Þegar lög leiða til lögleysu

Bann við verslun með fílabein er ekki til þess fallið að vernda fíla eða tryggja að fílar munu alltaf reika um náttúruna.

Á sumum svæðum í Afríku er alltof mikið af fílum og þar þarf hreinlega að fella fíla til að minnka ágang frá þeim. Þar safnast fílabein upp í geymslum og er síðan brennt með reglulegu millibili. Ef þessi bein kæmust á markaðinn myndu þau valda verðhruni og minnka alla hvata til að leggja á sig hættulegar og ólöglegar veiðar á fílum.

Á öðrum svæðum eru fáir fílar eftir. Þar eru þeir veiddir af óprúttnum aðilum sem sjá fram á mikinn hagnað ef þeim tekst ætlunarverk sitt.

Enginn hefur sérstakan hag af því að vernda fíla og tryggja vöxt og viðgang fílastofnsins á löglegan hátt. 

Fílastofninn er í mikilli hættu vegna banns við verslun með fílabein.

Meira um sama efni má lesa hér, hér og hér.


mbl.is Taldir hafa selt bröskurum bein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband