Ríksvaldið í leit að óvinum

Veðurfar Jarðar, bæði á heimsvísu og staðbundið, er alltaf að breytast. Það er öðruvísi í dag en fyrir 50 árum, 100 árum og 1000 árum (raunar svipað á Íslandi og fyrir 1000 árum skilst mér), og verður öðruvísi eftir 2 ár, 10 ár og 100 ár.

Sumir hafa eytt megninu af ævi sinni til að reyna sýna fram á að margar af veðurfarsbreytingum Jarðar séu vegna einhverra aðgerða mannanna. Gott og vel. Aðrir taka þetta skrefinu lengra og vilja meina að allt sem gæti túlkast sem neikvæðar breytingar á veðurfari Jarðar sé fyrst og fremst vegna aðgerða mannanna. Sumir stjórnmálamenn og ákveðinn hópur einstaklinga hafa gripið rannsóknir, athuganir og vangaveltur þessa hóps á lofti og vilja gera að pólitísku baráttumáli.

Hið pólitíska baráttumál er svo kunnuglegt þótt fyrirsögnin sé ný ("Veðurfar manna er að breytast á neikvæðan hátt af manna völdum og eitthvað þarf að gera í því!"). Hið pólitíska baráttumál er einfaldlega sósíalismi í enn einum búningnum: Aukin ríkisafskipti, fleiri reglur, hærri skattar.

Það liggur við að þetta sé svona einfalt.

Hin yfirvegaða og vísindalega umræða er fyrir löngu troðin niður.

Svo mun nýjasti grímubúningur sósíalisma slá í gegn? Mér sýnist svo ekki ætla að vera sem betur fer svo ég ætla að snúa mér að því að berjast gegn sósíalismanum á öðrum vígvöllum.  


mbl.is Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo hægt sé að tala um vísindakenningu verður viðkomandi kenning alltaf að skýra það fyrirbæri sem hún á að skýra - ekki er nóg að hún skýri 99 tilvik af 100. Þetta eina tilvik sem hún flaskar á fellir hana. Punktur - búið mál. Aftur að teikniborðinu.

Annars er sú skoðanakúgun sem átt hefur sér stað í sambandi við þessa umræðu alveg í takt við aðferðir vinstri manna - bara sumir mega hafa skoðun og þeir sem hafa aðra skoðun skulu bara þegja og fá ekki birtar greinar í vísindaritum.

Annars er Obama nú að gera allt sem í hans valdi stendur til að sjá til þess að Kaninn brenni ekki meira kolum.

Annars eru þessir umhverfisverndarsinnar merkilegir fuglar. Þeir segja háspennumöstur um hálendið vera svo mikið útlitslýti að þau gangi ekki upp. Samt eru vindmyllur ekki útlitslýti. Merkilegt.

Svo má geta þess í framhjáhaldi að vindmyllur drepa tugi þúsunda fugla árlega. Er það umhverfisvænt?

Helgi (IP-tala skráð) 6.4.2014 kl. 15:40

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vísindin eru nú aldrei 100%. Einstein umbylti t.d. eðlisfræðinni á sínum tíma og var hún þó talin nokkuð örugg. Kannski er jarðflekakenningin ekki rétt. Kannski dóu risaeðlurnar ekki út heldur breyttust smátt og smátt í fugla.

Vísindin geta verið flókin og umdeild án þess að þau þurfi að hunsa.

Veðurfarsbreytingar tóku einfaldlega við af Sovétríkjunum sem "ógnin" sem heldur okkur daufum gagnvart ofríki ríkisvaldsins. Hryðjuverk eru líka notuð til að réttlæta hert tak á okkur með samþykki okkar.

Vísindin hafa fyrir löngu yfirgefið borð vísindamannanna.

Geir Ágústsson, 7.4.2014 kl. 09:17

3 identicon

Það er kannski ekki rétt að segja að Einstein hafi umbylt eðlisfræðinni. Réttara væri að segja að hann útskýrði af hverju við vorum að sjá frávik frá ætluðum útreikningum t.d. tímamælingum á miklum hraða o.s.fv.. Í raun voru niðurstöður hans staðfesting og um leið framlenging á Newtónískri eðlisfræði.

Í dag virðist meiri hluti rannsókna þó ekki snúast um að setja fram kenningu sem getur spáð fyrir um virkni hluta heldur snýst dæmið um að skella fram kenningu og ná "concensus" innan tiltekins hluta vísindasamfélagsins um þá kenningu. Já, vísindin eru löngu farinn frá borði vísidamanna og orðin að pólitísku bitbeini.

Guðbjartur Nilsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband