Ýmis samtök hafa nægan tíma

Hvenær og hvers vegna byrjar einhver að drekka? Það er mjög mismunandi. En að einhver sjái auglýsingar í sjónvarpi eða dagblaði og ákveði í kjölfarið að skella sér á einn landabrúsa eða redda kippu af bjór er e.t.v. langsótt útskýring. Auglýsingar geta beint kaupum frá einni tegund til annar en ég efast um að þær í sjálfu sér hrindi einhverjum fram af hamri ofdrykkju og alkóhólisma. 

Unglingjadrykkjan sem margir virðast óttast er ekki versti óvinur unglinga. Það er hins vegar óábyrg neysla í óhófi. Unglingar þurfa að læra að meðhöndla áfengi og umgangast það með mátulegri virðingu. Í stað þess að loka öllum dyrum og segja "bannað til tvítugs" ættu foreldrar miklu frekar að fræða börn sín um áfengi og hvetja þau til að segja frá því þegar vinahópurinn byrjar að drekka eða þegar fyrsta bekkjarpartýið nálgast og drykkjatilbud er fyrirsjáanleg.

Kannski ættu samtök ýmis konar að beina kröftum sínum í þess konar farvegi. Að veita fræðslu frekar en fyrirstöðu. Að upplýsa frekar en tala í upphrópunum. 

Í öðrum fréttum er það helst að dönsk ungmenni frá 16 ára aldri geta nú keypt, í næstu verslun Eurospar-keðjunnar, á öllum hinum langa opnununartíma þeirra, kassa af Carlsberg eða Tuborg (30 flöskur) á 95 danskar krónur (um 1900 íslenskar krónur) auk skilagjalds. Ekki galið!


mbl.is Auglýsa áfengi án allra afleiðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er innilega sammála. Það verður enginn drykkjusjúklingur af að sjá áfengisauglýsingar og foreldra eiga að leiðbeina með tilhlýðilegum aga í stað þess að mála skrattann á vegginn. Auk þess er enginn tilgangur með að banna áfengisauglýsingar á Íslandi, þær eru aðgengilegar alls staðar á netinu hvort eð er.

Eftir allt, þá er áfengi ekki eiturlyf og ekki hættulegt undir eðlilegum kringumstæðum (þ.e. hófdrykkja, enginn akstur undir áhrifum, osfrv.).

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.3.2015 kl. 18:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er hægt að snúa þessu máli á margar hliðar og það geri ég gjarnan:

- Hvort er hættan á áfengissýki meiri með 40% landa eða 5% bjór?

- Hvort er meira spennandi að prófa og prófa eins oft og hægt er: Það sem er stranglega bannað en um leið framkvæmt af fullorðnu fólki úti um allt, í stofunni, í kvikmyndum, í þáttum - eða það sem er hluti af eðlilegu umhverfi og það sem maður lærir að umgangast og meðhöndla?

- Ef manneskju er bannað að gera tilraunir með líkama sinn undir ströngum járnhnefa aga, sem gildir samt bara innan veggja heimilis þegar eftirlit er í gangi, og hún kemst svo í opnara umhverfi til að prófa sig áfram, er hættan þá ekki sú að það muni leiða til mjög áhættusækinnar hegðunar sem getur ekki dregið af reynslu og þekkingu sinna eldri/heldri?

- Þeir sem eru veikir fyrir og hneigjast til fíknar og þess að taka áhættu - er þeim betur borgið með járnaga heima fyrir sem gufar upp utan veggja heimilisins, eða með því að geta leitað til fólks sem það ætti að geta treyst fyrir að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar?

- Mjög mörg efni geta framkallað vímu og eru raunar miklu aðgengilegri en áfengi - á að gera þau hættulega spennandi, eða umborin með ákveðinni virðingu? Á að gera þau ólögleg og sveiflukennd í gæðum og virkni, eða lögleg og í sama flokki markaðsaðhalds og samkeppni um traust og kröfum um nákvæmar innihaldslýsingar og t.d. framleiðsla á pylsum og gosi?

En allt þetta bítur ekki á þá sem hafa komið sér fyrir í predikunarstólum miðaldarklerka, því miður.

Geir Ágústsson, 2.3.2015 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband