Hvað segir meðaltalið af símanúmerum landsmanna? Ekkert!

Meðaltöl eru oft gagnleg, en geta líka verið villandi.

Hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað eða hefur þeim fækkað?

Ef litið er til allra stöðugilda í öllum ríkisrekstrinum þá virðist þeim hafa fækkað síðan árið 2000.

En hvað ef litið er til stöðugilda innan t.d. heilbrigðisþjónustunnar annars vegar, og stjórnsýslunnar hins vegar? Hérna yrðu tölurnar mun áhugaverðari. Mig grunar að læknum hafi fækkað en þýðendum á reglugerðum ESB hafi fjölgað. Mig grunar að hjúkrunarfræðingum hafi fækkað en skriffinnum hafi fjölgað.

Hvað sem því líður þá hefur ríkisvaldið stækkað. Sveitarfélög eru stærri og fjölmennari en áður. Sennilega hefur tilflutningur á stöðugildum átt sér stað þegar ríkisstofnanir fá viðskeytið "ohf." aftan við nafn sitt, en stöðugildin eru eftir sem áður á spena hjá skattgreiðendum.

Ríkisvaldið er að þenjast út. Engar reglur eru afnumdar á meðan nýjar reglur streyma inn í stórum stíl. Ríkisvaldið étur um helming verðmætasköpunar í landinu. Krabbameinið sem ríkisvaldið er á samfélaginu er ekki fjarlægt. Það er annaðhvort nært með nýjum verkefnum eða því haldið í skefjum.

Læknir sem neitar að fjarlægja verðandi banamein af sjúklingi getur ekki vænst þess að fá hrós. Stjórnmálamenn sem klappa fyrir verðandi banameini hins íslenska hagkerfis og um leið samfélagsins eins og við þekkjum það eru lofaðir. 


mbl.is Störfum hjá ríkinu fækkar um 11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það kom nýlega fram í fréttum að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 30%. Á meðan var fjölgun starfsmanna hjá félögum á sama tíma um 9%. Það hefur ekki verið véfengt? Getur verið að starfsmönnum bæjarfélaga hafi fjölgað um tugi prósenta?

Allt fer þetta eftir reiknilíkaninu eins og þú bendir á.

Starfsmönnum RÚV hefur ekki fækkað því verkefnin hafa færst til verktaka. Ríkisútvarpið er ohf. og mælist með fækkun starfa. Enginn flokkur vill leigja út rásir Ríkisútvarpsins enda þótt aðrir geti gert betur undir sömu markmiðum.

Ef ekki er sama starfsmannaaukning í atvinnurekstri þýðir það meiri skatta. Nema framleiðniaukning verði, en hún hefur ekki verið okkar sterkasta hlið hingað til.

Sigurður Antonsson, 6.10.2014 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband