Baráttan er gegn markaðshagkerfinu, ekki menguninni

Ákveðinn misskilningur er ríkjandi hvað varðar hina svokölluðu umhverfisverndarhreyfingu.

Sumir telja að hún berjist fyrir hreinna umhverfi, ósnertri náttúru og minni mengun. Það er rétt, en segir ekki alla söguna. (Kaffihús sem búa til snobbkaffi, fundarherbergi vinstrimanna og tölvur sem hýsa heimasíður umhverfisverndarsinna mega nota rafmagn og gefa frá sér hita enda er það mengun af réttum ástæðum að mati sumra.)

Sumir telja að hún berjist gegn samkvæmisdansi ríkisvalds og fjármagnseigenda sem fái leyfi til að menga úr hófi fram án skaðabóta. Það er í sumum tilvikum rétt, en segir ekki alla söguna. (Samkvæmisdans ríkisvalds og hagsmunaaðila má eiga sér stað ef réttir stjórnmálamenn eru með völdin og rétt hagsmunasamtök geta nýtt ríkisvaldið til að þvinga sínum áhugamálum á aðra.)

Sumir telja að hún berjist gegn verksmiðjum hvers konar sem taka upp mikið rými og krefjast mikillar orku sem aftur krefst mikilla auðlinda að framleiða. Það er rétt að hluta til en segir ekki alla söguna. (Verksmiðjur sem framleiða boli fyrir umhverfisverndarhreyfinguna mega standa óáreittar, og líka þær sem hið opinbera á og rekur með bullandi tapi á kostnað skattgreiðenda.)

Umhverfisverndarhreyfingin, eins og hún birtist okkur oftast, er á móti frjálsu markaðshagkerfi eins og það leggur sig. Hver einasta ástæða er talin upp til að berjast gegn sem flestum framkvæmdum. Mannkynið á helst ekki að framleiða neitt, nota neina orku og borða neinn mat. Mannkynið á helst að skreppa saman í nokkur þorp á víð og dreif um plánetuna og lifa á grasi og laufblöðum og kannski stöku hræi sem fellur til.

Eða eins og einn sagði (tilvitnun héðan):

 If I were reincarnated, I would wish to be returned to earth as a killer virus to lower human population levels.

Einnig:

Until such time as Homo sapiens should decide to rejoin nature, some of us can only hope for the right virus to come along. 

Svo þar höfum við það.

Fyrirhuguð verksmiðja á Grundartanga mun kannski ekki menga neitt og jafnvel framleiða sólskin, fiðrildi og fuglasöng með hliðarafurðir, en það mun ekki skipta suma neinu máli. Verksmiðja er að rísa, fyrir fé einkaaðila, til að framleiða hluti sem verða væntanlega seldir með hagnaði, og nýta til þess raforku sem þarf að framleiða með notkun uppistöðulóna og rafmagnslína.

Það, út af fyrir sig, verður næg ástæða fyrir suma til að leggjast gegn henni. 


mbl.is Nánast mengunarlaus framleiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í grundvallaratriðum rangt hjá þér.  Það sem er áhugavert er að umhverfisvernd er i reynd góð stoð fyrir kapitalismann til að fá fram raunverulegan kostnað fram við framleiðslu á tiltekinni vöru. 

Hvers vegna og hvernig ?

1) Umhverfisvernd leggur áherslu á að fornarkostnaður við nýtingu nátturuauðlindar sé reiknaður á sanngjarnann hátt - markaðsverð en ekki verð í krafti eignarnáms ( með þessu er átt við land, efnisnám og viðkoma dýrastofna sem fyrir eru).  Þetta er mikilvægt vegna komandi kynslóðir og okkur sjálf þar sem við viljum alltaf hámarka arð af auðlind !

2) Umhverfisernd leggur einnig áherslu að hvers kyns mengun sé greidd af viðkomandi fyrirtæki þar sem mengun er í reynd skerðing á lífsskilyrðum.  Mengun er nefnilega ekki staðbundið fyrirbæri og þess vegna verður kostnaður við að menga alltaf að liggja fyrir fórnarkostnaðarins.  Við höfum höfum nefnilega alltaf tvo möguleika.  Annars vegar að menga ekkert (allt hreinsað - engu sleppt út) og hins vegar að sleppa mengun út.  Kostnaðurinn við hreinsunina er fórnarkostnaðurinn sem við sitjum upp með ef við sleppum menguninni út.  Þetta verður nefnilega að liggja fyrir því þetta á að vera hluti af raunverulegum framleiðslukostnaði !

3) Umhverfisvernd leggur áherslu á að nýting auðlinda verði að vera í takt við eðlilegan vöxt viðkomandi hagkerfis.  Það er mikilvægt einfaldlega vegna þess að ef við göngum of hart gagnvart náttúrunni verður minna eftir til skiptanna fyrir komandi kynslóðir.  Þetta er einnig mikilvægt vegna þess að ef við göngum of hratt á tiltekna auðlind getur myndast tímabundið offramboð af viðkomandi vöru og þannig fæst ekki fram eðlileg verðmyndum.  Í tilfelli okkar Íslendinga er nærtækast að horfa til framleiðslu á áli !

Það sem er nefnilega einnig áhugavert er að umhverfisvernd styrkir kapitalismann í krafti þess að þau fyrirtæki sem nálgast nýtingu auðlinda af "virðingu" munu styrkjast á kostnað hinna sérstaklega þegar markaðurinn er orðinn meðvitaður um að maðurinn er ekki eyland !

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 11:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Björn og takk fyrir athugasemd þína.

Nú er það ekki svo að kapítalistar hafi alla tíð fengi að dæla mengun og viðbjóðir út í loft og vatn óáreittir. Margir mengendur voru dregnir fyrir dómstóla á upphafsdögum iðnbyltingarinnar og löngu seinna og sóttir til saka fyrir spjöll á umhverfi og eignum annarra. En hvað gerðist þá? Rothbard segir frá:

"As factories began to arise and emit smoke, blighting the orchards of neighboring farmers, the farmers would take the manufacturers to court, asking for damages and injunctions against further invasion of their property. But the judges said, in effect, "Sorry. We know that industrial smoke (i.e., air pollution) invades and interferes with your property rights. But there is something more important than mere property rights: and that is public policy, the 'common good.' And the common good decrees that industry is a good thing, industrial progress is a good thing, and therefore your mere private property rights must be overridden on behalf of the general welfare." And now all of us are paying the bitter price for this overriding of private property, in the form of lung disease and countless other ailments. And all for the "common good"!"

(Kafli 13 hér: https://mises.org/rothbard/newlibertywhole.asp)

Ráðlegging Rothbard til framtíðar:

"The remedy against air pollution is therefore crystal clear, and it has nothing to do with multibillion-dollar palliative government programs at the expense of the taxpayers which do not even meet the real issue. The remedy is simply for the courts to return to their function of defending person and property rights against invasion, and therefore to enjoin anyone from injecting pollutants into the air. But what of the propollution defenders of industrial progress? And what of the increased costs that would have to be borne by the consumer? And what of our present polluting technology?"

Undir þetta tek ég.

Geir Ágústsson, 28.7.2014 kl. 12:18

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Og enn neðar:

"If property rights were to be defended fully, against private and governmental invasion alike, we would find here, as in other areas of our economy and society, that private enterprise and modern technology would come to mankind not as a curse but as its salvation."

Geir Ágústsson, 28.7.2014 kl. 12:20

4 identicon

Renndi yfir kafla 13 í bókinni sem þú vísar í.  Sýnist sem ég sé með sömu nálgun og höfundurinn þ.e. mikilvægi þess að meta rétt fórnarkostnaðinn hverju sinni með tilliti til markaðar og þróunar hans.

Höfundurinn tekur gott dæmi um kopanámur en við getum tekið enn nýrra dæmi svo sem álframleiðslu og offramboð af þorskafurðum vegna skyndilegrar aukningar í veiðum á þorski í Barentshafi.  Slík "ofveiði" leiddi til þess að allir töpuðu og verð á þorski fór undir eðlilegt verð á náttúruafurð (að gefnu tilliti til kostnaðar vegna aðgang að auðlind - sem verður að borga hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Það er hins notkunin á fjármunum sem menn geta þrefað um).

Í öllu falli þá er umhverfisvernd mikilvæg til fá fram eðlilegar leikreglur fyrir markaðinn bæði til skemmri og lengri tíma lítið.  Þar sem hennar nýtur ekki við verður til velferðarhalli sem bitnar á íbúum viðkomandi svæða (og allra á endanum) í formi verri lífsgæða (mengun, ofnýting viðkomandi auðlindar á skömmum tíma).  Við getum þannig lagað séð litið á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem umhverfisvernd.  Síðan geta menn deilt um útfærslur en hugmyndin er sú sama: 

(a) eðlileg nýting

(b) afgjald af auðlind

(c) markaðurinn látinn um að hámarka innkomu af fyrirliggjandi ráðgjöf að uppfylltu þeim skilyrðum sem við setjum til veiðanna (veiðarfæri, tími,...)

Þannig er það hagur útgerða að fara sem best með viðkomandi auðlind sem og vistkerfi sjávarins því það hámarkar arðinn og minnkar rekstraráhættu viðkomandi greinar. 

Dæmi um slæma umhverfisvernd er hins vegar t.d. Hellisheiðarvirkjun eins og hún er í dag.  Þar var farið allt of hratt af stað.  Fórnarkostnaður vanmetinn að öllu leiti bæði með tilliti til lands, mengunar og nýtingu á orku. 

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 17:12

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Björn og takk aftur fyrir athugasemd þína.

Ég er í grundvallaratriðum alveg sammála þér. Ég sé hins vegar nokkra hluti að allri umræðu um umhverfisvernd í dag:

- Vinstrimenn, hallir undir risastórt ríkisvald með puttana í öllu, virðast vera þeir einu sem hafa hag umhverfisins að leiðarljósi. Undir niðri eru þeir samt bara að nota tal um umhverfisvernd til að færa rök fyrir enn stærra ríkisvaldi.

- Hægrimenn hafa haft tilhneigingu til að kinka kolli yfir öllu sem fyrirtæki gera svo lengi sem þau eru í einkaeigu. Þeir gleyma að einkafyrirtæki hanga oft í pilsfaldi ríkisins og þiggja af því allkyns sérleyfi og niðurgreiðslur sem standa ekki almenningi til boða (beinar og óbeinar, t.d. ríkisábyrgðir og ódýrt land). (Undantekningar finnast vissulega, dæmi: http://www.vb.is/frettir/83722/)

- Hvorugt er gott: Ríkisvald með puttana í öllu sem bannar allar framkvæmdir, og ríkisvald sem þjóðnýtir lönd og byggir verksmiðjur með ríkisábyrgð.

Mín nálgun er sú að einkavæða hverja einustu landsspildu og gefa almennum borgurum aðgang að sakamálum á mengendur (aftur). Það mun tryggja eðlilegan framgang iðnaðar sem gerir hvoru tveggja: Framleiðir verðmæti og lætur eignir annarra í friði. Eða, svo ég vísi aftur í umræddan kafla: "If production processes are allowed to pollute the rivers unchecked by their owners, then that is the sort of production technology we will have."

Geir Ágústsson, 29.7.2014 kl. 05:45

6 identicon

Þú ert ekki frjálshyggjumaður Geir.

Refsarinn (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 22:11

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Refsarinn,

Gott og vel. Ég get þá litið á bókina "For A New Liberty: The Libertarian Manifesto" sem ekki-frjálshyggjubók. Hún er engu að síður góð.

Geir Ágústsson, 15.8.2014 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband