Enn skal moka fé á bálið

Lagt er til að heimild til greiðslu á framlagi til Íbúðalánasjóðs hækki um 175,5 milljón króna frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum.

Enn skal fé skattgreiðenda mokað á bál Íbúðalánasjóðs. Það er slæmt. Hitt er verra að svona fréttir slökkva nánast allan vonarneista um að einhver raunveruleg tiltekt verði á ríkisrekstrinum á Íslandi. Eitthvað er flutt til og frá í fjárlögum, framlög hér hækkuð aðeins og önnur lækkuð, en engin raunveruleg tiltekt á sér stað.

Ríkisstjórnin ætlar að hliðra aðeins til en ekki taka slaginn við einn né neinn um eitt né neitt. Óttinn við næstu kosningar, eftir rúm 3,5 ár, er strax búinn að draga allan kjark úr ríkisstjórninni. Á meðan færumst við mörgum og hröðum skrefum nær ríkisgjaldþroti. Þá, kæru Íslendingar, kemur skellur sem verður miklu verri og sársaukafyllri en hann þyrfti að vera ef tiltekt hefði hafist fyrr, t.d. í vor. 


mbl.is Framlög til Íbúðalánasjóðs verði hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Nauðsynlegt er að sem flestir tali um það sem blasir við, hið opinbera stefnir hraðbyri í gjaldþrot líkt og mörg önnur ríki erlendis. Þá munu menn hér tala um að þetta hafi verið ófyrirséð og fleira slíkt og þá er gott að benda þeim á þá sem vöruðu við.

Pottþétt er að annað hvort verað fjölmörg ríki gjaldþrota innan fárra ára eða óðaverðbólga ríður röftum víða á byggðu bóli. Spurningin er bara hvenær þetta gerist, það er stóra spurningin - hvenær en ekki hvort.

Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband