Hvað kostar aðgangur að eldhúsi Ögmundar?

Ögmundur Jónasson er yfirlýstur sósíalisti og vill að ríkisvaldið eigi sem mest, stjórni sem flestu af því sem það á ekki og hafi yfirleitt puttana í öllu sem fram fer í samfélaginu.

Hann vill ekki að neinn eigi landskika sem einhverjum finnst vera fallegur áhorfs, svokallaðar "náttúruperlur". Ríkisvaldið á að ráða því hver fær að heimsækja slíka landskika og hver ekki, og á hvaða skilmálum. Hann vill að ríkisvaldið verji slíkt land (eða eyðileggi, ef þannig liggur á því). Hann vill e.t.v. umbera eignarhald "einkaaðila" (ekki-ríkisins) en þeir eigendur eiga að hleypa öðrum inn á land sitt eftir ákvörðunum frá Stjórnarráði Íslands.

Gott og vel. En á Ögmundur ekki hús? Stendur það hús ekki á lóð? Gæti ekki verið að einhverjum finnist sú lóð falleg? Gæti ekki verið að sumum fyndist best að horfa á lóðina út um gluggann í eldhúsinu?

Spurningin sem þá er eftir: Hvað kostar aðgangur að eldhúsi Ögmundar (ef eitthvað) og hver ákveður hver fær að ganga þar inn og hver ekki? Er það Ögmundur, eða einhverjir aðrir en Ögmundur?


mbl.is „Enda á ég Kerið og borga ekki krónu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband