Væri ekki í fyrsta skipti

Þeir sem fá allar sínar fréttir frá fréttastofum fjölmiðlanna fá bara hálfa söguna.

Bandaríska alríkið og mörg ríkja Bandaríkjanna hafa oft þurft að svíkja lánadrottna sína og lýsa yfir gjaldþroti að hluta. Ekki hrundi himininn við það.

Hérna er lítil dæmisaga:

Between 1841 and 1843 eight states and one territory defaulted on their obligations, and by the end of the decade four states and one territory had repudiated all or part of their debts. These debts are properly seen as sovereign debts both because the United States Constitution precludes suits against states to enforce the payment of debts, and because most of the state debts were held by residents of other states and other countries (primarily Britain). ...

In spite of the inability of the foreign creditors to impose direct sanctions, most U.S. states repaid their debts. It appears that states repaid in order to maintain their access to international capital markets, much like in reputational models. The states that repaid were able to borrow more in the years leading up to the Civil War, while those that did not repay were, for the most part, unable to do so. States that defaulted temporarily were able to regain access to the credit market by settling their old debts. More surprisingly, two states that repudiated a part of their debt were able to regain access to capital markets after servicing the remainder of their debt for a time. 

Hérna er önnur (sem ég fann tilvísun í hér):

Pundits tell us that the US government has “never” defaulted on its debts. However, this generalization overlooks the very significant defaults of 1933 and 1862. ...

Governments often effectively default on their debts through inflation. Under a fiat money regime, they can always print enough legal tender money to pay off their debts. The only catch is that the money will not be worth as much as it was before.

Í stuttu máli: Það er ekkert nýtt undir sólinni. Bandaríska ríkið er fyrir löngu orðið gjaldþrota, og núna þarf að taka til eða skella í eins og eina óðaverðbólgu. 


mbl.is Greiðslufall blasir við ríkissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo ekki sé á það minnst, að Bandarískaa ríkið halar inn 200 miljörðum dollara á mánuði og afborganir þeirra eru bara um 20.

Svo þetta yrði kannski í fyrsta skiptið sem þeir borga ekki skuldirnar sínar, bara af því obama.

Páll (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 07:52

2 identicon

Ég hrósa repúblikönum fyrir staðfestuna. Það er mál til komið að stöðva Obama og vinstri stjórn hans í takmarkalausum fjáraustri og þvinga stjórnvöld til að draga saman og minnka umsvif ríkisins. Þá munu Bandaríkin ná að blómstra aftur. Það er hálf fyndið að fylgjast með fjölmiðlahjörðinni jarma dómsdagsspár sínar.

Brynjar (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 08:33

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Repúblikanir fá ýmislegt úr því að stöðva óráðsíuna:

- Þeir líta út eins og ráðdeildarfólk, sem vill stöðva skuldasöfnun.

- Þeir afhjúpa hið stjórnlausa útgjaldaæði sem einkennir bandaríska alríkið (þótt þeir taki gjarnan þátt í því sjálfir þegar þeir eru í stjórn).

- Þeir valda pólitískum andstæðingum sínum óþægindum.

- Þeir þvinga demókrata til að líta í átt að niðurskurði, og byrja jafnvel að gera það sjálfir.

Auðvitað eru repúblikanir fyrst og fremst að spila pólitíska skák, en ávinningurinn af slíku er, í þessu tilviki, mikill.

Geir Ágústsson, 16.10.2013 kl. 08:40

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

The 14th Amendment to the Constitution of the United States of America section 4 has a debt safeguard.

"At the same time that the Framers of the Civil War Amendments were amending the Constitution in a number of fundamental ways — abolishing slavery, ensuring equal protection of the law, and protecting the right to vote — they made another important change that was designed to ensure that payment of the national debt would not be subject to, as one leading senator of the time put it, “the varying majorities which may arise in Congress.”" (Brianne Gorod Detroit Free Press guest writer).

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 09:03

5 identicon

Sæll.

Þessar skuldatölur USA segja ekki nema hálfa söguna, menn líta ekki til skuldbindinga bandaríska ríkisins.

Sá fína grein í mogganum síðasta fimmtudag þar sem mér virtist vera varað við yfirvofandi heimskreppu og hruni - þó ekki væri það nú sagt berum orðum. Einhver nennti að fara í gegnum skuldir og skuldbindingar hins opinbera hér og var sú tala sláandi há - minnir að sú tala hafi verið um 7 milljónir á hvern einasta Íslending. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem glíma við háar skuldir.

Helgi (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 10:03

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það; skuldir USA 17 Triljónir $ USA til þeirra sem hafa keypt skuldabréf USA er smáskuld miðað við rúmmar 90Triljónir í unfunded liabilities.

Hversu lengi kaupa Ríki eins og Kína og aðrir fjárfestar skuldabréf USA? Remains to be seen.

USA Ríkið er sjúkt, það er ekki endalaust hægt að reka USA Ríkið á lánum það sjá allir heilvitamenn, en það hefur verið gert stanslaust í áratugi.

Af hverju ættu Kínverjar að halda uppi velmegun USA meðan þeir svelta?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 10:21

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bandaríkin stóðu síðast ekki við skuldbindingar sínar árið 1971.

Meðallíftími gjaldmiðlakerfa er 27 ár.

Pappírsdollarinn er komin 15 ár fram yfir þann líftíma.

Semsagt: fram á grafarbakkann.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2013 kl. 11:49

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir góð og fræðandi innlegg.

Hægt var að kaupa sérsniðin jakkaföt fyrir um únsu af gulli á fyrri hluta 20. aldar, og á fyrrihluta 21. aldar. Sumt virðist breytast lítið með tímanum þótt reglulega sé smíðað nýtt kerfi gervigjaldmiðla sem er keyrt inn og til dauða.

Ég segi stundum í hálfu gríni að kannski maður ætti að umbreyta öllum lánum sínum í óverðtryggt lán í dollara og treysta á að dollarinn hrynji á undan evrunni eða dönsku krónunni (sem ég fæ laun í). Það er samt hvergi hægt að lána dollara að mér skilst (á þjónustufulltrúa í Euro Pacific Bank): Bandaríska alríkið sýgur þá alla til sín. Kannski menn hérna viti um einhverja slíka?

En kannski hrynur bara allt í einu. Þá er andlega róandi að hafa ekki gert ráð fyrir að eiga lífeyri til rólegra eftri ára, heldur bara því að vinna til dauðadags.

Geir Ágústsson, 16.10.2013 kl. 12:06

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fólk ætti að skoða gull og fasteignir sem fjárfestingu og þá á ég við að taka enginn lán þegar fasteignir eru keyptar, því að bankaelítan kemur því svo fyrir að þú missir fasteignina samber íslenzkar fasteignir ef það verður hrun.

Ef það verður hrun þá er enginn vinna og ekkert kaup til að greiða afborganir af fasteignum og bankadrullusokkur hirðir eignina.

Ef Fasteignin er skuldlaus þá er enginn bankadrullusokkur sem getur tekið eignina, þó svo að eignadi sé atvinnulaus og fær ekkert kaup.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 16:33

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit ekki alveg með fasteignir. Ríkisvaldið getur gert þær verðlausar á augabragði. Hérna er lítil dæmisaga úr borg sem sumir hafa séð fjallað um í fréttunum upp á síðkastið:

"Median sales prices of homes in Detroit went from $41,000 in 1994 to $98,000 in 2003. By early 2009 the median price was $13,600. That was bottom, right? Wrong. By March 2010 it was at $7,000. In relation to the scale of the collapse, the story of Detroit went completely unreported."

Úr bókinni Rollback (http://www.rollbackbook.com/), sem kom vel á minnst út árið 2011 og spáði réttilega fyrir um hruni Detroit og minnist sérstaklega á þögn fjölmiðlafólksins alvitandi um stöðu mála í þeirri borg (og fleirum).

Geir Ágústsson, 16.10.2013 kl. 18:10

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Geir og ég hef átt íbúð í Miami síðan 1978 og verðmæti henner hefur verið eins og rúsíbani upp og niður út og suður, en ég hef alltaf haft tekjur af eignini og aldrei þurft að hafa áhyggjur af því hvort eignin er minna virði en lánið sem er á henni af því að það hefur ekki verið neitt lán.

Þegar íbúðin var keypt var verðið $45,000, þremur árum seinna var mér boðið $88,000 í hana en tók ekki boðinu. Tveimur árum eftir að ég hafnaði boðinu var verðmæti íbúðarinnar $27,000. Árið 2007 war íbúðin virt á $230,000 í dag gæti ég trúað að íbúðin sé $45,000 virði.

Tekjur í 35 ár að meðaltali $700 á mánuði eftir kostnað og skatta sem sagt $8,400 í vasan á ári í 35 ár arður af íbúðini í 35 ár $294,000, ef ég fæ $13,000 fyrir íbúðina þegar ég sel hana þá er það meiri arður.

En eins og alltaf er sagt í fasteignabraski, atriði númer 1 er staðsetning, atriði númver 2 er staðsetning.

Þó svo að Detroit sé on its ass so to speak, ég mundi ættla að það séu fasteignir sem eru jafnvel miljóna dollara virði í Detroit? Sem sagt við komum aftur að atriði 1 og 2 "staðsetning, Staðsetning."

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 18:36

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Maður kaupir ekki fasteignir til að græða á þeim - þær hækka nefnilega sjaldan raunverulega í verði, heldur bara fylgja verðbólgu. Með heppni. En einhversstaðar verða menn að búa...

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2013 kl. 19:45

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef fólk lætur ekki bankadrullusokka taka allan hagnaðinn af arðsemi fasteigna og þó svo að ekki væri nema að halda í verðbólguna þá er fasteign góð fjárfesting.

Ég kaupi fasteign til að græða af fjárfestinguni og ég læt bankadrullusokkana ekki hirða hagnaðinn.

Stundum hef ég þurft að taka lán hjá bankadrullusokkunum, en hef greitt það upp á mjög stuttum tíma eða þegar ég hef fríað fjárfestingu sem hefur verið bundinn og greiði upp lánið.

Hversu mikla bónusa ættli bankadrullusokkarnir mundu fá ef fólk tækju enginn lán, segjum í þrjú til fimm ár?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 16.10.2013 kl. 22:30

14 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Aðal hættan vegna hugsanlegra vanskila Bandaríkjastjórnar á vaxtagreiðslum (og jafnvel endurgreiðslum) ríkisskuldabréfa liggur í því að skuldabréfin eru notuð sem "100% áhættulaus" veð í gríðarlega miklu umfangi - sumir tala um það sem olíuna sem smyr fjárhagskerfið um allan heim. Ef menn fara að telja að áhættan sé eitthvað örlítið minni en 100% þá getur það haft verulega alvarlegar afleiðingar í för með sér, dregið úr viðskiptum á fjármagnsmörkuðum og hækkað kostnað.

Annars standa Repúplíkanar núna með allt niðrum sig eftir að hafa tapað á öllum atriðum í þeim slag sem þeir völdu að taka gegn ríkisstjórninni. Þeir eru víst svo hundslegir að jafnvel hörðustu téveislumenn segjast ekki ætla að reyna að endurtaka leikinn eftir þrjá mánuði.

Bandaríkin standa vel fjárhagslega þrátt fyrir miklar og sívaxandi skuldir. Eina raunhæfa leiðin út úr skuldasúpunni er að hækka skatta á hátekjufólk og fyrirtæki, nokkuð sem meira að segja AGS er núna farið að mæla með. En hægri armur Repúplíkanaflokksins hefur beitt bolabrögðum til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti beitt þeim úrræðum.

Undanfarna áratugi hefur skattlagning á hátekjufólk og fyrirtæki minnkað verulega án þess að af því hafi hlotist neinn ávinningur - hagvöxtur og almenn velsæld hefur ekki aukist umfram það sem áður var, frekar að stefni í hina áttina. Hagfræði nýfrjálshyggjunnar leið alvarlega hnekki í kjölfar kreppunnar 2008, núna eru menn betur og betur að sjá að hún gengur ekki upp.

Nema nokkrir últrahægrimenn í Bandaríkjunum (sem núna eru farnir að missa verulega tökin, samanber markvissa sókn gegn þeim í yfirstandandi ríkisstjórakosningum, sókn sem studd er ekki síst af stærstu fyrirtækjunum ásamt leiðtogum Repúplíkana), og svo ríkisstjórn Íslands og hennar jábræður.

Brynjólfur Þorvarðsson, 17.10.2013 kl. 12:05

15 Smámynd: Geir Ágústsson

"Bandaríkin standa vel fjárhagslega þrátt fyrir miklar og sívaxandi skuldir."

Góður!

Geir Ágústsson, 17.10.2013 kl. 19:52

16 identicon

@BÞ:

Bandaríkin eru líkt og mörg önnur lönd gjaldþrota. Fyrr eða síðar átta fjárfestar sig á þessu og hætta að lána opinberum aðilum sem munu þá hleypa verðbólgudraugnum af stað því stjórnmálahræin munu ekki skera niður.

Í dag trúa Vesturlandabúar ekki á Guð en þeir trúa á hið opinbera, það eru trúarbrögð Vesturlanda í dag - sérstaklega í Evrópu. Hið opinbera bara getur ekki gert mistök og það veit þá líka miklu betur hvað á að gera við fjármuni en fyrirtæki og einstaklingar. Það sem þú segir um skatta er í alla staði rangt sem og það sem þú segir um að USA standi vel. Hvellurinn kemur seinna og þá munu vinstri menn kenna kapítalismanum um og vilja auka enn völd ríkisins. Það er beint samhengi á milli frelsis og velmegunar. Hvers vegna skyldi það nú vera?

Vandinn er ekki bara háir skattar heldur líka frumskógur af reglum. Því má segja að fasismi hafi haldið innreið sína á Vesturlöndum. Þú þarft leyfi fyrir nánast öllu, hið opinbera skiptir sér hérlendis að því hvað þú borðar. Finnst þér það virkilega í lagi? Hið opinbera veit hvað er þér fyrir bestu :-) Sumir fíla það sjálfsagt að vita af stóru barnapíunni sem passar þá en ekki allir.

Það er bláköld staðreynd að háar opinberar skuldir (umfram ca. 90% GDP) hafa neikvæð áhrif á hagvöxt. Hvers vegna heldur þú að það sé? Áttar þú þig á því?

Það er líka staðreynd að bandaríski fyrirtæki sitja á ca milljörðum dollara (tekjur sem verða til vegna starfsemi erlendis) og koma ekki með þá fjármuni til USA vegna hárra skatta. Hvað heldur þú að þessir fjármunir geti skapað mörg störf? Þeir sem eiga og reka þessi fyrirtæki eru algerlega ósammála þér varðandi lækkun skatta. Skattar á fyrirtæki í USA eru um 35%. Kíktu á skattframtalið þitt við tækifæri og athugaðu hvaða hlutfall launa þinna þú greiðir í beina skatta til hins opinbera. Segðu mér síðan að þú sért frjáls maður :-)  

Það er líka bláköld staðreynd að það kostar bandarísk fyrirtæki hundruðir milljarða dollara árlega að fara eftir öllum þeim reglum sem hið opinbera setur þeim og á meðan fara þeir fjármunir ekki í rannsóknir, þróun, fjárfestingar og annað slíkt.

Vandinn við afstöðu vinstri manna er sá að þið reynið alltaf að láta veruleikann passa við ykkar hugmyndir en ekki öfugt.

Helgi (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 05:35

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi, flott svar!

Goðsagnir hinna íslensku æðstupresta eru dagsannar í huga almennings: Í Bandaríkjunum eru "engir skattar og ekkert velferðarkerfi", og þar eru "milljónir manna án sjúkratrygginga vegna fátæktar" því þar er heilbrigðiskerfið jú "einkarekið" og alveg miskunnarlaust.

Það er erfitt að leiðrétta þessar vitleysur. Það er erfitt að hrófla við "viðteknum sannindum", og sérstaklega þegar þeim er haldið á lofti af vinstrimönnum með prófessoratitla og þeirra sem stjórna umræðuþáttum og skrifa víðlesna bloggpistla.

Hugtakið "crony capitalism" er að fá töluverða kynningu hjá Mises-stofnun Bandaríkjanna um þessar mundir, og ekki veitir af. Kannski ættu íslenskir hægrimenn að kenna íslenskum almenningi þetta hugtak?

Geir Ágústsson, 19.10.2013 kl. 12:40

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki alveg rétt hjá þér Geir, fátækir hafa sjúkratryggingu, það er kallað MediCade og svo fara allir sem eru 65 ára á MediCare sem er sama system og er t.d. á Íslandi, virkar ekki mjög vel "biðlistar."

Sjúkratryggingarkerfi USA var sett upp eftir stríðslok 1945 og in the fifties. Til að varana óðaverðbólgu og til að fólk hefði tryggingar, þá var starfsfólki gefin hlunindi "sjúkratryggingar" í staðin fyrir kauphækanir.

Sem sagt að þeir sem voru með atvinnu voru með sjúkratryggingu, en þeir sem voru atvinnulausir gátu og geta enn farið á MediCade.

MediCare var sett up til að taka við af fyrirtæjum þegar fólk hættir að vinna á 65 ára aldri og á sama aldri, í raun og veru 62 ára þá getur fólk byrjað að fá ellilífeyrisgreiðslur.

Það sem ólöglegir innflytjendur gera er að þeir fara á slysavarðstofur sjúkrahúsana þegar þeir verða fyrir veikindum eða einhverju óhappi. Slysavarðstofum er bannað að vísa frá sjúklingum þó svo að þeir geti ekki greitt fyrir lækninguna.

Eins og sjá má er sjúkratryggingakerfið hugsað þannig að allir eiga að vera með sjúkratryggingar í USA. En það er mjög mikill fjöldi af ólöglegu fólki í landinu sem getur ekki farið inn í MediCade eða MediCare kerfið alveg eins og ólöglegir á Íslandi og jafnvel löglegir geta ekki komist inn í sjúkratryggingakerfið á Íslandi heldur.

Ég borgaði árlega 4 miljónir í skatta á Íslandi um tíma og hélt nú kanski að ég fengi sjúkratryggingu fyrir það, nei aldeilis ekki, ég fékk enga almenna þjónustu eins og aðrir skattgreiðendur.

Svona til samanburðar; ef ég færi á ellilífeyri á Íslandi í dag þá fengi ég Ísl. krónur 37,000 eða eitthvað um kr. 40,000 frá íslenska ríkinu.

Ef ég færi á ellilífeyri í USA í dag þá fengi ég Ísl. kr. 230,000 frá ameríska ríkinu. Hvort landið fer betur með sína öldruðu borgara?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 19.10.2013 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband