Höft eru völd

Hið opinbera þrífst á allskyns boðum og bönnum og auðvitað höftum líka. Höftum fylgja oft mikil umsýsla. Undanþágur þarf að meðhöndla. Vinna þarf úr umsóknum vegna þeirra. Úrskurði þarf að gefa út. Reglum þarf að framfylgja. Refsingum fyrir brot þarf að deila út. Allt þetta krefst starfsmanna sem eru með yfirmenn. Þetta þýðir þörf fyrir fjármagn úr ríkissjóði. Þess þarf að afla með sköttum og lántökum. Ofan á öllu þessu kerfi sitja þing- og embættismenn og baða sig í sviðsljósinu. Þeir eru mjög uppteknir við að halda öllu þessu kerfi í gangi. Það finnst þeim gott.

Af þessu leiðir að höft sem sett eru á er mjög erfitt að afnema aftur. Höftin búa til lífæðar fyrir stórar hjarðir opinberra starfsmanna og það er erfitt að skera á þær án þess að uppskera hávær mótmæli frá þeim sem missa spena á ríkisgyltunni úr munni sínum. Skattgreiðendur borga hver og einn e.t.v. ekki mikið fyrir uppihaldið á þessum opinberu starfsmönnum, og finna lítið fyrir hinum auknu útgjöldum, en hver og einn gríslingur finnur mjög áþreifanlega fyrir því ef straumur verðmæta í munn hans er stöðvaður. 

Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilja koma ríkisvaldinu úr iðnaði hafta, eftirlits og afskiptasemi ættu þeir að hugleiða að leggja niður Seðlabanka Íslands og koma ríkisvaldinu alveg út úr framleiðslu peninga. En það vilja þeir að vísu ekki. 


mbl.is Gjaldeyrishöftum aflétt innan tveggja ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkisvaldið kemur ekki nálægt framleiðslu peninga.

Afleiðing þess er sú að einkaaðilar gera það í staðinn.

Það hefur leitt yfir okkur hvert hrunið á fætur öðru.

Kannski einkaaðilar ættu ekki heldur að framleiða peninga?

Kannski það ætti bara að banna peningaprentun alfarið???

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2015 kl. 13:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bankarnir starfa í skjóli Seðlabanka Íslands og án baklands hans væru þeir fyrir löngu komnir lóðbeint á hausinn með verðlausan gjaldmiðil sem er ekki hægt að henda láglaunafólki undir til að bjarga frá algjöru verðleysi. 

Það eru til margar leiðir til að bæta aðgengi Íslendinga að traustum gjaldmiðlum eða gefa þeim kleift að gera tilraunir með nýja gjaldmiðla. Fyrsta skrefið er að ryðja ríkisvaldinu úr veginum. Viðskiptabankarnir þurfa um leið að taka á sig skell því það verður erfiðara fyrir þá að framleiða pappírshagnað án peningaprentunar þeirra.

Sjálfur er ég mjög hrifinn af gjaldmiðlum sem eru án aðkomu hins opinbera, en einnig leiða til að lágmarka skaðann af opinberri aðkomu að framleiðslu peninga, t.d. þessari hér:

https://europacbank.com/products/metals-backed-account/

Geir Ágústsson, 30.3.2015 kl. 16:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eðalmálmar eru ágætir en hafa þó þann stóra galla að verðmyndun þeirra er viðkvæm fyrir markaðasmisnotkun, alveg eins og t.d. hlutabréf og aðrar pappírsfjárfestingar og þar með venjulegir peningar líka.

Hugmynd mín gengur lengra en bara að skipta um fót fyrir peningaprentuninni, heldur gengur hún út á að afnema hana alfarið, þannig að hvorki ríki né einkaaðilar hafi leyfi til að prenta peninga. Þá gæti enginn slíkur aðili haft áhrif á verðgildi þeirra með markaðsmisnotkun.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2015 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband