Næsta hrun verður verra

Bankahrunið var slæmt. Næsta hrun verður hrun ríkissjóða. Það verður mun verra. Þá duga engir sjóðir til að bjarga neinu. Verðbólga mun æða upp og vegna skuldsetningar verður því sem næst ómögulegt að hækka vexti til að temja hana. Eða eins og segir á einum stað:

Since the central banks are now destined to forever remain behind the inflation curve, it will continue to accelerate until the real threat of hyperinflation looms much larger than did the contrived threat of deflation.

Stjórnmálamenn hugsa ekki lengra en til næstu kosninga og eru þar að auki svo illa að sér í öðru en því sem seðlabankahagfræðingar segja að þeir munu ekkert gera til að forða okkur frá yfirvofandi hruni.

Við hin getum undirbúið okkur. Best er að skulda lítið. Fyrir þá sem skulda er best að stofna ekki til nýrra skulda. Enn betra en að skulda lítið er að eiga mikið og reyna að eiga eitthvað sem heldur kaupmætti sínum betur en ríkispeningar, t.d. góðmálma. Síðan er alltaf góð hugmynd að hugleiða hvaða verðmætaskapandi þjálfun, menntun og getu maður býr yfir og spá í því hvað verður alltaf eftirspurn eftir. Er til dæmis góð hugmynd að kunna ekkert nema franska bókmenntasögu til að geta aflað sér tekna ef ríkisvaldið missir 95% af eyðslugetu sinni? Er kannski góð hugmynd að læra forritunarmál eða einhverja handiðn? 

Næsta hrun verður stórt og sársaukafullt en nauðsynlegt til að sprengja á skuldabólur, verðbólgu og ofþanið ríkisvald flestra ríkja. Því miður. 


mbl.is Óttast að nýtt hrun nálgist óðfluga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áhugavert og ég hef veirð að hugsa um þetta síðustu misserin. Einn stærstu vandinn við að glöggva sig á þessari áhættu er að það er sífellt verið að spá efnahagslegum heimsendi og því nokkuð um ,,hávaða" í umfjöllun um efnið.

Ef þú hefur verið að kynna þér þetta vel, gætir þú mælt með hjálplegu efni til að meta þetta út frá?

Róbert (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 12:28

2 identicon

þetta eru orð að sönnu. því miður. En það má lesa markt fróðlegt á vald.org td. Sá er þeim vef heldur úti, hafði ásamt örfáum öðrum spáð gríðarlegu hruni um heim allan 2005. það skeikaði að vísu nokkrum árum, en hrunið varð eins og allir vita nokkrum árum síðar. En því miður þá lærðu menn ekkert af því og því mun koma að öðru hruni. það er bara lögmál. Sé ekkert lagað í regluverkinu og ekki tekist á við vandan þá eru menn bara að lengja í snöruni. En vald.org. Tékkið vel á Jóhanesi Birni!

ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 19:43

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Róbert,

Ég get mælt með öllu sem kemur frá Peter Schiff:

- Youtube-stöðunni hans: http://www.youtube.com/playlist?list=PL9hNbo_Ztnr-WOVB_Gcttl9pXtOziiJU2

- Pistlunum hans og samstarfsfólki hans hjá Euro-Pacific Capital: http://www.europac.net/research_analysis/commentary_view

- Eflaust eru svo bækur hans fullar af sama boðskap: http://www.europac.net/recommended_reading

Einnig get ég mælt með pistlum Mises.org sem snerta margir hverjir á þessu málefni: http://mises.org/daily/

Svo eru það þessir hefðbundnu "spámenn dauðans" sem hafa hitt ágætlega í mark á undanförnum árum og misserum þótt þeir séu ekki allir með sömu nálgun (getur fundið þá alla á Youtube):

- Marc Faber: http://www.gloomboomdoom.com/

- Jim Rogers: http://www.jimrogers.com/

Svo er líka hægt að beita sig venjulegum hugsunarhætti heimilisbókhaldsins: Að bjarga sér úr skuldakrísu með því að stofna til fleiri skulda er slæm hugmynd með óumflýjanlega endastöð. Ekki satt? 

Geir Ágústsson, 17.11.2014 kl. 19:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála Ólafir - mikið á vald.org er beint í mark og mikil snilld!

Geir Ágústsson, 17.11.2014 kl. 19:57

5 identicon

Ég skal seigja ykkur smá sögu og hún er sönn! Ég var að vinna með manni fyrir mörgum árum sem var komin í svakalega skuld með visakortið sitt. En hann leysti það sko hressilga og borgaði allt upp. Hverja einustu krónu. Hann fór eða öllu heldur kærasta hanns og sambýliskona í annan banka og þar tóku þau lán uppá 450þús. Borguðu 300 sem var visaskuldin og fóru svo til spánar í tvær vikur.. Alveg tær snild, þangað til auðvitað kom að fyrstu afborgun;o)

ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 21:43

6 identicon

Pastor Lindsey Williams has confirmed that there will be be a worldwide economic and financial crash slated for 2015 after the Patient Protection and Affordable Care Act (HR 3590) is fully enacted. The act is not a healthcare bill but works hand in glove with the Uniting and Strengthening America by Providing Appropriate Tools Required to Intercept and Obstruct Terrorism (USA PATRIOT ACT) Act of 2001 (HR 3162) for total control of the USA and ultimately the world in one swift move. The word is control and their ultimate goal is to enslave the entire population of the planet. The plan is so ingenious and simple it’s incredible. This is not a theory, this is the truth and verified by the very highest echelons of the elite. The crash must happen, the economies of the world are already on a knife-edge one piece of bad news and it will come crashing down taking all the banks, investment banks and pension funds with it. Chaos will reign and out of the chaos order will come. It is taking place so the elite can come to the rescue and that will see the initiation of the new world government and the debasement of the US Dollar. The crash that is coming will make 2008 look like a minor financial correction. Imagine all companies, all businesses, all mortgages all owned by the elite. Its a very real threat and you only have a short window in order to protect yourself from it. This is why I have taken Pastor Lindsey Williams steps to avoid the crash as he shared in his new DVD “Elite Emergency Data” and expanded them into an extensive article to hopefully explain what is happening, why and how you can protect your family from it, even prosper from it…

I have outlined the 10 Steps To Avoid The Crash in several sections to make it easier to digest, please read it all and follow the steps as best you can:

    Once you have carried out these 10 steps you will be better able to survive, even thrive through the coming collapse. Of course a lot of people’s situations do not permit them to carry out all the steps, just do as much as you can. Being prepared for the worst is the best protection. Please share the articles with as many people as you can, because everyone needs to know what has been planned for them by the elite.

    Please do not take the article lightly and do not take it at face value. Please do your own research and if you have a differing opinion, please share it.

    I have also created the entire 10 Steps To Avoid The Crash article into a 100 page illustrated PDF E-Book. Please download and share it freely. Download the e-book here.

     

    Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 21:57

    7 identicon

    Takk fyrir þetta Ólafur og Geir.

    Ég var einmitt búinn að lesa bókina hans Jónahnnes Björns, Falið Vald en það er orðið langt síðan. Ég kíki á Vald.org og fylgi þráðunum sem þú póstaðir Geir.

    En svona í framhjáhlaupi Ólafur, ég held að vandinn liggi ekki í regluverkinu (svona í sjálfu sér). Vandinn liggur í eðli okkar. Það er í náttúru okkar að gera eins mikikið, úr eins litlu og hægt er sem mun kosta hrun í einhverju formi svo lengi sem við erum til. Þar með er ég kannski orðinn versti heimsendaspámaðurinn á svæðinu ;)

    Róbert (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 22:00

    8 identicon

    En hvernig búum við okkur undir heimsendi sem er óumflýjanlegur innan fárra ártuga?? Hagvöxtur ríkja heims er að eyða þessari plánetu.

    Sigurður (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 23:16

    9 Smámynd: Geir Ágústsson

    Sigurður,

    Finna trúarbrögð og vona það besta?

    Annars eru tvær leiðir til að nýta plánetuna Jörð til að bæta hag mannkyns:

    - Sú þar sem ekkert er verðlagt rétt eða allt er í sameign: Allt er þá nýtt þar til það er uppurið, sbr. skógarhögg í þróunarlöndum þar sem auðn kemur í stað trjáa. 

    - Sú sem gengur út á skýrt skilgreindan einkaeignarrétt á öllu og ekkert er í svokallaðri sameign: Þá munu menn fjárfesta í að eiga og halda áfram að eiga um ókomna framtíð, sbr. nytjaskóga í vestrænum ríkjum sem eru bæði nýttir og endurnýjaðir.  

    Geir Ágústsson, 18.11.2014 kl. 07:45

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband