Um réttindi okkar, ef einhver eru

Í ţessum pistli eftir einn besta pistlahöfund Íslands, Pawel Bartoszek, eru margar áhugaverđar vangaveltur.

Dćmi:

Viđ getum ímyndađ atburđarrás ţar sem harđstjórn sviptir stóran hluta ţegna sinni rétti til lífs međ lögfrćđilega óađfinnanlegum hćtti. Er ţjóđarmorđ viđ slíkar ađstćđur ţá löglegt?

Annađ dćmi:

En segjum ađ einhver ríki segi bara upp öllum mannréttindasáttmálum sem ţau eru ađili ađ. Segjum ađ ríki hendi mannréttindum úr sínum stjórnarskrám. Má ţá allt?

Enn eitt dćmiđ:

Sumir líta svo á ađ til séu einhver “náttúrulög” sem ná yfir önnur lög. Viđ getum ţá kannski litiđ svo á ađ hćgt sé ađ nota guđ í lögfrćđilegum skilningi eins og Einstein gerđi í eđlisfrćđi. Sem feluorđi fyrir einhverskonar “alheimsreglu”. En ef ég greini ţađ í sundur ţá kemst ég óhjákvćmilega ađ ţví ađ sum réttindi eru “óhagganleg” vegna ţess ađ nógu mörgu fólki sem skiptir máli finnst ađ svo eigi ađ vera.

Ađ lokum:

Mannréttindi koma frá fólki. En ţađ er ekki gott ađ hugsa ţađ ţannig. Kommúnistar hugsuđu ţetta ţannig. Sjáiđ hvernig ţađ gekk.

Allir telja sig hafa einhver réttindi, til dćmis réttinn til bóta eđa réttinn til ađ vera látinn í friđi. En hvađan koma ţessi réttindi og hvernig eru ţau rökstudd? Ţetta er spurning sem heimspekingar af öllu tagi hafa velt fyrir sér lengi. Kristnir menn benda á Guđ. Ađrir benda á ríkisvaldiđ. Enn ađrir tala um náttúrulegan rétt, óháđan bćđi guđi og mönnum. Heilu bćkurnar finnast um efniđ, sumar ţeirra mörg hundruđ ára gamlar. 

En kannski er ţetta ekki svona flókiđ.

Fyrst ţurfum viđ ađ verđa sammála um ađ allir menn séu af sömu gerđ. Enginn einn er ćđri öđrum. Er hćgt ađ sammćlast um ţađ? Ef ekki, hvernig á ađ rökstyđja flokkun á mönnum? Reyndu! Er ţađ ćtterni eđa innistćđa á bankabók eđa húđlitur? Ég flyt sönnunarbyrđina á ţann sem vill meina ađ menn séu ekki allir sömu tegundar.

Sem aukaforsenda skulum viđ gera ráđ fyrir ađ einstaklingar einir hafi réttindi. Ríkisvaldiđ, Hagkaup og Frímúrarafélagiđ hafa ekki réttindi. Ef ég stel frá Hagkaup er ég ađ stela frá eigendum Hagkaupa, en ekki fyrirbćrinu Hagkaup. Ţegar ég greiđi skatt til ríkisvaldsins er ég ađ láta fé fara úr mínum vasa og í vasa annarra. Embćttis- og stjórnmálamenn ráđstafa fénu, ekki ríkisvaldiđ. 

Nćst ţurfum viđ ađ verđa sammála um ađ ef allir menn eru sömu tegundar, međ sömu réttindi, ţá megi enginn einn gera eitthvađ viđ ađra sem hann bannar ađ sé gert viđ hann sjálfan. (Sadó-masókistinn fćr ekki frjálsar hendur hér, ţví hann gefur leyfi til ađ meiđast, og ţarf ţví leyfi til ađ meiđa ađra.)

Af ofangreindu leiđir ađ ríkisvaldiđ er glćpastofnun, frjáls markađur samskipta og viđskipta hiđ eina réttláta fyrirkomulag samfélagsins, skattar eru ţjófnađur, ţrćlahald brýtur á réttindum rétt eins og skattlagning, eignarrétturinn er framlenging sjálfseignarréttar einstaklinga á eigin líkama, og ađ frjálshyggja sé hin eina réttláta stefna sem ber ađ stefna ađ. Q.e.d.

(Lesandann biđ ég afsökunar á mjög stuttri röksemdarfćrslu, en ég get vísađ í margar og ţykkar bćkur eđa styttri greinar og ritgerđir ef áhugi er á slíku.) 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband