Fimmtudagur, 21. ágúst 2014
Skýring á dugleysi þings og ríkisstjórnar?
Talsverð rakavandamál hafa verið í húsinu og hafa þau að mestu verið í veggjunum sem vísa mót suðri og austri. Mikið múrviðhald hefur því staðið yfir og þá einkum í þingflokksherbergi Vinstri grænna, sem er í suðausturhorni hússins á fyrstu hæð.
Það hlaut að vera!
Á einum stað segir:
[A]lgengustu áhrif myglusveppa eru tengd eiturefnum/ mycotoxínum sem þeir framleiða. Það eru til margar rannsóknir sem sýna fram á áhrif þessara eiturefna á heilsu manna og dýra. Þessi efni komast inn í líkamann við öndun, í gegnum húð eða við inntöku. Eituráhrifin valda bólguviðbrögðum í líkamanum sem gerir það að verkum að við finnum í upphafi til flensu-einkenna. Við langvarandi áhrif verða einkennin sterkari og ýmislegt fer að breytast í líkamanum. Ein algengasta breytingin er lækkun á MSH.
Skortur á MSH veldur síþreytu og stanslausum verkjum. Ennfremur stjórnar MSH starfsemi heiladinguls. 60 % þeirra sjúklinga sem hafa lækkað MSH hafa ekki nægjanlegt ADH eða þvagtemprandi hormón. Þessir sjúklingar eru sífellt þyrstir, hafa tíð þvaglát og oftar en ekki hafa óvenjulega næmni í snertingu við rafmagn. 40% sjúklinga með lækkað MSH hafa ekki stjórn á framleiðslu karlkynshormóna og önnur 40% hafa ekki eðlilega stjórn á framleiðslu yfirnýrnahettubarkarhormóna ACTH og kortisóls. MSH stýrir einnig varnarviðbrögðum í húð, meltingarvegi og í slímhimnu í nefi og lungum
Ég tel mig hafa fundið ástæðu á bak við þinghaldið seinasta vetur. Vonandi stendur það til bóta núna.
Raki í veggjum Alþingishússins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, sannarlega er komin skýring á því hvers vegna ráðherrar VG í vinstristjórninni voru sífellt að taka bjánalegar ákvarðanir. Ég hélt að þeir væru fæðingarhálfvitar, en þá var þetta bara myglusveppur sem ruglaði þá algjörlega í ríminu!
Pétur D. (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 12:03
Ég myndi segja að þú værir ekki frjálshyggjumaður. Við getum verið sammála um að vera ósammála.
Refsarinn (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 18:11
Refsarinn,
Thu nadir athygli minni. Hver, ad thinu mati, er frjalshyggjumadur, og a hvada forsendum?
Geir Ágústsson, 22.8.2014 kl. 06:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.