Kokkurinn kvartar undan eigin eldamennsku

Nefndarmenn voru sammála um að laust taumhald peningastefnunnar hefði stutt við efnahagsbatann á undanförnum misserum.

Verðbólgukokkarnir í Seðlabanka Íslands eru ekki fullkomlega sáttir við afrakstur eigin eldamennsku. Þeir hrósa sér fyrir árangurs hins "lausa taumhalds" peningastefnunnar, en finnst verðbólgan ekki vera að hjaðna nógu hratt.

Stefnu Seðlabanka Íslands mætti kalla: Að pissa í skóinn sinn. 

Á einum stað er verðbólgustefna Íslands borin saman við þá verðhjöðnun sem Írar voru neyddir út í eftir hrunið (af því þeir gátu ekki bara prentað evrur til að halda uppi verðlagi). Þar segir:

 As the Central Bank of Iceland inflated the money supply, price inflation raged. Icelanders continually felt their financial security worsen as their purchasing power collapsed. This was not apparent to the rest of the world, fixated as it was on the nominal prices the Icelandic economy posted. By its nadir in late 2010, inflation-adjusted income in Iceland was down over 35 percent.

In Ireland this decline was muted because of price deflation. As domestic prices fell it became easier for Irish citizens to make their declining nominal incomes go further. At its worst, the Irish economy collapsed less than 10 percent in real terms. 

Með öðru orðum: Á meðan yfirvöld á Íslandi lögðu áherslu á að rýrnun á kaupmætti íslensku krónunnar myndi rétta við efnahag Íslands gátu írsk yfirvöld ekki annað gert en að leyfa verðbólum að missa allt loft (en skuldsettu að vísu ríkisvaldið upp í rjáfur til að bjarga bönkum, sem voru mistök).

Seðlabanka Íslands á að leggja niður, hið íslenska ríki á að hætta peningaútgáfu með öllu, og hætta algjörlega að skipta sér af því hvaða peninga fólk velur að nota, og hver má gefa út peninga, og á hvaða "fæti" þeir peningar eiga að vera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband