Þegar tölur segja ekki alla söguna

Öll viðskipti við allra einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi fyrstu átta mánuði ársins enduðu á því að 12 milljörðum var eytt í eitthvað aðkeypt umfram það sem var selt. 

Ég las til dæmis nýlega frétt um að nýtt fiskveiðiskip hefði verið keypt af einhverri útgerðinni á Íslandi, og að vinna við breytingar og endurnýjun á öðru slíku hafi verið framkvæmd erlendis. Slík útgjöld rjúka beint á mínushlið hins mikla uppgjörs á "vöruskiptum við útlönd" á meðan tekjuaukning kemur inn miklu seinna.

Ég heyrði líka frétt fyrir nokkru síðan um að Mosfellsbær hefði stöðvað áratugalanga vinnu við grjótnám á umráðasvæði sínu og vafið inn í pappírsvinnuferli sem heitir "umhverfismat". Til að fá slitsterka vegi sem endast lengur þarf því að flytja inn grjót frá hinum ónáttúruvæna Noregi. Slíkt kostar auðvitað sitt og kemur fram sem mínus á hinu mikla uppgjöri.

Ég sé svo í umræðunni á Íslandi að mjólkurframleiðsla á Íslandi er bundin inn í "kvóta". Ekki má framleiða meira en svo og svo marga lítra. Á sama tíma er erfitt að framleiða nóg skyr á Norðurlandamarkað. Þótt útflutningur á íslenskum mjólkurafurðum sé vissulega jákvæður í hinu mikla uppgjöri þá er honum haldið rækilega í skefjum, eða svo sýnist mér.

Hvað segir talan "12 milljarða halli í vöruskiptum við útlönd"? Ekki mjög mikið, og nánast ekki neitt, eða miklu meira en hún ætti að segja. Fyrir sumum þýðir hún neysla umfram framleiðslu, en fyrir öðrum fjárfesting sem er ekki byrjuð að skila sér. Sumir stjórnmálamenn túlka töluna eflaust sem merki um að þeir eigi að aðhafast eitthvað. Aðrir túlka töluna sem merki um að góðu verki sé lokið og kominn tími til að fara í frí. 

Bless, gagnslausa tölfræði. 


mbl.is Hallinn nálgast 12 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það gleymist líka í þessu samhengi að líta til þess að á samta tíma var þjónustuviðskiptajöfnuður (þ.e. ferðamennska og fl) jákvæður um 25 milljarða króna, sem þýðir að samantekið í heildina var viðskiptajöfnuður þjóðarinnar jákvæður um 12 milljarða króna !

Gunnlaugur I., 30.9.2014 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband