Hvað eru 'verkfallsbrot'?

Verkfallsstjórn framhaldsskólakennara heimsækir alla framhaldsskólana í Reykjavík og nágrenni í dag til að afla upplýsinga og tryggja að verkfallsbrot eigi sér ekki stað. Jafnframt mun hún hafa samband við framhaldsskóla úti í landi í sömu erindum.

Hvaða umboð hefur þessi verkfallsstjórn? Getur hún flæmt kennara úr kennslustund ef hún uppgötvar "verkfallsbrot" eða jafnvel sigað á þá lögreglunni? 

Getur þessi verkfallsstjórn gert þetta í umboði ríkisvaldsins og þar með almennings og þar með þeirra kennara sem ekki vilja vera í verkfalli? Ekki svo að skilja að ég líti í raun á ríkisvaldið sem umboðsaðila almennings, svo ég orða þetta bara svona fyrir þá sem gera það.

Ef ég fer í verkfall get ég búist við að fá launaskerðingu sem svarar til tapaðs vinnutíma eða hreinlega brottreksturs fyrir að mæta ekki í vinnuna. Sumir eru greinilega jafnari en aðrir þegar kemur að aðgangi að járnhnefa hins opinbera. Öll fáum við samt að borga skatta til að fjármagna hann.


mbl.is Eiga rúmlega milljarð í sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kom ekki fram að þeir muni fara vel í sauman á því hvort verið sé að kenna í leikfimihúsi Menntaskólans við Hamrahlíð.

Grímur (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 10:48

2 identicon

Reyndar já, þá mega þeir athuga hvort verið er að brjóta á verkfallinu og kæra það til félagsdóms þar sem fjársektir eru gefnar út ef satt er.

Reyndar þá má ekki reka eða segja þér upp ef þú ert að taka þátt í löglega boðuðu verkfalli. Lesa lögin áður en þú ferð með stór orð.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 16:31

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist meint löggjöf vera vandamálið. Það var það sem ég var að fiska eftir og er að fá staðfest.

Löggjöf virðist gera sumum kleift að loka heilu fyrirtækjunum og hafa lögregluna sér til halds og trausts.

Þetta er ógnvekjandi svo ekki sé meira sagt.

Geir Ágústsson, 18.3.2014 kl. 19:47

4 identicon

En á hin bógin setur þetta skýrar reglur fyrir því hvernig verkalýðshreyfingar getur sett af stað verkföll og undir hvernig aðstöðum það getur orðið.

Þetta er yfirleitt hvort eð er bara vandamál í opinbera geiranum í dag þar sem hann notar bara allt annað launakerfi en einkageirin því miður.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband