Hvað kom fyrir Bandaríkin?

Bandaríkin, "draumaríki frjálshyggjumanna" og "vagga frelsins" - ekki lengur.

Hvað kom fyrir Bandaríkin? Margt hefur breyst þar á seinustu 100 árum eða svo. Eftir að Kreppan mikla skall á árið 1929 hafa Bandaríkin verið á hraðferð í átt að bjargbrúnni. Á 3. áratug 20. aldar voru bækur byrjaðar að birtast sem lýstu breytingunum og hvert þær mundu leiða landið. Má segja að margir hafi spáð hárrétt fyrir um þróun aðstæðna en sérstaklega þeir sem höfðu þjálfun í rökhugsun og vopnaðir hagfræði sem útskýrir meira en hún ruglar.  

Sem dæmi um slíkan höfund er John T. Flynn, sem fæstir hafa sennilega heyrt um. Honum ofbauð þann fasisma sem F.D. Roosevelt innleiddi til að tækla Kreppuna miklu. Margar af bókum hans eru aðgengilegar hér. Ég hef bara lesið eina þeirra en önnur er á leið á leslistann minn núna. Flynn lýsir því, í samtíma, hvað er að gerast og hvert stefnubreytingin mun leiða bandarísku þjóðina. Má segja að hann hafi reynst sannspár. 

En þetta var þá. Núna er árið 2014. Hvað er að gerast? Í stuttu máli þetta: Ríkisvaldið hefur þanist út um allt, bæði í nafni velferðar og stríðsreksturs. Bæði "neyð" almennings og "þörfin" til að senda hermenn og aðstoð út um allan heim hefur blásið ríkisvald Bandaríkjanna svo mikið út að hagkerfið er að kafna. Hið frjálsa framtak á undir högg að sækja. Obama er að reynast meðal verstu forseta Bandaríkjanna og í harðri samkeppni við Abraham Lincoln og FDR um þann titil, að mati sumra. Þessir meintu dýrðlingar í bandarískum stjórnmálum hafa markað stefnu sem leiðir á endanum til gjaldþrots þjóðar, nema borgarastyrjöld eða bylting komi fyrst.

Vestrænir vinstrimenn sjá þetta ekki. Þeir saka frjálshyggjumenn til dæmis um að líta á Bandaríkin sem einhvers konar fyrirmyndarríki. Vissulega er margt gott að finna í Bandaríkjunum eins og allstaðar, en fyrirmyndunum fer fækkandi. Frjálshyggjumenn vita betur. Meira að segja í Bandaríkjunum mæla sumir frjálshyggjumenn með utanríkisstefnu Sviss í stað þeirra sem nú er rekin þar í landi og skal það kallast hugrekki enda ekki vinsælt í Bandaríkjunum að líta til fyrirmynda annars staðar. 

Kæfandi faðmur ríkisvaldsins er fyrir löngu byrjaður að aflífa markaðinn þar í landi og þar með möguleika fólks til að vinna sig upp úr fátækt. Land tækifæranna er orðið að landi tækifærismennsku. Og ástandið fer versnandi á meðan klappstýrukór evrópskra vinstrimanna er með bundið fyrir bæði augu og eyru.  


mbl.is Hungur í ríkasta landi heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frjálshyggjan er að leggja Bandaríkin í rúst. Nú segja þeir sjálfir að ameríski draumurinn sé ekki lengur til þar. Bandaríkjamenn verði að fara til Skandinavíu til að upplifa hann.

Frjálshyggjan hefur leitt til gífurlegrar misskiptingar í þjóðfélaginu. Stór hluti þjóðarinnar á sér ekki lengur viðreisnar von meðan hinir ríku verða stöðugt ríkari án þess að hafa neitt fyrir því.

Slíkum ójöfnuði fylgir mikil glæpatíðni. Fangar í bandarískum fangelsum eru margfalt fleiri en í flestum ef ekki öllum vestrænum löndum. Rekstur fangelsanna er því gífurlega kostnaðarsamur.

Slíkur ójöfnuður veldur mikilli spennu og ófriði innanlands. Flestir telja sig því nauðsynlega þurfa skotvopn sem eykur bara á vandann. Öryggi fólks er því lítið og ástandið skelfilegt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 08:33

2 identicon

http://www.globalresearch.ca/the-prison-industry-in-the-united-states-big-business-or-a-new-form-of-slavery/8289E

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 08:38

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvað kom fyrir? Ég held að stærsti "milestone" á þessari braut hafi verið þegar JKF var myrtur. Það var í raun valdarán. Eftir það hafa hlutirnir farið stöðugt niður á við. Annar "milestone" var 911 og stríðin sem fylgdu í kjölfarið.

Ég ræddi nýlega við mann sem er ný kominn frá Bandaríkjunum og hann taldi ástandið þar vera nánast stríðsástand.

Það er fjarstæða að líta á USA sem eitthvað fyrirmyndarríki. 

Hörður Þórðarson, 8.9.2014 kl. 08:59

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að flestir geti verið sammála um sjúkdómseinkennin í Bandaríkjunum þótt ágreiningur sé um sjúkdóminn.

Hægt er að horfa til margra hluta.

Á 8. áratugnum var hagkerfi USA talið meðal 5 frjálsustu í heiminum. Í dag nálgast það 20. sæti:

http://www.freetheworld.com/countrydata.php?country=C135

Árið 1970 var lögum í Bandaríkjunum breytt í átt að stífari löggjöf um fíkniefni. Þá hófst fyrir alvöru eltingaleikur lögreglu (og hermanna) við hina og þessa:

https://en.wikipedia.org/wiki/War_on_Drugs

(Fíkniefnastríðið, sem sumir á Íslandi vilja enn halda í, er stríð ríkisvalds gegn almennum borgurum.)

Um svipað leyti skar alríkið í Bandaríkjunum algjörlega á tengsl Bandaríkjadollars og gulls. Það gaf ríkisvaldinu algjörlega frjálsar hendur til að prenta fé ofan í stríðsrekstur og velferðarkerfið enda hvoru tveggja búið að blómstra í USA síðan þá.

https://en.wikipedia.org/wiki/Nixon_Shock

Enn lengra aftur í tímann má finna stofnun seðlabanka alríkisins, árið 1913. Sumir telja að þá hafi hnignunin hafist með því að gefa stjórnvöldum leyfi til að ráðskast með gjaldmiðilinn.

Hún er öfugsnúin sú hugsun að telja "aukna frjálshyggju" vera fólgna í fleiri reglum, meiri peningaprentun, stærra velferðar- og stríðskerfi, fíkniefnastríði, stærra bákni, fleiri aðgangshindrunum að mikilvægum mörkuðum (t.d. heilsugæslu) og umfangsmeira bótakerfi sem er samtvinnað hærri lögbundnum lágmarkslaunum og þar með dýpri fátæktrargildru. Kannski er hugsunin fólgin í því að skilgreina frjálshyggju sem andstæðu þess sem frjálshyggjumenn telja frjálshyggju vera?

Geir Ágústsson, 8.9.2014 kl. 10:09

5 identicon

Einfaldasta leiðin til að draga úr skaðlegum ójöfnuði er í gegnum skatta.

Þegar ameríski draumurinn lifði og Bandaríkin voru talin fyrirmyndarríki var skattkerfið notað til tekjujöfnunar með stighækkandi sköttum. Allan áttunda áratuginn var hæsta skattprósentan yfir 70% og hafði verið enn hærri áður.

Árið 1980 með tilkomu Ronalds Reagans í forsetastól byrjaði þessa prósenta að lækka og fór niður fyrir 30% á valdatíma hans. Þetta var algjör bylting með skelfilegum afleiðingum þegar frá leið.

Neðst á vefsíðunni í hlekknum hér fyrir neðan er línurit sem sýnir þróun á hæstu skattprósentu í BNA í gegnum árin. Eins og sjá má var þessi prósenta yfir 90% á stríðsárunum og árunum eftir stríð.

http://bradfordtaxinstitute.com/Free_Resources/Federal-Income-Tax-Rates.aspx 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 10:15

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ásmundur,

Eitt er skattprósenta, og annað er skattur. Gröf sem sýna raunverulega skattálagningu sýna litlar breytingar á skattheimtu á þá ríkustu í USA. Þeir ríku kunna líka á allar holurnar, ólíkt greyins millistéttarfólkinu sem þarf yfirleitt að éta allt. Hér er lítið dæmi:

http://economix.blogs.nytimes.com/2009/04/08/how-much-americans-actually-pay-in-taxes/?_php=true&_type=blogs&_r=0

Tröllatrú þín á jöfnunarmætti skattheimtu er mikil og jafnvel aðdáunarverð. Ýmislegt hefur samt verið rannsakað í þeim efnum og ég sakna þess enn að einhver sýni fram á heill frumskógur af jöfnunarsköttum geri annað en draga alla niður á sama planið frekar en að lyfta sumum upp á hærra plan á kostnað annarra.

En maður getur látið sig dreyma, og Excel býr vissulega vil margar tálsýnir.

Geir Ágústsson, 8.9.2014 kl. 11:35

7 identicon

Geir, að hærri skattur á þá tekjuhæstu leiði til meiri tekjujöfnuðar hefur með almenna skynsemi að gera og ályktunarhæfni en ekki trú.

Það er ekki aðeins auðvelt að sýna fram á þetta með rökum, reynslan sýnir þetta eins og ég sýndi fram á í fyrra innleggi mínu.

Eins og línuritið sem ég vísaði á sýnir, þá gerðist nákvæmlega það sama í aðdraganda heimskreppunnar á fjórða ártugnum. Hrunið varð í báðum tilvikum eftir að skattar á þá hæst launuðu höfðu um árabil verið í lágmarki eftir mikla lækkun.

Línuritið sem þú vísar á sýnir alls ekki það sem þú segir að það sýni. Þvert á móti lækkuðu skattar hinna tekjuhæstu mikið eða úr 37-38% i rúmlega 25% sem er þriðjungslækkun.

Á sama tíma hækkuðu skattar hinna tekjulægstu úr um 7% í yfir 10% sem er nærri 50% aukning í skattbyrði.

Reynslan sýnir að þegar skattar eru háir á hæstu tekjur og hóflegir á þá sem minna bera úr býtum er ástandið gott og þá er bjartsýni meðal almennings. Einnig að þegar skattar eru lágir á hæstu tekjur er djúp kreppa eða hrun framundan.

Þetta er einnig reynsla okkar Íslendinga. Það er auðvitað ekkert verið að draga alla niður á sama plan þó að tífaldur munur á tekjum verði kannski fimmfaldur eftir skatta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 14:39

8 identicon

Sæll Geir 

Ég er sammála því sem að Hörður segir hérna með JFK og 9/11, en GATT og NAFTA samkomulagið hefur eyðilagt mikið fyrir Bandaríkjamönnum, og svo að segja rústað stórum hluta af öllum iðnaðnum og stál- og bílaiðnaðinum þarna. En mér skilst að þetta var hafi verið stefna Rómarklúbbsins (eða The Club of Rome) og Committee of 300 að koma Bandaríkjunum á hausinn, eða Zero Growth Plan:

"In 1976, the United States Association of the Club of Rome (USACOR) was formed for the purpose of shutting down the U.S. economy gradually. The Technetronic Era Henry Kissinger was then, and still is, an important agent in the service of the Royal Institute for International Affairs, a member of the Club of Rome and the Council on Foreign Relations. "(http://putyourendtowar.livejournal.com/98238.html)  

Nú að lokum þá vildi ég benda á bækurnar hans Jerome R. Corsi, The Late Great USA The Coming Merger with Mexico and Canada og svo bókina America for sale er hugsanlega geta svarað einhverju spurningum í þessu sambandi. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 11:30

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Takk fyrir áhugavert lesefni. Annars held ég að Bandaríkjamenn hafi ekki þurft neina hjálp seinustu 100 árin við að senda sig í gjaldþrot. Nóg er að eyða um efni fram, lengi, og prenta peningana sína þar til þeir verða einksis virði.

Ásmundur,

Þú gleymir því sem oft er kallað jaðarskattar. Þeir bitna ekki á ríku fólki heldur þeim sem eru að vinna sig upp. Þess vegna hafa þeir ríku í USA "haldið" sínu skatthlutfalli nokkuð jöfnu seinustu áratugi á meðan skattprósentur hafa verið á miklu flugi. Skatttekjur hafa heldur ekki alltaf fylgt skattprósentum eins og Excel-skjölin segja til um.

Nú fyrir utan að í USA og víðar hafa menn fyrir löngu rekist á þak skattheimtu. Þess vegna hafa þeir leitað meira og meira á náði peningaprentvélanna. Afleiðingar þeirrar stefnu eru sögulegar þekktar, og rökfræðilega fyrirsjáanlega (án tilvistar gagna).

Geir Ágústsson, 9.9.2014 kl. 11:41

10 identicon

Sæll aftur Geir
Það er rétt hjá þér Geir, að Bandaríkjamenn hafa eytt um efni fram í öllum þessum stríðsrekstri Afganistan, Pakistan, Irak, Líbýu, Sýrlandi, Yemen og Sómalíu svo eitthvað sé nefnt, og svo eins og þú segir með prenta peninga svona vilt og galið. Annars hef ég það á tilfinningunni að þú sért með svipaðrar skoðanir og hann Paul Craig Roberts er skrifaði bókina "How America Was Lost, From 9/11 To The Police Warfare State". , eða er það kannski ekki rétt hjá mér?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 12:22

11 identicon

Geir, jaðarskattar hafa ekki verið til umræðu hér og ég veit ekki hvernig þeim er háttað í BNA.

Það er hins vegar ljóst að jaðarskattar á Íslandi eiga ekki að hafa nein áhrif á tekjuskatta vegna þess að mjög margir skattgreiðendur, jafnvel meirihluti, fær hvorki barnabætur, vaxtabætur né húsaleigubætur.

Ég veit hins vegar að jaðarskattar hér hafa í mörgum tilvikum verið mjög óréttlátir vegna þess að þegar menn hafa bætt við sig tekjum, oft af brýnni þörf, þá hefur lítið runnið í eigin vasa eftir greiðslu skatta, lækkun á barnabótum, vaxtabótum eða húsaleigubótum ofl. 

Þetta þarf að laga, ef það hefur ekki þegar verið gert, enda er hér aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. Eins og þú bendir á snertir þetta minnst þá ríkustu en það eru skattar þeirra sem hér hafa verið til umræðu.

Finnst þér ekki lækkun á skattbyrði hinna best settu úr 37-38% niður í um 25%, eins og varð í valdatíð Reagans, mikil lækkun? Þó að þetta sé miklu minni lækkun í prósentum en lækkun á hæsta skattþrepi getur það verið eðlilegt vegna þess að aðeins hluti tekna þeirra lendir í efsta þrepi. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.9.2014 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband