtækjanna yrði ekki lengur háð einhverri sátt um hina einu réttu launaskrá.
Verið að ræða efnisatriði málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það ríkir sannkallaður einhugur um stöðuna. Þjóðin stendur vörð um útþenslu og tap ÁTVR í nafni lýðheilsu á meðan sjúklingar fá ónýt lyf. Staðan getur ómögulega orðið betri.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 13:42
Geir, hvað vannst með því að einkavæða skoðun bifreiða, annað en að setja seðla í vasa Finns Ingólfssonar og hækka kostnað fyrir þá sem höfðu ekkert val. Skoða eða leggja skrjóðnum. Hinsvegar er ég þér sammála, ríkisbáknið eins lítið og hægt er.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 13:47
Um að gera að minnka ríkisbáknið en ekki á þann hátt að færa opinbera þjónustu yfir á einkaaðila. Þannig verður hún bæði dýrari og verri.
Dettur einhverjum í alvöru i hug að það felist sparnaður í því að færa áfengissölu til einkaaðila? Nei það er gott dæmi um þjónustu sem augljóslega verður bæði dýrari og verri með einkarekstri.
Og þá er ekki tekinn með í reikninginn aukinn kostnaðar ríkisins vegna þess heilsubrests sem aukinni áfengissölu fylgir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.5.2015 kl. 15:02
Tröllatrú á þá sem fara með annarra manna fé og starfa í skjóli ríkiseinokunar er eitthvað minni hjá mér en öðrum, sýnist mér.
Geir Ágústsson, 20.5.2015 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.