Sunnudagur, 21. september 2014
Holuhraun fari í umhverfismat
Ljóst er að Íslendingar verða að taka á sig gríðarlega skerðingu í lífskjörum til að bæta upp fyrir losun gróðurhúsalofttegunda við Holuhraun. Heimurinn má ekki við meiri losun. Núna verðum við að senda börnin okkar labbandi í rigningu og snjókomu í myrkrinu á leik- og grunnskóla og látum bílinn standa heima. Matarinnkaup fjölskyldunnar verða að breytast í langa göngutúra sem taka alla helgina á meðan bíllinn stendur heima. Matinn á að geyma í vösum yfirhafna því umbúðir flæða yfir alla náttúruna.
Holuhraun þarf að auki að fara í umhverfismat. Gríðarlega mörg refagreni liggja undir skemmdum. Hreindýramosi fer undir hraun. Þetta þarf að kortleggja og vega og meta, helst áður en hrauninu er hleypt yfir meira svæði.
Að lokum er ljóst að rannasaka þarf áhrif eldgossins á stöðu kynjanna. Eru fleiri karlmenn en konur að njóta góðs af eldgosinu? Eldfjallafræðingar eru yfirleitt karlmenn. Þeir eru að fá yfirvinnutíma og athygli. Mótvægisaðgerða er þörf.
Ísland axli ábyrgð í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
góður frábært
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.9.2014 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.