Er það skrýtið?

Maður um tvítugt varð fyrir fólskulegri árás í strætóskýli við Vonarstræti um hálf sjö leytið í gærkvöldi. Ástæða árásarinnar virðist sú að hann átti ekki strætómiða til að gefa árásarmanninum. Fjölmargir gengu fram hjá þar sem fórnarlambið lá í blóði sínu án þess að veita honum aðstoð.

Maður er barinn til óbóta og gangandi vegfarendur gera ekkert til að aðstoða hann. Þetta finnst einhverjum vera skrýtið. Hvernig stendur á því?

Margir telja ranglega að við séum einstaklingar sem eigum að taka helstu ákvarðanir í lífum okkar. Það er rangt. Við eigum að detta með lokuð augun aftur á bak og bíða eftir að vera gripin af hlýjum en kæfandi faðmi ríkisvaldsins.

Það er ekki okkur að kenna að einhver verði fyrir líkamsárás. Er þetta ekki bara einhver eiturlyfjaneytandi sem lenti í handrukkun? Svoleiðis lið getur átt sig, eða látið lögregluna hirða sig (sé hún ekki of upptekin annars staðar að elta uppi unglinga með vímuefni á sér eða loka stöðum sem bjóða upp á dans fáklæddra meyja).

Það gæti haft í för með sér kostnað og óþægindi að aðstoða náungann. Nægur er nú kostnaður okkar af skattheimtu til að fjármagna aðstoð við allt og alla, jafnvel fullfrískt, vinnandi fólk með háar tekjur (sem þiggur fæðingarorlof, barnabætur og niðurfærslur lána úr vösum skattgreiðenda). Kerfið á að sjá um að aðstoða þá sem lenda í óhöppum eða eru óheppnir. Til þess eru skattarnir.

Sú tíð er liðin þegar almennir borgarar stóðu saman gegn óréttlæti heimsins og það er hið besta mál. Ríkið afvopnaði almenning og lofaði að sjá um baráttuna gegn því illa. Það er gott mál. Við viljum að ríkisvaldið sé eitt með vopn á hendi. Við sauðsvartur almúginn eigum ekki að þurfa sjá um að stöðva glæpamenn eða hlúa að fórnarlömbum glæpamanna. Til þess er ríkið.

Að maður liggi í blóði sínu á fjölfarinni götu og sé ekki sinnt af neinum: Er það skrýtið? Nei, það er ekki skrýtið. Það er skiljanlegt. 


mbl.is Lá í blóði sínu og allir gengu hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það undarlega við samfélagið er að það hefði vakið meiri viðbrögð vegfaranda ef árásarmaðurinn hefði kallað N-orðið eða einhvert annað orð sem hægt er að tengja við kynþáttaníð

N (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 09:01

2 identicon

Já ok. Ég sé að sá sem þetta blogg skrifar er svona dæmigerður aumingi og ræfill. Enn af þeim sem vill ekki fá blóð í fötin sín þó samborgari hanns liggi í blóði sínu.. Vonandi að aðrir hugsi ekki svona til þín ef að þú verður ekin niður eða lamin í klessu. Amk mundi ég rétta þér hjálparhönd. Jafnvel þó þú sért aumingi.. Jafnvel ferkar að maður sé góður við aumingja en hina ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 12:35

3 identicon

Ólafur, ég held að þú hafi ekki skilið Geir og tilvïsanir hans um afsal ábyrgðar almennings til ríkisins.

Erlendur (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 12:41

4 identicon

Ég held að Ólafur hafi skilið það agætlega.  Hér er verið að rugla saman ábyrgð einstaklings og ríkis.  Það er sannarlega á ábyrgð ríkisins að sjá um að eiga við glæpamenn og veita sjúkum aðhlynningu.  Hins vegar getur ríkið ekki tekið af okkur ábyrgðina á því að vera sæmilegar manneskjur og sýna náungakærleika.  Það er hverjum í sjálfs vald sett hvort hann vill vera sjálfhverfur eða ekki.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 13:30

5 identicon

Sæll Ólafur,

Þar sem ég þekki vel til þessa drengs sem fyrir árásinni varð þá má ég til með að leiðrétta þá fáránlegu ályktun þína að um handrukkun hafi verið að ræða.

Hann var á leiðinni heim úr vinnunni og sat í strætóskýli og var spurður hvort hann ætti strætómiða, hann sagðist því miður ekki eiga strætómiða þar sem hann væri með strætókort og var margsinnis kýldur þar sem hann sat á bekknum áður en að árásarmaðurinn gékk í burtu. Þetta gerðist svo hratt að það er ekki fyrr en við þriðja högg að hann áttar sig á því hvað er að gerast og setur hendur fyrir sig á meðan höggin dynja á honum svo er árásarmaðurinn farinn.

Þetta hefur EKKERT með eiturlyf eða handrukkanir að gera, annað en að árásarmaðurinn gæti hafa verið í neyslu alveg rólegur með staðhæfingarnar.

Viðbjóðurinn er að það var fólk sem að stoppaði og horfði á þetta gerast, datt ekki í hug að hringja á lögregluna, datt ekki í hug að tékka hvort það væri í lagi með hann þegar árásarmaðurinn var farinn og ÞAÐ er EKKI Í LAGI!!!

Vonum nú bara að fólk læri af þessu og ef þú verður einhvern tímann fyrir fólskulegri árás að viðbrögðin verði betri og vitni hafi manndóm í sér til að hringja að minnsta kosti á lögregluna til þess eins að gefa vitnisburð um það sem það sá.

Sara (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 13:55

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir. Ég er vonandi að misskilja þig, en...

Varstu virkilega að halda fram þeirri skoðun að ofbeldi sé réttlætanlegt, bara svo lengi sem það beinist að einhverjum sem er haldinn fíknisjúkdómi?

Hrapaðirðu svo að þeirri ályktun að svo sé ástatt um aðila þessa máls?

Vá maður....

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2014 kl. 14:20

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Kæru allir,

Færsla mín var skrifud af mikilli kaldhædni. Ég bidst velvirdingar a öllum misskilningi sem gæti hafa hlotist af henni. Ég er hugmyndafrædilega á móti ríkisvaldinu sem hugmynd, stofnun og fyrirbæri sem hirdir af einstaklingum abyrgd, völd og verkefni.

Geir Ágústsson, 24.6.2014 kl. 15:04

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé að meirihluti lesenda skilur ekki kaldhæðni... en hey, það þarf gáfru til að meta hana.

En:

Það sem gerðist þarna var fullkomlega eðlileg mannleg hegðun, hefur verið marg-rannsakað og þekkt í tugi ára. Borgarlífið hefur bara þessi áhrif á fólk.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.6.2014 kl. 20:18

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Það er nú verr og miður. Að hringja í lögreglu er nú lítið verk og hættulaust. Hitt er svo athyglisvert að 100% þeirra sem löbbuðu framhjá manninum létu eins og ekkert væri, en 100% þeirra sem tjá sig um málið á internetinu gera það af mikilli hneykslun yfir afskiptaleysi vegfarenda. Það er kannski rannsóknarefni út af fyrir sig.

Sem betur fer var þetta ekki svona slæmt:

https://www.youtube.com/watch?v=zPnK0NCn_MQ

Geir Ágústsson, 25.6.2014 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband