Verkfallsstéttirnar í ham

"Verkfallsstéttirnar" sem ég kalla sem svo eru í miklum ham þessa mánuðina. Verkfallssjóðir þeirra eru fullir eftir verkfallshlé á meðan vinstristjórn var við völd en nú skal gengið á þá. 

Verkfallsstéttirnar njóta sérstakrar verndar löggjafans til að leggja niður störf og meina öðrum að fylla þau á meðan. Þær stéttir sem njóta ekki slíkrar verndar horfa sennilega með öfund upp á þessi forréttindi. Sjálfur fengi ég uppsagnarbréf mjög fljótlega ef ég legði niður vinnu. Ég er samt ekki öfundsjúkur út í forréttindi verkfallsstéttanna. Mig langar ekki í forréttindi. Ég vil bara að mér sé ekki meinað að geta samið um mín laun við minn atvinnuveitanda, með misgóðum árangri að vísu en það er önnur saga. 

Hinar "friðsælu stéttir" halda samfélaginu gangandi á meðan verkfallsstéttirnar berja í borð, loka vinnustöðum, kyrrsetja flugvélar, læsa kennslustofum og skrúfa fyrir sturtuhausinn fyrir ofan eldra fólk. Það er nú þrátt fyrir allt ágætt.


mbl.is Seinna fram úr rúmum vegna verkfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband