Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Um fríverslun og fríverslunarsamninga
Sitt er hvað, fríverslun (frjáls viðskipti) og fríverslunarsamningar.
Oftar en ekki eru fríverslunarsamningar lítið annað en yfirlit yfir tolla og viðskiptahindranir sem létt er á. Þögn ríkir um alla tollana og viðskiptahindranirnar sem enn er haldið í (Kínverskir kálbændur þurfa ekki að keppa við Íslendinga). Oft er laumað inn í fríverslunarsamninga allskyns kröfum sem að nafninu til snúa að öryggi, umhverfi, vinnuskilyrðum og merkingum, en eru í raun duldar viðskiptahindranir.
Þannig geta ýmis Afríkuríki flutt hnetur inn í Evrópusambandið alveg tollfrjálst, ef þau gætu bara uppfyllt allar kröfur sambandsins um hitt og þetta, sem þau geta svo ekki, og því komast hneturnar ekki af stað.
Oft fylgir fríverslunarsamningum einhvers konar eftirlitsbatterí sem útvegar fullt af fólki vinnu við að troða nefinu ofan í hvers manns kopp. Á því eru varla til neinar undantekningar (nema e.t.v. þessi hér sem einnig er fjallað um hér).
Ég segi því að sitt er hvað, fríverslun og fríverslunarsamningar.
Rothbard orðaði þann ásetning að vilja frjálsa verslun á stuttan og laggóðan hátt (hér):
If the establishment truly wants free trade, all it has to do is to repeal our numerous tariffs, import quotas, anti-dumping laws, and other American-imposed restrictions on trade. No foreign policy or foreign maneuvering is needed.
Og hananú!
Aldrei að vita hvar tækifærin koma upp í framtíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.