Ríkið getur gert það sem það vill

Ríkissjóður gæti með skattlagningu herjað á eignamikil þrotabú, líkt og hina föllnu viðskiptabanka, og tæmt þau þannig að aðrir kröfuhafar sætu eftir með sárt ennið. 

Auðvitað getur ríkissjóður það. Ríkisvaldið getur, eðli síns vegna, gert hvað sem það vill við hvern sem er. Það getur slegið eign sinni á allt.

Þeir sem eru óánægðir með núverandi ríkisstjórn en voru ánægðir með fráfarandi ríkisstjórn geta þakkað fráfarandi ríkisstjórn fyrir þau auknu völd sem hún færði ríkisvaldinu og núverandi ríkisstjórn nýtur nú góðs af.

Næstkomandi ríkisstjórn getur svo þakkað núverandi ríkisstjórn fyrir að bæta enn við umráðasvæði ríkisvaldsins.

Þetta er þróun sem hefur átt sér stað flesta undanfarna áratugi. Ríkisvaldið heldur áfram að stækka. Dómstólar þess halda áfram að slaka á kröfum stjórnarskráar til takmörkunar á ríkisvaldinu. Almenningur heldur áfram að dofna í andspyrnu sinni við ágang hins opinbera. 

Ríkisvaldið getur gert það sem það vill. Það getur lýst heilu landflæmin sem þjóðgarð og þar með skert eignarétt landeigenda á því svæði mikið. Það getur friðlýst hús og raun gert þau verðlaus með þeim hætti enda ekki mikið varið í fasteign sem má ekki breyta og bæta svo neinu máli skiptir. Það getur komið á ritskoðun, gert aldraða að öreigum með því að hirða sparnað þeirra í gegnum skattheimtu, gert fullfrískt og vinnandi fólk að þurfalingum sem ná ekki endum saman vegna kostnaðarþunga hins opinbera, og svona má lengi telja.

Fagnið bara, þið sem viljið að ríkisvaldið hirði þrotabú bankanna, en hafið í huga að þið eruð kannski næst!

First they came for the Socialists, and I did not speak out—
Because I was not a Socialist.

Then they came for the Trade Unionists, and I did not speak out—
Because I was not a Trade Unionist.

Then they came for the Jews, and I did not speak out—
Because I was not a Jew.

Then they came for me—and there was no one left to speak for me.

Martin Niemöller (1892–1984)

Orð sem er alltaf hollt að hafa í huga.


mbl.is Ríkið getur tæmt þrotabúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálsögðu á að skattleggja þetta, hvar í veröldinni er þrotabúum leyft að halda í eins mikill völd og á Íslandi, ég hugsa að þrotabúin meigi þakka fyrir að ekki sé hreinlega búið að taka af þeim öll völd, það er verið að leyfa hér gjaldþrota fyrirtækjum að reka banka sem að allir eru að skila hagnaði á óskiljanlegan hátt þar sem nýju bankarnir eru að endurmeta skuldabréf sem að en eru á kennitölu gömlu bankanna, það sér það hver einasti maður að það er eitthvað stórt að í okkar kerfi. FME þetta er ekkert óháður aðilli frekar en ég veit ekki hvað og þetta starfsfólk þar ætti virkilega að hugsa sinn gang líka, til dæmis eru stóru banakrnir að nota allt annað áhættumat en þeir ættu að gera en þeir miða við fjárfestingarbanka en eru að mestu viðskiptabankar. ef ég væri Bóndi og 80 prósent af mínum tekjum kæmi frá belju og nautuafurðum en 20% frá rolluafurðum þá myndi ég ekki segja að áhættan lægi bara í sölu á lambakjöti og myndi horfa framhjá öllu hinu er það nei en bankarnir og FME hika ekki við þetta bara svo nýju bankarnir gangi. Svo afhverju á ekki að skattleggja þessi stóru þrotabú það á fyrir löngu að vera búið að gera þau upp og slitastjórnir geta sjálfum sér um kennt. 

valli (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 07:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll valli og takk fyrir athugasemd þína.

Ég get ekki verið annað en sammála því að það er einkennilegt að þrotabú gjaldþrota banka sé starfandi eins og einskonar fyrirtæki í fyrirtæki, með mikil völd og situr á miklum eignum annarra.

Auðvitað ætti uppgjörum á þessu öllu saman að hafa verið löngu lokið. Þessi höft eru auðvitað að flækjast fyrir líka. 

Ríkið getur auðvitað hirt það sem það vill en því fylgir ákveðin áhætta á að enginn muni nokkurn tímann þora að leggja fé í rekstur á Íslandi frekar en Venesúela, Bólivíu og Kúbu þar sem enginn er óhultur fyrir þjóðnýtingu.

Geir Ágústsson, 21.11.2014 kl. 09:05

3 identicon

já reyndar en það sem ég held að það sé í raun  verið að gera sé að þvínga þrotabúin í nauðasamninga og reyna með öllum brögðum að tryggja það að SÍ eða ríkið fái þessa 800 milljarða króna víkjandi lán sem að SÍ (Seðlabankinn) lánaði stóru bönkunum milli 2003-2008 hvort það sé með skattheimtu eða bein endurgreiðsla 

valli (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 11:00

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Rétt er það hjá Geir að ríki og bæ getur nánast gert það sem það vill. Gert eignir verðlausar. Stjórnarskráinn segir að ekki megi taka eignir af mönnum án endurgjalds. Reykjavíkurborg gerir það samt þegar hún t.d. lætur sérfræðinga á launum hjá ríkinu gera landareignir verðlausar vegna ofanflóða eða skjálftahættu. Lönd í þéttbýli sem borgin vill komast yfir eru gott dæmi. Ofanflóðasjóður er látin greiða ef einhver hefur efni á að leita réttar síns.

Unga kynslóðin fer þá eitthvað annað í skjól. Til Noregs eða Svíþjóðar. Amerísk fyrirtækin ryksuga upp góð sprotafyrirtæki sem ganga vel í Danmörku og Íslandi. Eignarhaldið fer erlendis. Er það lausn á fjármögnun? Hvers vegna skyldi stór hópur ungs fólks ætla að stofna fyrirtæki á Ísland. Selja Könum og leita síðan að atvinnu erlendis. 

Sigurður Antonsson, 24.11.2014 kl. 23:54

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Góðar ábendingar!

Ríki getur friðlýst hús, skilgreint lönd sem griðlönd eða verndarsvæði eða þjóðgarða, skattlagt eitthvað mjög sértækt og hvaðeina í þeim tilgangi að söðla undir sig eignir.

Ríkisvaldið er alveg kæfandi plássfrekt og aðgangshart á Íslandi, og ég er sífellt að heyra um fleiri dæmi af áhrifum þess. Dæmi:

"Fæstir átta sig á að stærsti söluaðili á fatnaði, skóm og fylgihlutum á Íslandi, starfrækir ekki einu sinni verslun á Íslandi. Fjármálaráðgjafafyrirtækið Meniga segir sænska risann H&M eiga þann heiður og það segir meira en margt annað um stöðu mála hér á landi."

http://www.visir.is/einfold-motvaegisadgerd-sem-virkar/article/2014711209977

Geir Ágústsson, 25.11.2014 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband