Mánudagur, 16. júní 2014
Kominn tími til að lóga hestinum
Í Eyjunni í dag sagði Már að auðvitað hefi gengið á ýmsu síðan en hann væri búinn að velta málinu töluvert mikið fyrir sér og sæi það þannig að Seðlabankinn væri nú eins og staddur í miðri á þar sem ekki væri sniðugt að stökkva af hestinum.
Seðlabankastjóri beitir frumlegum rökum fyrir áframhaldandi setu sinni á hrossinu sem kallast Seðlabanki Íslands. Hann hafi leitt hestinn út í miðja á og eigi að fá að klára ferðalagið yfir ána.
Þessum hesti mætti lóga og knapann mætti senda í frí eða á himinhá eftirlaun. Seðlabanka Íslands má áhyggjulaust leggja niður og ríkisvaldið getur um leið komið sér út úr peningaútgáfu með öllu. Seðlabankar eru tiltölulega nýleg uppfinning og fyrst og fremst tæki stjórnmálamanna til að framleiða fé ofan í ríkiskassann þegar skattheimtu er ekki hægt að auka meira. Bankarnir hafa stutt slíka starfsemi enda græða þeir vel á henni. Við hin sitju uppi með rýrnandi kaupmátt peninganna (verðbólga) og látum mata okkur á þvælu um að verðbólga sé "nauðsynleg" og að stanslaus rýrnun á kaupmætti peninganna "styrki útflutning" og að það sé betra en að sparnaður okkar haldi verðgildi sínu.
Í Bandaríkjunum og víðar hafa sprottið upp hreyfingar fólks [1|2|3] sem hefur séð í gegnum þá svikamyllu sem ríkisrekinn seðlabanki er. Er kominn tími á slíka á Íslandi?
Már sækir aftur um | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Já, tvímælalaust. Fyrsta skrefið er þó að opna augu fólks fyrir þessu rugli.
Ég hef aldrei heyrt hvað þessi snilldarstofnun kostar skattgreiðendur á ári hverju.
SÍ og FME ætti tafarlaust að leggja niður. Síðan mætti leggja niður þó nokkur ráðuneyti.
Helgi (IP-tala skráð) 17.6.2014 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.