Mánudagur, 6. október 2014
Leikstjórinn í stól eigin gagnrýnanda
Fyrsti fundur kerfisáhættunefndar fór fram í gær en nefndin starfar fyrir fjármálastöðugleikaráð og skilar inn tillögum til ráðsins. Nefndinni er gert að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika hér á landi. ...
Fundinn í gær sátu ... staðgengill framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, ... aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, ... framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika og sérfræðingur frá Seðlabanka Íslands, ... seðlabankastjóri ... forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ... aðstoðarseðlabankastjóri, ... ráðuneytisstjóri, ... sérfræðingur skipaður af ráðherra og ... framkvæmdastjóri greininga hjá Fjármálaeftirlitinu.
Sem sagt: Hér er á ferðinni nefnd sem á að vega og meta áhættur og stöðugleika þess kerfis sem nefndarmeðlimir lifa og hrærast í og treysta á fyrir laun og góð kjör, yfirleitt á kostnað skattgreiðenda.
Við gætum allt eins sammælst um að þeir sem eru bestir til að gagnrýna leikrit á Íslandi séu leikstjórar eigin leikrita.
Bækur ættu að sama skapi eingöngu að hljóta gagnrýni frá eigin rithöfundum.
Er til stærri skrípaleikur?
Það eina sem skiptir raunverulegu máli við starf þessarar nefndar er viðfangsefni hennar. Menn tala um "kerfisáhættu", en hún er nálægt 100%. Enginn banki getur greitt út nema brot af innistæðum skjólstæðinga sinna. Hver einasti banki er á hverjum degi dauðhræddur við að meira en 10% viðskiptavina sinna komi inn og taki út fé sitt.
Þessi nefnd mun ekki leggja til neitt sem skiptir máli. Nefndarmeðlimir munu ekki stofna eigin störfum í hættu. Hana má leggja niður á morgun án afleiðinga.
Kerfisáhættunefnd kemur saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.