Margar leiðir til að sóa tíma sínum

Um leið og stjórnandi segist vera orðinn mjög upptekinn af kynjahlutföllum og kynjahalla er voðinn vís. Í tilviki Þjóðleikhússins mætti kannski setja upp ímyndaðar samræður til að sjá hvers vegna:

Listamaður: Herra stjóri, eigum við ekki að sýna Ronju ræningjadóttur á næsta leikári? Hún er gríðarlega vinsæl, við fáum fjölda fyrirspurna og ég held að aðsókn verði góð.

Stjóri: Þetta hljómar eins og góð hugmynd, en bíddu nú við - er þá ekki kona í aðalhlutverki?

Listamaður: Jú, en hvers vegna spyrðu?

Stjóri: Nú því konur léku meirihluta aðalhlutaverkanna á seinasta leikári. Núna þurfum við fleiri karlmannshlutverk. Við skulum sýna Hamlet.

Listamaður: Hamlet? En það er svo þungt og langdregið og börnin koma jú ekki í leikhús til að sjá svoleiðis leikrit.

Stjóri: Nei sjáðu til, þú ert allur í þessu með að vilja sýna eitthvað sem einhver vill sjá. 

Listamaður: Já, en ekki hvað?

Stjóri: Sjáðu til, núna hallar á annað kynið. Ef leikarar eru skoðaðir naktir er mun meira af einni tegund kynfæra en annarri. Það gengur ekki. Vertu sæll.

Það er gott að vita að Þjóðleikhúsið ætlar vera eins opinber rekstur og hægt er: Með áherslu á eitthvað allt annað en skiptir máli.


mbl.is Hallar á karla í Þjóðleikhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband