Mánudagur, 23. júní 2014
Einföld og góđ hugmynd
Almar Guđmundsson, framkvćmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ađ hiđ íslenska vörugjaldakerfi sé ósanngjörn skattheimta sem mismuni vöruflokkum og atvinnugreinum. Hann segir kerfiđ vera úrelt og ađ stjórnmálamenn verđi nauđsynlega ađ sýna kjark og afnema tolla og vörugjöld á öllum sviđum.
Amen!
Hér er á ferđinni hugmynd sem er allt í senn góđ, einföld og réttlát.
Margir Íslendingar hafa flćkt sig í ţeim frumskógi sem innflutningur til Íslands er. Gegnsćiđ er vćgast sagt lítiđ í ţví ferli. Ekki er nóg međ ađ innflutningi fylgi oft tollur og nćr alltaf virđisaukaskattur. Ofan á allt ţetta bćtist allskyns önnur bein og óbein skattheimta (t.d. ađflutningsgjald, oft vörugjald, ýmsar tegundir úrvinnslugjalda og stundum eftirlitsgjald). Kerfiđ er svo flókiđ ađ ríkisvaldsins rekur svokallađan tollskóla fyrir starfsmenn sína. Stundum dugir ekkert minna en svolítil skólaganga til ađ vita hvernig á ađ tolla koparvír úr hreinsuđum kopar sem er meira en 6 mm ađ ţvermáli (sem ber vel á minnst 0% toll en 25,5% virđisaukaskatt auk ţess sem 15 kr bćtast viđ í úrvinnslugjald á pappírsumbúđir og 16 kr í úrvinnslugjald á plastumbúđir, skv. Tollskránni, flokkur 7408.1100).
Ég sendi t.d. móđur minni gjöf međ pósti til Íslands um daginn (lítiđ raftćki). Varan kostađi um 7000 íslenskar krónur fyrir mig (međ sendingarkostnađi og virđisaukaskatti hér í landi). Sendingin skilađi sér til Íslands og hvađ gerist ţá? Önnur eins upphćđ bćttist viđ í innheimtu. Samt var heildarverđmćti varningsins undir ţeim mörkum sem íslensk yfirvöld telja tollskyld. Ađ eitthvađ sé kallađ tollfrjálst er engin ávísun á ađ varan komist inn í landiđ án mikillar opinberrar gjaldheimtu.
Ég segi stundum ađ ţví verra sem ástandiđ er í einhverju ríki, ţví erfiđara er ađ fá vegabréfsáritun inn í ţađ. Ćtli megi ekki segja svipađa sögu um vöruinnflutning?
Ţađ kćmi mér ekki á óvart ef 95% Íslendinga hefđu einhverja reynslu af "ólöglegum innflutningi" á einhverju. Betra er krókur en kelda, eins og einhver sagđi, og ég tala nú ekki um ef keldan er svona fjárţyrst.
![]() |
Vilja afnema tolla og vörugjöld |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:03 | Facebook
Athugasemdir
hvađ ertu eiginlega ađ reyna segja?
ertu ósáttur ađ ţađ sé sér tollflokkur fyrir koparvír meira en 6mm?
tollskráin er ađgengileg öllum á netinu međ allar prósentur og gjöll ţannig ađ allir međ reiknivél geta komist í gegnum ţetta og svo er auđvitađ reiknivél á síđunni ţeirra líka.
auđvitađ eru gerđ mistök ţarna eins og á öđrum stöđum hvađ varđar td ipod ađ ţá tók ţađ alltof langan tíma.
er eitthvađ athugavert ađ ţađ sé til eitthvađ sem heitir tollskóli? öll utanríkisverslun sem og flutningur á fólki inn og út úr landinu fer í gegnum ţetta embćtti.
ef ţú ert ósáttur viđ vinnubrögđ póstsins og tollvarđanna ţar og finnst ađ ţađ hafi ekki veriđ fariđ eftir lögunum ţar endilaga kvartađu. hins vegar stendur skýrt á tilkynningunni ađ tollverđir meti hvort sendingin sé gjafasending.
fyrir utan sérhagsmunina sem stýra ţessari umrćđu og pressu ađ ţá hreinlega nć ég ekki af hverju tollar og vörugjöld eru stćrsta máliđ. í fyrra var tryggingargjaldiđ ađ gera útaf viđ fyrirtćki og ég hlýt ađ hafa misst af fréttunum um öll jákvćđu áhrifin og mannaráđningarnar sem fylgdu ţví ađ ţađ var lćkkađ.
ef atvinnulífiđ vill finna frumskóg hvađ međ ađ skođa bankakerfiđ, reiknistofu bankanna, tryggingarfyrirtćkin, fjarskiptafyrirtćki, flugfélög osfrv
almenningur á ekki ađ láta blekkja sig ađ halda ađ ţau muni nokkurn tíma fá lćgri veriđ ef einhver gjöld verđa felld niđur.
tryggvi (IP-tala skráđ) 24.6.2014 kl. 12:38
Sćll tryggvi og takk fyrir athugasemd ţína,
Ríkisvaldiđ getur auđveldlega aflađ sér tekna af innflutningi án ţess ađ leggja á hann frumskóg sem krefst reiknivélar, tollskóla, leitarvéla og landakorta til ađ rata í gegnum (ţađ ađ krókaleiđin sé kortlögđ gerir hana lítiđ skárri en beina veginn međ litlu hrađahindruninni).
Hvađ kostar ađ reikna allskonar gjöld og tolla út? Ţađ hlýtur ađ kosta milljónir á ári.
Tollafrumskógurinn ţjónar líka hlutverki sem fáir tala um: Neyslustýring. Ţví ef ekki vćri fyrir neyslustýringarmarkmiđiđ ţá vćri hćgt ađ einfalda kerfiđ til muna og leggja einfaldan flatan virđisaukaskatt á allt innflutt, plús eitthvađ fast gjald sem refsing fyrir ađ versla frá útlöndum (gćti kallast "tollur" eđa "vörugjald" eđa einfaldlega "refsigjald fyrir ađ kaupa ekki íslenska lopapeysu og ţess í stađ eitthvađ plastdrasl frá útlöndum").
Nú fyrir utan ađ ţeir sem starfa viđ ađ innheimta tolla vilja vitaskuld gćta starfs síns.
Segđu mér, hvađ segir tollaskrá um
Geir Ágústsson, 30.6.2014 kl. 11:45
Ţarna endađi ég óvart í miđjum klíđum, en sem sagt: Segđu mér, hvađ segir tollskrá um svokallađar rafsígarettur? Ég leitađi og fann ekkert.
Geir Ágústsson, 30.6.2014 kl. 11:46
Af hverju má notast viđ reiknivél á kassa í verslunum landsins en ekki í tollstjóraembćttinu? Af hverju má vera til skóli fyrir lögfrćđinga en ekki ţá sem vinna međ utanríkisverslun landsins?
Skilur ţú eitthvađ í verđlagningu icelandair? Af hverju kostar 10 kr ađ senda sms?
Hvađ kostar ađ borga lögfrćđingum fyrir ađ senda pappíra á milli í skilnađarmáli? Ţađ sjást fréttir ađ kannski ţađ eina sem ţrotabú nćr ađ greiđa út er ţóknun skiptastjórans.
Hvađ kostar ađ láta fasteignasala sjá um sölu á fasteign? Ég leyfi mér ađ efast ađ gjöld fyrir tollafgreiđslu séu hćrri en dćmin sem ég nefni ađ ofan.
Ţetta ţađ sem viđ köllum neyslustýringu kemur í gegnum ríkisvaldiđ en margt eftir ţrýsting frá iđnađnum í landinu. Skattkerfiđ vćri líka mun einfaldara og léttara fyrir flesta ef ţađ vćri ekki endalaust gefiđ eftir til ađila sem geta varla borgađ neitt sjá td nýlega umfjöllun í viđskiptablađinu um allar ívilnanir sem veriđ er ađ gefa.
Auđvitađ er mikiđ mál ađ eltast viđ allar nýjar uppfinningar og tćki og svo bćtirđu viđ ađ textinn á netinu er ansi formlegur og ţví kannski ekki nógu lćsilegur. Ég td skil ekki af hverju hvert land virđist vera međ sér tollskrá og flokkun. Ég skil af hverju % og gjöld geta veriđ mismunandi á milli landa en ekki hitt.
Ef fyrirtćki í landinu vilja einfalda allt svona međ hag almennings fyrir brjósti vćri ekki nćr ađ ţau löguđu til hjá sér fyrst?
tryggvi (IP-tala skráđ) 1.7.2014 kl. 13:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.