Nýjar umbúðir á gamalli vöru

Ríkisstjórnin ætlar að einfalda skattkerfið eitthvað. Það er gott.

Ríkisstjórnin ætlar ekki að lækka skatta að neinu ráði. Ríkisstjórnin ætlar ekki að leggja niður eina einustu skrifstofu í hinum opinbera rekstri. Skattheimta ríkisvaldsins verður svipuð og áður þótt eitthvað færist til í skattprósentum. 

Í stuttu máli: Nýjar umbúðir á gamalli vöru.

Þetta er algjört kjarkleysi. Ég tek undir hvert einasta orð í þessum pistli Vefþjóðviljans. Hin svokallaða hægri-miðjustjórn er litlu skárri en hin hreina vinstristjórn. Eftir allan þennan tíma við völd hefur ekkert sem skiptir máli breyst.

Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með ríkisstjórnina og í þau vonbrigði hefur bara bæst meira undanfarna daga.

Af hverju er meirihlutastjórn til dæmis að taka mark á fyrirsjáanlegu veini og væli og nýyrðasmíði frá vinstrimönnum í stjórnarandstöðu?  

Af hverju eru þingmenn hræddir við að taka almennilega til í dag þegar svo langt er til næstu kosninga? Það tekur bara 2-3 misseri fyrir hagkerfi að lifna við eftir að kaldur skrokkur ríkisvaldsins hefur verið fjarlægður af því. Það er nægur tími til að tryggja endurkjör! 

Íslendingar ætla sér að keyra sig í gjaldþrot og sjá lífskjör sín, athafnafrelsi og svigrúm til að dafna á eigin forsendum mygla niður. Svei. 


mbl.is Gríðarleg einföldun að afnema heilt gjaldakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband