Hverjum er ekki sama?

Ó nei, ó nei - sprotafyrirtækin kvarta undan starfsumhverfinu á Íslandi! Þeim nægir ekki að sýna fram á góðan hagnað í núinu eða framtíðinni, góða viðskiptaáætlun, góða stefnu, góðar markaðshorfur og traustar horfur fyrir markað þeirra. Ó nei, ó nei - þau fá engin lán!

Frumkvöðlastarfsemin á undir högg að sækja. Hverjum er ekki sama? Sjáum nú til: Á Íslandi er mikil samúð með ríkisrekstri og frumkvæði ríkisvaldsins. Vantar virkjun? Látum ríkisvaldið senda Landsvirkjun af stað! Vantar jarðgöng? Sendum ríkisvaldið af stað! Vantar skóla? Virkjum sveitarstjórnina! Eru holur í malbikinu? Tölum við vegagerðarfólk ríkisins! Er komin upp hugmynd sem mokar milljörðum til Íslands? Tölum við Alþingi! Þar er alltaf skilningur fyrir milljarðahugmyndinni, hvort sem hún er minkarækt, fiskeldi, sæstrengur eða lífrænt lambakjöt.

Svo hverjum er ekki sama þótt einhverjir frumkvöðlar séu að horfa upp á hugmynd sína deyja í fæðingu? Hverjum er ekki sama þótt aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtækin sé lítið sem ekkert? Hverjum er ekki sama þótt almenningur geti ekki sparað peninga og lánað út?

Mér er sama. En flestum ekki. Í alvöru.


mbl.is Sprotafyrirtæki líkleg til að flytja úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo reis nú nýlega heill hópur upp á skottleggina þegar skera átti aðeins niður framlag hins opinbera til svonefndra rannsóknarsjóða. Menn létu eins og rannsókna- og vísindastarf myndi bara leggjast af hérlendis.

Jafnvel þó ekkert opinbert framlag yrði til rannsókna hérlendis myndu þær auðvitað halda áfram. Engar eða litlar "rannsóknir" yrðu í gagnslausum greinum eins og bókmenntafræði, heimspeki, kynjafræði og stjórnmálafræði svo nokkur dæmi séu tekin en rannsóknir á öðrum sviðum myndu tæpast hiksta. Af hverju ætti ég að vilja styrkja rannsóknir í fræðum sem ganga meira eða minna út á það kenna karlmönnum um allt sem aflaga fer í heiminum?

Svo kostar alltaf eitthvað að reka rannsóknarsjóði. Ætli engin vinavæðing sé þegar rannsóknarstyrkjum er útdeilt?  

Helgi (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband