Mánudagur, 30. júní 2014
Trúir þessu einhver?
Verðbólga á evrusvæðinu hélst óbreytt í júnímánuði frá fyrri mánuði. Hún hefur nú mælst 0,5% fjóra mánuði í röð og hefur ekki verið eins lág frá því haustið 2010.
Trúir þessu einhver? Látum okkur sjá: Magn evra í umferð hefur aukist gríðarlega á seinustu árum. Það er um það bil tvöfalt á við það fyrir 10 árum síðan.
Hefur verðlag tvöfaldast síðan þá? Nei, ekki endilega. Hvað þýðir það? Það þýðir að tvöfalt fleiri evrur eru nú að elta svipað magn af vörum og þjónustu án þess að verðlag hafi hækkað. Það gengur ekki upp. Annaðhvort eru menn því að leika sér með "mælingar" á verðbólgu þannig að "óþægilegar" verðhækkanir eru vigtaðar niður, eða eitthvað annað og undirliggjandi er að eiga sér stað sem mun, eins og þyngdaraflið sem á endanum nær eplinu af trénu, láta á sér kræla seinna.
Síðan er það þessi blessaði ótti við verðhjöðnun, svona eins og hún sé slæmt út af fyrir sig. Hún er vissulega slæm fyrir marga, t.d. skuldara, en góð fyrir aðra, þ.á.m. þá sem eru í vinnu og sjá laun sín duga fyrir fleiri og fleiri nauðsynjum og auknum sparnaði (sögulega hafa laun í umhverfi verðhjöðnunar lækkað hægar en verðlag almennt, og kaupmáttur launþega vex því að öllu jöfnu í umhverfi verðhjöðnunar, sem er gott). Að "óttast" verðhjöðnun er eins og að óttast kalt veður af því maður er búinn að borða óhollan mat og klæða sig illa í langan tíma og veikja ónæmiskerfi sitt svo mikið að það megi ekki við neinu.
Annars er þessi frétt eins og hún leggur sig dæmi um að fáir virðast hafa lært nokkurn skapaðan hlut af hruninu á fjármálakerfum heimsins haustið 2008. Menn tala um bjartari tíma, að kreppunni sé lokið og fleira slíkt. Allt slíkt tal má afskrifa strax. Kreppunni er ekki lokið. Bankakreppan var afgreidd þannig að ríkisgjaldþrotakreppa er framundan. Hún verður miklu verri.
Verðbólga enn 0,5% á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki bara að sanna málsháttinn: "Liars can figure and figures can lie."
Kveðja frá Seltjarnarnesinu
Jóhann Kristinsson, 30.6.2014 kl. 11:56
Loksins ad einhver sjai ad kreppan se ekki lidin hja, to svo ad allir virdist halda tad og gleypa vid skvaldri stjornarmanna fyrirtækisins er Island er.
Tad er nu svo ad tad er buid ad yta a undan ser vanda sem ekki verdur undan komist og eru teir nu nokk margir sem spa hruni aftur innan 2 ara, og ta er verid ad tala um rikissjod, ekki einhvad sem ma breyta i nyja og gamla.
Arnthor H (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 16:39
Menn eru handteknir ef þeir gera áhlaup á banka og gripið er til aðgerða gegn þeim sem tala ekki nógu fallega um bankana.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/06/30/esb-kemur-bulgorskum-bonkum-til-adstodar/
PS. Ég held að bankakerfið sé í þvílíkum blóma að það hálfa væri meira en nóg.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 22:12
Skemmtileg nálgun því margt er ekki eins og það sýnist. Hef ekki farið lengi til Þýskalands. Þar er víst allt í jafnvægi hjá hinni ágætu Merkel? Í Danmörku er sama verðlag eða hvað. Hvað skyldi pylsan kosta á Ráðhústorginu. Kannski veit Geir meir um þróun verðs hjá Dönum.
Engin talar um vöxt fiskistofu sem hefur gengið undir mörgum nöfnum. Fyrir um 2 áratugum var hún stofnuð af þeim mönnum sem vildu hvað báknið í burt. Engin talar um hvernig nýta eigi húsnæði fiskistofu í Hafnarfirði. Enginn minnist á allan þann fjölda um borð í skipunum sem daglega sendir fiskistofu skýrslur og talningar. Engin kona talar um fiskilögreglu. Enginn talar um kjördæmaskipanin eða potið sem okkar þingmenn þurfa að stunda. Sjálfir tala þeir um Landið sem þurfi að norðurpólavæðast og vera viðbúnir að Grænlendingar á austurströndinni fari í útrás. Nýti auðlindina
Kæri Geir getur þú skilgreint þetta andrúmsloft.
Það atlar
Sigurður Antonsson, 2.7.2014 kl. 22:17
Sæll.
Skýringin á þessu er sennilega nokkuð einföld: Þessar evrur eru ekki í umferð heldur liggja þær líklega í einhverjum bankahvelfingum. Kannski er það þess vegna sem Draghi er nú kominn með neikvæða stýrivexti.
Svipað er að gerast í USA, þar fer bara hluti prentuðu dollararnir í umferð (helst í hlutabréfamarkaðnum). Þegar þeir gera það verður verðbólgan þar hins vegar alger Kleppur :-( Gríðarlegt magn dollara situr utan USA og fyrr eða síðar vilja þeir fara heim og þá verður ekki gamann að vera Bandaríkjamaður.
Samt er nú ábyggilega eitthvað fiktað í verðbólgumælikvarðanum eins og þú nefnir.
Helgi (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.