Gamalt "trix" ríkisstofnana og sveitarfélaga

Tekjur RÚV dugi ekki fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækinu sé ætlað að bjóða upp á, lögum samkvæmt.

Ekki það nei? Lögin kveða ekkert á um að RÚV þurfi að senda út talsett barnaefni um helgar, svo dæmi sé tekið. Í lögunum segir: 

Fjölmiðlaefnið skal hið minnsta vera fréttir og fréttaskýringar, fræðsluþættir, íþróttaþættir, afþreying af ýmsum toga, lista- og menningarþættir og sérstakt efni fyrir börn og ungmenni.

Einnig:

Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni.

Miklu fleiri eru lagaskyldurnar ekki á innihaldi útsendinga þess.  

Hvað gerir RÚV við þessi fyrirmæli? Jú, túlkar þau sem svo að rándýrir bandarískir sjónvarpsþættir þurfi að vera í boði, og útsendingar frá einhverjum dýrustu deildum heims í fótbolta, svo dæmi séu tekin.

Að afsaka rekstrarkostnað og skuldsetningu RÚV með því að vísa í lagaskyldurnar sem RÚV þarf að uppfylla er áróðursbragð.

 ********************* 

RÚV er samt ekki eitt um að beita þessu bragði á miðstjórnarvaldið á Íslandi. Sveitarfélög gera þetta líka. Þau segja: "Rekstur okkar eru svo dýr og krefst svo hárra skatta vegna lagaboða Alþingis. Við berjumst í bökkum við að uppfylla lagaskyldur okkar! Leyfið okkur að hækka skatta!"

Þegar málið er skoðað kemur svo í ljós að flest sveitarfélög standa í allskyns rekstri og sukki sem er hvergi kveðið á um í lögum. Íþróttarfélög fá stúkur, söfn frá fjárveitingar og glæsihýsi eru byggð yfir menningarelítuna. Yfirleitt fá útsvarsgreiðendur bæði að éta háan stofnkostnað eða byggingarkostnað við eitthvað, og háan rekstrarkostnað í mörg ár. Og allir sem þekkja íslensk stjórnmál vita að það sem einu sinni kemst á spena skattgreiðenda fer aldrei þaðan aftur. Og allir sem þekkja íslensk stjórnmál vita að hver einasta stjórn sem er mynduð í einhverri opinberri einingu á Íslandi þarf að byggja eitthvað nýtt og sjáanlegt og helst stórt og tilkomumikið til að minna á sig. 

Nei, þetta er áróðursbragð hjá RÚV sem RÚV hefur sennilega lært af íslenskum sveitarfélögum. Ef einhver fellur ennþá fyrir því þá er til eitt orð yfir viðkomandi: Sucker! 


mbl.is RÚV yfirskuldsett og rekstur þungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband