Viðbrögð við fylgishruni

Ríkisstjórnin mælist með alveg svakalega lítinn stuðning í skoðanakönnunum. Gott og vel - það gerði fráfarandi ríkisstjórn líka, meira og minna allt kjörtímabil hennar.

Það er samt athyglisvert að bera saman viðbrögð þessara tveggja ríkisstjórna við fylgishruni sínu.

Sú sem yfirleitt er kennd við vinstri keyrði harðar á stefnumál sín og það sem mætti kalla hugsjónir ríkisstjórnarflokkana. Skattar voru hækkaðir. Sköttum var fjölgað. Icesave-málum var rúllað í gegnum Alþingi til að liðka fyrir ESB-umsókn. Seðlabankastjóri var skipaður úr hópi vinstrimanna. Þrotabú banka voru seld á spottprís til sérvalinna kröfuhafa til að friðþægja ESB. Flokksmenn voru skipaðir hingað og þangað, í embætti og nefndir og hvaðeina. Ríkisvaldið var þanið út með skattahækkunum, boðum, bönnum og nýjum stofnunum, auk skuldsetningar.

Ríkisstjórnin herti í stuttu máli róðurinn að markmiðum sínum.

Hvað gerir núverandi ríkisstjórn? 

Hún hendir stefnumálum sínum með auknum hraða út. Engir skattar eru lækkaðir svo neinu nemur. Ekkert er dregið til baka af skemmdarverkum fráfarandi ríkisstjórnar. Ráðherrar hlaupa í felur þegar hljóðnemar blaðamanna nálgast. Ekkert sem er umdeilt er gert. Engan má styggja, og engan skal styggja. Meira að segja RÚV heldur sínu, og verkalýðsfélög og önnur handbendi vinstriflokkanna fá að leika lausum hala. 

Þetta eru gjörólík viðbrögð við svipaðri aðstöðu.

Eitt eiga þessar ríkisstjórnir samt sameiginlegt, og það er að þær fengu og fá bara eitt kjörtímabil.

Arfleið hvorrar ætli endist lengur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur skrifað góða pistla Geir, en þetta er algjört rugl, bullshit!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 19:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jæja þá. En finnst þér ekki vera neinn munur á þessum ríkisstjórnum þegar kemur að viðbrögðum við fylgishruni? Að vinstriflokkarnir hafi hreinlega stefnt að því að nýta tímann sem mest til að koma sem mestu af stefnu sinni í gegn, á meðan sú sem nú situr virðist ætla að ganga meðfram veggjum í von um að hún geti a.m.k. haldið sínu?

Geir Ágústsson, 12.5.2015 kl. 19:27

3 identicon

Þessi pistill er ótrúleg öfugmæli.

Alveg frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur einkum tvennt einkennt störf hennar. Annars vegar að ógilda framfaraskref fyrri ríkisstjórnar, sem voru i samræmi víð þróun í lýðræðisríkjum heims, og hins vegar að lækka skatta og gjöld hinna betur settu á kostnað almennings en þó einkum á kostnað hinna verst settu..

Dæmi um hið fyrrnefnda eru pólitísk skipun í stað faglegrar skipunar í stjórn RÚV, pólitísk ráðning dómara, pólitísk skipum seðlabankastjóra og fjölgun þeirra í þrjá og lagabreytingar sem miða að því að gera ráðherra einráða um að flytja ríkisstofnanir milli landshluta og selja vildarvinum hlut ríkisins í bönkum á spottprís.

Dæmi um hið síðarnefnda eru lækkun veiðigjalda, afnám auðlegðarskatts og hátekjuskatts og hækkun matarskatts. Jafnvel önnur lækkun tekjuskatts og hækkum liteyrisgreiðslna TR voru því marki brenndar að aðeins hinir betur stöddu fengu hækkun. Ekki hafa öll þessi mál enn náð fram að ganga en ekki skortir viljann til þess.

Ríkisstjórnin var ekki kosin til að auka ójöfnuðinn í landinu heldur til að lækka skuldir og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-aðildarviðræðna. Skuldalækkunin tókst hörmulega og loforðið um þjóðaratkvæði var beinlínis svikið á svívirðilegan hátt.

Slík svik, þar sem loforð voru gefin til að veiða atvæði en aldrei stóð til að efna þau, eiga sér engin fordæmi í lýðræðisríkjum. Það er því ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnarflokkarnir eru gjarnan kallaðir bófaflokkar.

Þjóðin er búin að fá upp í kok af þessum vinnubrögðum. Þess vegna er fylgið hrunið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 10:37

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Þú vilt sem sagt meina að hægri/miðjumenn sem kusu ríkisstjórnarflokkana á sínum tíma (auk þeirra sem vildu að skattgreiðendur greiddu skuldir þeirra) séu núna að stökkva frá borði af því hún er ekki nógu langt til vinstri?

Það væri spennandi túlkun. 

Geir Ágústsson, 13.5.2015 kl. 11:59

5 identicon

Geir, lágtekju- og millitekjufólkinu, sem er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, líkar að sjálfsögðu illa að það sé stöðugt verið að færa fé frá þeim til hina tekjuhæstu.

Það var ekki í kosningaloforðum ríkisstjórnarflokkanna.

Kosningasigurinn vannst á loforðum um skuldalækkun og loforðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-viðræður. Þeir sem létu þessi atriði ráða atkvæði sinu styðja eðlilega ekki þessa flokka lengur.

Jafnvel skuldalækkunin reyndist vera flutningur á fé frá hinum verr settu til hinna betur settu.

Það er liðin tíð að fólk geri upp við sig hvort það er til hægri eða vinstri í stjórnmálum og kjósi svo í blindni eftir því. Nú láta flestir málefnin ráða og frammistöðu stjórnmálamanna.

Menn vilja meiri jöfnuð enda ljóst að ójöfnuður hefur tilhneigingu til að aukast sífellt með skelfilegum afleiðingum ef ekki er gripið í taumana.

Ríkisstjórn sem hugsar fyrst og fremst um að gæta hagsmuna hinna auðugri á kostnað almennings hlýtur að tapa fylgi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 14:04

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Ríkisstjórn sem hugsar fyrst og fremst um að gæta hagsmuna hinna auðugri á kostnað almennings hlýtur að tapa fylgi"

Var það ekki einmitt þannig sem stjórn VG & Samfó tapaði miklu af sínu fylgi?

Þeir herjuðu nefnilega grimmt á alla sem ekki voru með risafyrirtæki í einokunaraðstöðu.  Gerðu þá alla fátækari.

Það var illa séð.

Merkilegt er að þeir skuli ekki hafa misst meira fylgi fyrir þann óskunda.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.5.2015 kl. 16:14

7 identicon

Síðasta ríkistjórn fækkaði ráðherrum með því að sameina ráðuneyti en þessi ríkistjórn fjölgar þeim. Þessi ríkistjórn er með fleyri aðstoðarmenn á hvern ráðherra en sú fyrri. Þessi ríkistjórn lofaði ,,Verðtrygginginn burt - strax " en þá varð strax teygjanlegt hugtak og þar með byrjuðu kosningaloforðinn að falla eitt af öðru. Ótrúverðugir trúðar sem enginn tekur mark á.

Margrét (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 16:37

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að þeir hafi verið að nota Hollenzka orðið straks sem auðvitað þýðir einhvern tíman seinna.

Þið megið ekki misskilja þessa menn, strax á Íslensku og straks á Hollensku er borið fram eins.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.5.2015 kl. 17:13

9 identicon

Ásgrímur Hartmannsson, í tíð vinstri stjórnarinnar minnkaði ójöfnuðurinn á Íslandi öfugt við það sem gerðist í öðrum löndum.

Nú hefur þetta snúist við. Í öðrum löndum er lögð mikil áhersla á nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði en hér er reynt að auka hann sem mest.

Vinstri stjórnin hækkaði skatta á þá hæst launuðu og eignamestu í áttina að því sem tíðkast í nágrannalöndum, og bætur voru hækkaðar. Nú er verið að snúa þessari þróun við.

Fylgistap vinstri flokkanna í síðustu kosningum var einkum vegna þess að það voru fleiri valkostir en áður í boði á vinstri vængnum og vegna loforða núverandi ríkisstjórnarflokka sem ýmist voru galin eða aldrei stóð til að efna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 19:41

10 identicon

Eigum við að minnast "Skjaldborgarinnar" fyrir þá efna minni..??

Eigum við að minnast "Gegnsæi og allt uppá borðum"...??

Eigum við að minnast "Sölu á ríkisbönkum til erlendra vogunarsjóða

á spott prís"...???

Eigum við að minnast "Icesave klafann, sem almenningur átti að

borga fyrir inngöngu í ESB."...???

Eigum við að minnast "SPKEF klúðursins"..????

Eigum við að minnast "Sjává almennra klúðursins"...???

Skjaldborgin varð að "Tjaldborg", gegnsæið var falið

til "100 ára".

Icesave var fellt af þjóðinni, ekki einu sinni, heldur

tvisvar.

SPKEF og Sjóvá almennar, lenntu á kostnað skattgreiðanda,

(ca. 30 milljarðir) og allt vegna algjörrar vanhæfni þeirra sem stóðu í

ríkisstjórn þá.

Þannig að hvers villtu minnast Ásmundur af síðustu ríkisstjórn..???

Stjórn sem var kosin af loforðum og lýgi um að bæta hag almennings

en sveik svo allt þegar upp var staðið.

Þessa vegna var hrun þeirra svo mikið.

Tek það fram, að þessir flokkar við stjórn nú, eru ekkert

skárri. Þetta er allt sami flokkurinn, bara með

mismunandi nöfn.

Sést best á því hverjir sitja á þingi og búnir að gera

það í allt of mörg ár, vegna galla á prófkjörum.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 23:22

11 identicon

Það hefur komið fram í erlendum skýrslum að ójöfnuður minnkaði á Íslandi í tíð Jóhönnu á meðan hann jókst í öðrum löndum. Þetta sýnir að vel tókst til með að byggja skjaldborg um heimili hinna verr settu.

Skjaldborgin fólst í skuldalækkun, mikilli hækkun vaxtabóta, hækkun á bótum lágmarksbóta Tryggingarstofnunar svo að dæmi séu nefnd.

Í lok kjörtímabilsins var tilbúið frumvarp sem hefði stórbætt hag leigjenda ekki síður en íbúðareigenda. Einnig stóð til að leysa vanda lánsveðhafa. Hvorutveggja var stungið undir stól þegar ný ríkisstjórn tók við.

Svona gæti ég haldið áfram og sýnt fram á að ekki stendur steinn yfir steini i málflutningi Sigurðar Hjaltested. Það yrði hins vegar of langt mál.

Vil þó benda á að meðal erlendra sérfræðinga var árangur stjórnar Jóhönnu talinn frábær og Íslendingar voru taldir ótrúlega heimskir að hafa kosið aftur yfir sig hrunflokkana.

Fyrir utan loforðin er skýringin á þessari heimsku væntanlega einkum sú sem Hannes Hólmsteinn benti okkur á hér um árið en það var efnislega á þessa leið: Sjálfstæðismenn hugsa ekkert um pólitík. Þeir vilja að aðrir geri það fyrir sig. Þeir vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin.

Margir virðast hafa misskilið Jóhönnu á þann hátt að hún ætlaði að eyða áhrifum hrunsins og koma á 2007 ástandi sem var auðvitað algjörlega óraunhæft markmið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 07:58

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Ég held að það sé óhætt að taka undir að margir hafi misskilið Jóhönnu. 

Geir Ágústsson, 17.5.2015 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband