Miðvikudagur, 18. febrúar 2015
Blásið í japanska bólu
Nánast allar fréttir um japanska hagkerfið eru rangar eða misvísandi.
Talað er um að loksins sé hagvöxtur í kortunum í Japan. Hlutabréf eru að hækka. Útflutningsfyrirtæki eiga að sögn að vera græða á veikara jeni.
Allt eru þetta aðrar leiðir til að segja einn hlut: Peningaprentvélarnar keyra á fullum afköstum í Japan.
Sparnaður Japana er að rýrna. Kaupmáttur launþegar er að rýrna. Innflutningur er að hækka í verði. Fé er að leita úr sparnaði og fjárfestingum í spákaupmennsku, t.d. með hlutabréf. Útflutningsfyrirtækin eru að fá niðurgreiddan launakostnað með rýrnandi kaupmætti gjaldmiðilsins. Þau munu verða háð áframhaldandi rýrnun. Þau munu ekki fá aðgang að sparnaði til að fjárfesta fyrir því hann mun smátt og smátt gufa upp, og verða háð enn einni innspýtingu nýprentaðra peninga í hagkerfið.
Japanir eru að apa upp alla vitleysuna frá Evrópu og Bandaríkjunum og keyra fram af sama þverhnípi, með bundið fyrir bæði augun og lokað fyrir eyrun.
Stundum er talað um hinn týnda áratug í Japan. Það er að vissu leyti réttnefni: Á meðan heimurinn keyrði sig á bólakaf í nýprentuðum peningum og skuldum voru Japanir í felum, með sinn sparnað, og með sína verðhjöðnun (eðlilegt ástand i umhverfi aukinnar framleiðslu og stöðugs peningamagns í umferð).
En núna stökkva Japanir fram á sjónarsviðið, verða öllum sýnilegir og sökkva í sama fúla fen og Evrópu- og Bandaríkjamenn.
Því miður.
Enn meira miður er að viðskiptablaðamenn kokgleypa vitleysuna eins og þeim væri borgað fyrir það, enda fá þeir borgað fyrir það.
Allt að gerast í Tókýó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
Athugasemdir
Já, manni lýst ekki á alla þessa peningaprentun. Pólitíkusar eða fjármálafyrirtæki nema hvoru tveggja sé að ræna verðmætum frá eigendum þeirra peninga sem fyrir eru.
Hin hliðin er svo einhverskonar limbó, hveða hagkerfi nær að verðmeta vinnustundina lægst til að tryggja eigin framleiðslu.
Þeir sem gæta sín ekki og spila ekki með geta lent í að gengið blási upp (svona eins og hér fyrir Hrun). Hvað ætli t.d. Norðmenn geri? Það hlýtur að vera farið að hitna illilega undir norsku krónunni!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 12:08
Nú setti Sviss sínar peningaprentvélar í bremsu og sér núna gjaldmiðil sinn fljúga hátt til himins í kaupmætti. Það mun verða þeim til góðs, sérstaklega til lengri tíma.
Allt fikt með peningamagn í umferð leiðir til ójafnvægis frá fyrra ástandi (sama hvað það var) sem krefst leiðréttingar. Menn geta haldið áfram að forðast slæmar afleiðingar með því að keyra fram af þverhnípinu, eða bremsað, leyft leiðréttingu að eiga sér stað í eitt skipti, og búið í haginn fyrir framtíðina.
Geir Ágústsson, 18.2.2015 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.