Laugardagur, 28. febrúar 2015
Starfsemi í miðbænum: Happdrætti
Þeir eru vitrir þessir borgarfulltrúar í Reykjavík. Þeir vita hvað er hið eina rétta hlutfall ýmis konar reksturs í miðbænum. Ekki dugar að finna húsnæði, leigja það út, afla fjármagns til að hefja starfsemi og hafa raðir af viðskiptavinum við dyrnar. Nei, að auki þarf sérstakt leyfi yfirvalda, sem eru háð einhverjum kvótum sem eru ákveðnir inni á skrifstofum ráðhússins.
Yfirvöld eru sniðug að þessu leyti. Þau geta gert svokallaðar skipulagsáætlanir sem taka öllu öðru fram, þar á meðal samningum einkaaðila um ráðstöfun eigna þeirra.
Nú efast ég ekki um að margir klappi þegar umsókn um opnum veitingahúss á Bankastræti er synjað, þar á meðan þeir sem í dag reka þar veitingahús. En hversu langt vilja menn leyfa yfirvöldum að hlutast til með eigur sínar og annarra? Geta yfirvöld dag einn ákveðið að allir garðar í Reykjavík þurfi að vera a.m.k. 50% grasflötur, eða hafa a.m.k. 3% blómanna af ákveðinni gerð, svo dæmi séu tekin? Hvað stöðvar yfirvöld sem geta rúllað yfir borgarana mótstöðulaust eins og valtari yfir mótstöðulausa laufblaðahrúgu?
Þeir eru til sem sjá aldrei neitt að því að yfirvöld séu með puttana ofan í hvers manns koki, en þeir eiga þá heldur ekki að kvarta þegar yfirvöld banka upp á hjá þeim einn daginn og segja viðkomandi að í dag eigi allir að klæðast bleikum samfestingi, því skipulagsáætlun borgarinnar geri ráð fyrir mikið af bleikum lit á götunum.
Má ekki fækka búðum í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.