Ha? Dreifa skjáir athyglinni?

Spjaldtölvuvæðing grunnskólanna er hafin á fullu. Krakkar niður í 6 ár ganga með síma á sér, jafnvel snjallsíma. Kennarar moka krökkum í tölvuver eða setja skjá fyrir framan þá og láta forrit um kennsluna. Krakkar hópa sig saman og glápa hver á sinn skjá. Um leið og einhver þarf að bíða eftir einhverju í nokkrar sekúndur er skjárinn kominn á loft. Foreldrar horfa á skjá á meðan þeir ýta börnum sínum áfram í kerrum og vögnum, og horfa á skjá á meðan börnin leika sér á leikvelli. Krakkar kunna varla að skrifa með höndunum áður en þau fá lyklaborð frá skólakerfinu. 

Þetta er allt gott og blessað. Tækni er góð. Aðgengi að upplýsingum og afþreyingu er góð. Spjaldtölvur í stað kennara er örugglega góð sparnaðarleið fyrir skólakerfið. Ekki ætla ég að vera risaeðla sem spyrni fótum við framförum og nýjungum.

Eða hvað?


mbl.is Snjallsímar draga úr getu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband