Hugsanlegar lausnir

Jafnréttisstofa eyddi 441 þúsund krónum á árinu 2013 í leigubílakostnað, en átta manns vinna hjá Jafnréttisstofu, sem er á Akureyri. Þetta kemur fram í ríkisreikningi ársins 2013. 

Gott og vel.  Ef þetta er vandamál þá er til lausn. Nokkrar hugmyndir: 

  • Að aðrir en bílsprófslausi yfirmaðurinn sæki fundina.
  • Að fundir fari fram á Skype.
  • Að yfirmanninum sé skipt út fyrir annan með bílpróf.
  • Að Jafnréttisstofa sé lögð niður og fundir hennar þar með.
  • Að fólk noti mikið lofaða strætisvagna í stað leigubíla.
  • Að aðrir starfsmenn - þeir með bílpróf - skutli fundargestum á milli funda. Þeir eru varla að gera eitthvað merkilegt hvort eð er.
  • Að fundir séu haldnir í húsakynnum stofunnar. Það hlýtur að vera upplagt fyrir stofnun sem heitir "stofa", ekki satt?
  • Að fundum sé safnað í tíma og rúmi saman þannig að ferðakostnaður vegna þeirra sé sem minnstur.

Rúmlega 1200 kr. á dag að meðaltali í leigubílakostnað er mikið fé. Það má spara skattgreiðendum. 


mbl.is Stýrir Jafnréttisstofu án bílprófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að þú vissir hvernig ríkisstarfsmenn hugsa, fyrst þetta er bara peningur úr kerfinu þá er allt í lagi að bruðla og gefa vinum og vandamönnum bitlinga.

Nú ef þú stjórnar einhverju, þá gætirðu verið heppinn og geta gefið sjálfum þér eða vinum stórar eignir og stórgrætt á einhverjum sýndarviðskiptum sbr frumherja, kvótann, bankana og allan þennan hxxxxxxx skít..

Geir (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 10:15

2 identicon

Þetta er ígildi þess að einn skattgreiðandi með 300 þúsund krónur á mánuði þurfi í rúma 3 mánuði, ár hvert, að eyða sköttunum sínum í leigubíl fyrir starfsmann jafnréttisstofu.

Skattgreiðandi (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 10:18

3 Smámynd: Óskar

Eftirfarandi ætlaði ég að skrifa sem bloggfærslu við fréttina en kem einhverra hluta vegna ekki inn en getur alveg eins komið sem athugasemd hér:

Það mætti halda það nefnilega.  Það birtist hver fréttin á fætur annarrni þar sem einungis þessi liður alls rekstrarkostnaðar stofnana er dreginn út og gerður mjög tortryggilegur.  Staðreyndin er að sem hlutfall rekstrarkostnaðar þá eru þetta nú ekki miklar upphæðir hjá þessum stofnunum.

Ekki er gerð tilraun til að reikna það út hvað það mundi kosta þessar stofnanir að reka eigin bíla.  Afhverju halda menn t.d. að Landspitalinn fari þá leið að nota fremur leigubíla en reka eigin bíla í innanbæjarsnatt starfsmanna?  Það er búið að reikna þetta út sundur og saman margsinnir á Landspítalanum og útkoman er afskaplega einföld, ÞAÐ ER ÓDÝARARA AÐ NOTA LEIGUBÍLA!

Þar fyrir utan fá ríki og borg mikinn afslátt af venjulegum taxta 15-25% held ég að sé rétt með farið.  Ég efast um að fyrirtæki sem skipta við þessar stofnanir gefi almennt svo mikinn afslátt af vörum og þjónustu.

Það væri gaman að sjá moggann fyrst hann hefur svo mikinn áhuga á málinu koma þessum staðreyndum að þó ekki væri nema í einni frétt af þessum meinta leigubílakostnaði.

Óskar, 22.8.2014 kl. 10:40

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Óskar,

Að sóa fé er ekki í lagi þótt tiltekinn hluti sóunarinnar sé lítill miðað við heildarupphæð sóunarinnar.

Jafnréttisstofa er í fyrsta lagi óþörf.

Þessi kostnaður er í öðru lagi, eins og Skattgreiðandi bendir á, skatttekjur af meðallaunum í 3 mánuði. Einhver Íslendingurinn hefði geta fengið 3 skattlausa mánuði ef Jafnréttisstofa kynni að nota Skype.

Og í þriðja lagi: Þetta er dregið fram, ekki af því að eigin rekstur bifreiða hjá ríkinu er ódýrari eða strætó vonlaus eða skutl samstarfsfélaga óhugsandi, heldur sem dæmi um eyðslu sem má auðveldlega hugsa sér að yrði 0 kr. Auðveldlega.

Geir Ágústsson, 22.8.2014 kl. 11:03

5 Smámynd: Óskar

Þetta er bara rangt hjá þér Geir og margar þessar "lausnir" einfaldlega ekki raunhæfar.  Þessi kostnaður getur aldrei orðið núll , þú hefur augljóslega ekki  mikið vit á rekstri fyrirtækja og stofnana ef þú heldur að starfsfólk og stjórnendur þurfi ekkert að ferðast vegna vinnu sinnar.

Sem dæmi lausn 1. 

  • Að aðrir en bílsprófslausi yfirmaðurinn sæki fundina. sá með bilprófið, á hann þá að fara á sínum einkabíl ?  Þá á hann rétt á bifreiðastyrk sem er varla neitt ódýrara en leigubíll.

Lausn 2 Að fundir fari fram á Skype.  Eflaust er það gert þegar við á.  Hinsvegar þarf nú oft á fundum að sýna gögn, útskýra hluti með gögnum osvfr.  Þú gerir það ekkert í gegnum Skype.  

Nenni nú ekki að þvælast mikið lengra með þennan lista þinn enda sumt útúr kú, eins og t.d. að nota strætó.  Þú rekur t.d. ekki starfsfólk lsh á geðsviðinu á Hringbraut í strætó á fund á Kleppi, það tæki hálfan daginn.  Tek þetta bara sem dæmi.  

Óskar, 22.8.2014 kl. 11:25

6 Smámynd: Óskar

Vil bæta við að hvort jafnréttisstofa sé óþörf eða ekki kemur þessari umræðu sem slíkt ekkert við.   

Við getum fært þetta yfir á ríkisstofnanir almennt en kannski er Landspítalinn bara óþarfur líka ?

Óskar, 22.8.2014 kl. 11:28

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Óskar,

Ég ferðast sjálfur vegna vinnu þegar þess er þörf, nota leigubíla og þess háttar. Atvinnurekandi minn heimilar slíkt þegar þess gerist þörf, en þarf annars að sjá á eftir hagnaði. Stjórnendur ríkisstofnana búa ekki við neitt slíkt aðhald. Þeir eyða bara upp fjármagni sinnar stofnunar, og gjarnan meira til að fá ekki minna við næstu fjárlagagerð.

Að sýna gögn í gegnum tölvu er ekkert tiltökumál. Sjálfur nota ég forritið Microsoft Lync sem er ljómandi gott, en mörg fleiri eru til.

Var Ísland alveg vonlaust barbaraland áður en Jafnréttisstofa var stofnuð? Hafa fyrirsagnir um meint misrétti og skort á jafnrétti eitthvað breyst eftir tilkomu hennar? Ef starfsemi hennar væri verðmætaskapandi þá væri jafnréttisstofa á hverjum vinnustað (ekki lögskyld).

Geir Ágústsson, 22.8.2014 kl. 13:06

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Svo er nú til mjög lifandi goðsögn sem segir: Ef einhver vill koma ríkinu úr einhverjum rekstri þá vill sá hinn sami ekki að slíkur rekstur sé yfirleitt starfræktur.

Svo er ekki. Ef ríkið þjóðnýtir skóbúðir Íslands og ég vil að það snúi þeirri þjóðnýtingu við, vil ég þá ekki skóbúðir? Alls ekki. Ég vil bara ekki að ríkið reki skóbúðir. Í Venesúela er ríkið nýbúið að þjóðnýta framleiðslu klósettpappírs. Ég vil að íbúar Venesúela geti keypt sér klósettpappír - á frjálsum markaði.

Svo Landsspítalinn má standa fyrir mér, sem þjónustustofnun á sviði heilbrigðisgæslu, rétt eins og gleraugnaverslanir og augnlæknar starfa á frjálsum markaði við heilbrigðisþjónustu.

Geir Ágústsson, 22.8.2014 kl. 13:08

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Svolítið finnst mér skjóta skökku við að níða jafnréttisstýru niður fyrir að spara ríkinu hundruð þúsunda á ári í bílakostnað.  Ef Jafnréttisstofa ætti bíl fyrir konuna þætti mér ekki óvarlega áætlað að fastur kostnaður næmi að lágmarki 500.000 á ári áður en farið er að kaupa tryggingar og rekstrarvörur á bifreiðina (eldsneyti, hjólbarða smurningu og aðrar rekstrarvörur)  En þetta ber svolítið keim af vinnubrögðum dómstóls götunnar, sleggjudómar án þess að forsendur séu skoðaðar.  Hvað varðar almenningssamgöngur, tæki fyrst steininn úr ef forstjórar ríkisstofnana eyddu vinnudeginum í að bíða eftir strætó.

Kjartan Sigurgeirsson, 24.8.2014 kl. 17:33

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Kjartan,

Þarf ríkið virkilega að blæða hálfri milljón á ári fyrir ferðalög forstöðumanna allra stofnanna sinna? Hjálpi mér! Eða er það meira? Jafnréttisstofa telur jú bara 8 starfsmenn.

Það varð allt í einu enn meira áríðandi að leggja þessa stofu niður og breyta í bílastæði.

Geir Ágústsson, 25.8.2014 kl. 05:49

11 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er mikið rétt Geir, það má víða spara í ríkisrekstri með því að fella niður stofnanir, og skafa af þá fitu sem óhjákvæmilega hefur safnast á fyrirtæki og stofnanir þar sem ekki er gætt ýtrasta aðhalds.  Gæti trúað að hægt væri auðveldlega að fækka ríkisstarfsmönnum um 10% án þess að nokkur maður tæki eftir því, örugglega til mikilla bóta fyrir efnahag landsins.  Sennilega væri líka hagkvæmt að ríkisstofnanir sameinuðust um bíla þannig að ekki séu lagðar háar fjárhæðir á hverjum degi í bíla undir silkihúfur stjórnsýslunnar.  En ég fer ekki ofan af því að það hefði verið ríkinu mikið dýrara að hafa bíl undir jafnréttisstýru og í raun virðist hún halda sig við vinnuna ekki vera á flandri um borg og bý, því leigubílareikningurinn var ótrúlega lágur. 

Kjartan Sigurgeirsson, 25.8.2014 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband