Mánudagur, 17. febrúar 2014
Skýrslur í stað ákvarðana
Hvernig er auðveldast að forðast mistök?
Svar: Með því að forðast að taka ákvörðun.
Ein vinsælasta leið stjórnmálamanna til að forðast að taka ákvörðun er að panta skýrslur og skipa nefndir og ræða málin út í hið óendanlega.
Þetta er svo algeng aðferð að hún gæti jafnvel kallast viðtekin. Að taka ákvörðun án þess að hafa skipað nefnd eða pantað stóra skýrslu er oftar en ekki gagnrýnt. Hvar er "heildstæða matið"? Hvar er "samræmda stefnan"? Hvar er "yfirgripsmikla áætlunin"? Hvar er "þverfaglega samráðið?"
Þetta er heppilegt fyrir stjórnmálamenn sem vilja forðast að taka ákvarðanir og eiga þannig á hættu á að hljóta gagnrýni.
Því miður.
Maður spyr sig stundum hvað það er sem hvetur fólk til að taka þátt í stjórnmálum. Ekki virðist það vera til að berjast fyrir hugsjónum eða einhvers konar sýn á samfélagið. Stjórnmálamenn forðast að taka ábyrgð, ákvarðanir og stjórn á nokkrum sköpuðum hlut. Þeir fljóta bara með fjölmiðlastraumnum, og stikla á milli skýrslna.
Mætti ég þá frekar biðja um stjórnmálamenn sem rífast um það hvort skatturinn eigi að nálgast 0% eða 100% en stjórnmálamenn sem eru sammála um að vera ósammála um það hvort skatturinn er 49% eða 51%.
Evrópuskýrslan lögð fram á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sá sem gerir ekkert, gerir ekkert rangt.
Óskar Guðmundsson, 17.2.2014 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.