Miðvikudagur, 16. júlí 2014
Er opið í Bandaríki Norður-Ameríku?
Svo virðist sem frekari innlimun í Bandaríki Evrópu sé ekki á dagskrá á næstunni. Það var nú verr og miður. Hvernig geta Íslendingar þá losnað við fullveldi sitt? Ætli Bandaríkin Norður-Ameríku taki við umsóknarbeiðnum? Þar bráðvantar skattgreiðendur til að fjármagna sívaxandi skuldafjall og ört stækkandi ríkisrekstur (sama vandamál og ESB glímir við). Íslendingar framleiða þrátt fyrir allt nokkuð af raunverulegum verðmætum.
Ef þær dyr eru líka lokaðar má alltaf prófa Kína eða jafnvel bjóða Norðmönnum að taka við fullveldi Íslands.
Ef allt þrýtur má kannski bara lýsa því yfir að fullveldi Íslands sé falt hæstbjóðanda (söluandvirðið rennur í afborganir af Hörpu, greiðslu Icesave-innistæða, jarðgöng í gegnum mið-hálendið og rekstur sendiráðs Íslands í Nýju Delhí, Indlandi). Hver veit, kannski kemur einhver ríkur Rússi til landsins!
Ekki gefast upp, Árni Páll Árnason!
Vonbrigði fyrir hluta þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Athugasemdir
Danir eru náðarsamlegast að taka Noreg aftur, af því þeir fundu olíu. Erum við ekki alltaf alveg um það bil að finna olíu? Þá gætum við bara tekið hæstbjóðanda ...
Þórdís Bachmann, 16.7.2014 kl. 19:49
Sagan segir að Danir og Norðmenn hafi samið sín á milli um olíuleit yfir nokkrum drykkjum og að sá sem samdi fyrir hönd Danmerkur hafi fengið sér aðeins of marga og samið af sér það sem seinna endaði á að verða töluverður auður.
Svona er þetta með auðlindir sem enginn veit af og enginn er að nýta: Þær er erfitt að verðmeta!
Ég rakst á þennan texta sem er hugsanlega sögusannlegur: "Welcome to Norway, home to a proud people who enjoy telling the myth about how they cheated their rival and neighbor Denmark by, despite owning very little of the North Sea oil, getting the then-Danish minister drunk on Norwegian snaps and signing the majority over to them."
http://www.huffingtonpost.com/anders-lorenzen/the-oil-state-norway_b_1553030.html
Geir Ágústsson, 16.7.2014 kl. 20:30
Það er svo til marks um heiðarleika Norðurlandabúa að samningar eru látnir standa. Það er enda ein af uppsprettu velgengni þeirra á heimsmarkaðinum. Sá sem svíkur samninga endar á að eiga fáa til að semja við sig.
Geir Ágústsson, 16.7.2014 kl. 20:31
Það er allavega gott að ESB skuli hafa eignast þennan einræðisherra sem öllu ræður. Og skondið hve ESB andstæðingar virðast sáttir og ánægðir með það, brosa hringinn og halda ekki vatni. Ætli það sé það sem þá hafi vantað til að vilja aðild? Þeir hafa allavega ekki verið ánægðir með það að Íslendingar fengju ekki að ráða öllu, að samið og kosið væri um mál, nú er þó sjens. Verður Óli Grís, þegar hann hættir, næsti einráður Evrópu?
Jos.T (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 21:44
Ólafur er ekkert að hætta, enda enginn sem kemur til með að bjóða sig fram i Forsetstolinn sem gæti gert eins vel og Ólafur hefur gert.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 16.7.2014 kl. 23:09
Hvað með að skipta út embætti forseta Íslands fyrir eitthvað svona?
https://www.ch.ch/en/referendum/
Geir Ágústsson, 17.7.2014 kl. 09:32
Það er ágætt að hafa Forseta með bein í nefinu, þegar Alþingi er að gera einhverjar gloríur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 17.7.2014 kl. 17:32
Hættan er samt sú að menn fari að treysta á að forsetinn hafi bein í nefinu.
Önnur hætta er sú að forseti fái einhverjar hugmyndir um að hann sé kóngur og stöðvi mörg framfaramál frá þinginu.
Ég sé miklu frekar að við setjum upp kerfi sem gerir þjóðaratkvæðagreiðslur bæði algengari og auðveldari/ódýrari, og feli í sér einhverja lágmarksþátttöku. Ef meirihluti þjóðarinnar vill stöðva eitthvað framfaramál þá hann um það. En hann stöðvar líka vonandi einhverja vitleysuna frá þinginu (eins og Icesave-sagan kennir okkur).
Besta vörnin gegn vitlausum stjórnmálamönnum er svo auðvitað að hafa sem minnst völd og ábyrgð á þeirra höndum: Einkavæða meira, og setja ríkisvaldinu meiri skorður, t.d. í hvað má binda í lög og hvað og hversu mikið má skattleggja. En hérna duga plögg eins og stjórnarskrár ekki. Tortrygginn og vökull almenningur er það eina sem getur haldið aftur af hinu opinbera. Og hérna mega Íslendingar eiga það við sjálfa sig hvað þeir kokgleypa mikið af vitleysunni frá yfirvöldum.
Geir Ágústsson, 18.7.2014 kl. 09:47
Ef að Forsetinn fer að halda að hann se Kongur eða Keisari, þá vænti eg þess að kjósendur felli þjóðaratkvæðagreiðsluna um það málefni sem Forsetinn er að fara fram ur sér.
Eg treysti kjósendum um að gera rétt, enda sýndi það sig i IceSave kosningunum.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.