Miðvikudagur, 5. febrúar 2014
Allir munu fá röng launge
Núna er reynt að semja fyrir hönd (flest)allra framhaldsskólakennara í einu, við sameiginlega samninganefnd allra launagreiðenda framhaldsskólakennara.
Sem sagt, einn aðili semur við annan, en báðir samt fyrir hönd fjölmargra.
Það eina sem kemur út úr slíku eru röng laun fyrir alla. Þeir lélegustu fá hærri laun en þeir gætu búist við í einstaklingslaunaviðtali, og þeir bestu fá lélegri laun en ella.
Eina leiðin til að róa hjörðina er að stilla launin af eftir einhverju "hlutlausu", t.d. ár í starfi, lífaldur eða einhverjar ábyrgðarstöður við hlið kennaranámsins, t.d. "sviðsstjóri" eða "námsstjóri" í einhverju fagi.
En þeir bestu munu samt þéna minna en ella, og þeir lélegustu betur en ella.
Hvers vegna sætta metnaðarfullir kennarar við slíkt? Menntun er eftirsótt þjónusta og í fjarveru skattheimtu til að fjármagna hina rándýru og oft lélegu ríkismenntun væri á Íslandi líflegur markaður fyrir menntun af ýmsu tagi.
Hafa metnaðarfullir kennarar kannski misst vonina á auknu svigrúmi fyrir löngu? Eru þeir sem vilja kenna alltaf búnir að ákveða að láta drauminn um svigrúm í starfi og faglegan sveigjanleika eiga sig? Eru þeir sem vilja kenna yfirleitt þeir sömu og meta starfsöryggis meira en hættuna á að missa starf eða tekjur vegna nýjungagirni og áhættusækni á frjálsum markaði?
Hvað um það. Ég vona að allir verði á endanum sáttir við launahækkanir í krónum talið sem nema verðbólgunni næstu 3-5 árin.
Árangurslaus samningafundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.