Lausn allra verkfalla: Uppsagnir

Til að leysa öll verkföll til frambúðar þarf bara eitt að gerast: Að leyfa fyrirtækjum á ný að segja upp starfsmönnum sem leggja niður vinnu.

Þannig færi fyrir mér á mínum vinnustað.

Ef laun væru í raun og veru of lág þá kæmi enginn starfsmaður í stað þeirra sem var sagt upp vegna verkfalls, eða bara lélegir starfsmenn sem kosta mikla þjálfun og gera viðskiptavinina fráhverfa fyrirtækinu. Ef laun væru ekki of lág væri hægt að fylla skörð starfsmanna sem fóru í verkfall vegna launa, á gömlu laununum eða jafnvel lægri.

Það sem kemur að miklu leyti í veg fyrir að launafólk og atvinnurekendur geti samið frjálst og óþvingað um laun eru lög sem heimila sumum að fara í verkfall en halda störfunum uppteknum og koma í veg fyrir að þau megi fylla af öðru fólki.

Þetta er þvingun.

Annað dæmi um þvingun er þjófur sem brýst inn í eitthvert húsið um hábjartan dag og sest í sófann í stofunni. Heimilisfólkið biður þjófinn um að fara - hann sé að taka pláss í sófanum en eigi að vera úti. Hann neitar að fara fyrr en ákveðinn hluti af eigum heimilisfólksins sé færður honum. Lögreglan segist ekkert geta gert. Heimilisfólkið hefur engra kosta völ, afhentir þjófnum nokkra af hlutum heimilisins, og þjófurinn fer. Hann var kannski garðyrkjumaður heimilisfólksins og heldur því áfram eftir að hafa hirt úr húsinu. Plássið sem hann skilur eftir sig í sófanum er núna aftur til ráðstöfunar.


mbl.is Ógnar 500 flugferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll þetta eru engin rök hjá þér. Allt sem áunnist hefur sem skiptir máli hefur kostað baráttu og verkföll. Sumarfrí,veikindaréttur,stytting vinnuviku ofl ofl.

Vinnuveitendur reyna alltaf og án undantekninga að borga eins lítið og hægt er og ég skil það vel. Enn ég skil það líka að fólk þarf að lifa en harðlínukapitalistar hugsa ekki þannig.

"Fólk getur bara farið annað ef það er ekki sátt við hvað ég borga, það er engin hér nauðugur, menn geta bara unnið yfirvinnu hér líka nóg af henni"

Nei það sem anntar hér er meiri harka í verkalýðshreyfinguna. Gott dæmi er Flóabandalagið en þar ráða aumingjar ríkjum. þarna var samið um 2,8% hækkun fyrir okkur á meðan frammhaldskólakennarar stóðu á sínu og fóru framm á 17% hækkun og sömdu svo um 16% hækkun eftir jú VERKFALL!

þetta sem þú ert að seigja er því mikil einföldun á sannleikanum. Auðvitað vill engin verkföll en hvað á launafólk að gera þegar menn bara seigja NEI Við borgum ekki krónu meira þrátt fyrir að okkur gangi vel og að verðlag sé að hækka.

Ég get fullyrt það að við værum hér með sumarfrí upp á 10 daga, ekkert fæðingarorlof eða veikindarétt, uppsagnarákvæði eða lágmarks mannréttindi hefði ekki komið til baráttu alvöru manna sem börðust fyrir réttindum verkafólks hér frá 1940 til 1990. Verst bara að þeir eru allir dauðir og skörð þeirra fyllt með aumingjum í dag. Að vísu með örfáum undantekningartilvikum eins og þeim á Akransi og víðar..

ólafur (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 12:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólafur,

Takk fyrir athugasemd þína. Það sem þú gleymir er samt að EF fyrirtæki er þvingað til að borga meira en markaðslaun þá þarf það að fækka starfsfólki. Gildi það um öll fyrirtæki (væru t.d. öll fyrirtæki skyldug til að ráða verkalýðsfélagsbundna meðlimi, og þeir nytu allir sömu verndar og þeir sem njóta mestrar verndar í dag) þá myndi það bara leiða til atvinnuleysis.

Sem betur fer er til fullt af vinnustöðum sem þurfa ekki að hlýða launatöxtum verkalýðsfélaga og þeir geta ráðið til sín þá sem eru ekki gjaldgengir í verkalýðsfélögin (t.d. vegna ónægrar menntunar). Það fólk þarf hins vegar að þiggja lægri laun en ella.

Þetta er frumskógur en eitt er víst: Verkalýðsfélög geta ekki þakkað sér fyrir styttingu vinnuviku og allskyns fríðindi, nema í besta lagi fyrir suma á kostnað annarra.

Um þetta í ítarlegra og lengra máli má lesa víðar, ef ábendinga er óskað.

Geir Ágústsson, 15.5.2014 kl. 05:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband